Íslendingaþættir Tímans - 29.12.1982, Síða 12
áhættusöm. Bar þar hæst harðsóttar smala-
mennskur á óravíðáttum Brúardala og fjárhirð-
ingu á vetrum á beitarhúsum langt frá bæ með
gamla laginu, þar sem treyst var til þrautar á
beitina, þótt allra veðra gæti verið von.
Hausið 1945 fór Halldór í eftirminnilega
smalamennsku, en þá fór hann ásamt Agnari.
Pálssyni frá Aðalbóli inná Kringilsáranna, sem
liggur inn við Vatnajökul milli Kringilsár og
Jökulsár á Brú. Þar náðu þeir félagar saman 9
útigöngukindum og komu þeim til byggða. Sú
smalamennska varð einn samfelldur sprettur frá
því að féð varð vart við þá félaga inni á
Kringilsárrana og þar til það tók að spekjast úti
á Laugarvalladal, en sá sprettur tók 18 klukku-
stundir. Sumt af þessu fé hafði gengið úti fleiri
vetur en einn og einn veturgamall hrútur var < í
hópnum, sem var ómarkaður. Féð var bæði
þungt, feitt og mörmikið, og þegar því var slátrað,
kom í ljós, að margar kindurnar voru bræddar.
Þá gerist það, að mörinn hitnar svo innan í fénu,
að hann rennur til og safnast eins og blóðhlaupin
hella neðst í kviðarholi. Af þessu sást, að þessu
dýrstygga fé hafði verið hart fylgt eftir á
hlaupunum.
Halldór á Brú átti margt fé og vænt. Hann bjó
lengst af upp á gamla móðinn, treysti á beit og
síldarmjölsgjöf, en gaf ekki fullorðnu fé hey nema
í nauðir ræki. Flestar ær voru einlembdar hjá
honum, en lömbin urðu fádæma þung. Margoft
var Halldór með hæstu meðalvigt á Austurlandi
og jafnvel á öllu landinu, enda eru landgæði mikil
á Brúardölum.
Þeim Halldóri og Unni varð 5 barna auðið.
Yngsti sonur þeirra, Hrafn, efnismaður hinn
mesti, fórst af slysförum uppkominn. Var sár
harmur kveðinn að þeim hjónum við þann missi.
Önnur börn þeirra eru Kolbrún, húsfreyja á
Egilsstöðum, gift Svavari Sigurðssyni, Sigvarður,
bóndi á Brú, ókvæntur, Stefán, bóndi á Brú,
kvæntur Sigríði Ragnarsdóttur og Anna, hús-
freyja á Brú, gift Einari Jónssyni, bónda. Eins og
ofanritað ber með sér, búa þrjú börn þeirra
Halldórs og Unnar á Brú.
Halldór hætti búskap, þegar heilsu hans fór að
hraka, en hafði lengi vel á hendi veðurathuganir
á Brú fyrir Veðurstofu íslands og sinnti þeim af
sérstakri alúð. Mcr er það minnisstætt, að Adda
Bára Sigfúsdóttir, veðurfræðingur, kom einu sinni
á fund með landbúnaðarsérfræðingum og ræddi
um nauðsyn þess að veðurskýrslur á tilrauna-
stöðvum í landbúnaði voru sem vandaðastar í alla
staði. Til að útskýra fyrir fundarmönnum, hvernig
skýrslurnar ættu að vera, kom hún á fundinn með
veðurfarsbók, sem Halldór á Brú hafði fært.
Á Brúarheimilinu ríkti alltaf gestrisni, glaðværð
og góðvild. Þangað komu mörg barnabörn þeirra
Unnar og Halldórs til sumardvala ár eftir ár og
áttu þar sitt annað heimili og þar uxu barnabörn
úr grasi heimafyrir undir handarjaðri og hand-
leiðslu afa og ömmu.
En góðvildin á Brú náði ekki aðeins til náinna
skyldmenna heima fyrir, heldur nutu nágrannar-.
Brúar hennar í stóru og smáu. Það er ekki á aðra
hallað þó að fullyrt sé, að Halldór á Brú hafi verið
einsgóður nágranni og frekast er hægt að óska sér.
Ég votta ekkju Halldórs, Unni á Brú, börnum
hans, tengdabörnum og barnabörnum innilega
samúð mína með þessum línum.
Stefán Aðalsteinsson
12
Karl Nikulásson
bóndi, Gunnlaugsstöðum
Vallahreppi
Fæddur 17. september 1908.
Dáinn 16. október 1982.
Laugardaginn 16. október síðastliðinn varð
Karl Nikulásson bráðkvaddur á heimili sínu
Gunnlaugsstöðum. Jarðarför hans fór fram frá
Vallaneskirkju laugardaginn 23. sama mánaðarað
viðstöddu fjölmenni.
Karl var fæddur á Úlfsstöðum á Völlum 17/9
1908. Foreldrar hans voru hjónin Nikulás Jónsson
af Völlum og Guðrún Guðmundsdóttir af Jökul-
dal. Bjuggu þau fyrst á ýmsum jörðum, í
Vallahreppi. En árið 1918 kaupir Nikulás Gunn-
laugsstaði og búa þau hjón þar til 1935 að Ragnar,
yngri bróðir Karls tók við jörðinni og bjó þar til
1944. Hætti hann þá búskap og flutti til
Seyðisfjarðar með fjölskyldu sína. Ragnar lést
síðastliðið vor.
Karl fór ungur að taka hendi til við heimilisverk-
, in eftir því sem kraftar leyfðu. Á þeim árum var
allt unnið með handverkfærum og allir urðu að
leggja sitt af mörkum til að afla heimilinu
lífsbjargar. Hann var greindur og bókhneigður og
stóð hugur hans til að leita sér menntunar.
Haustið 1927 fór hann til náms í gagnfræðaskóla
á Akureyri og lauk þaðan gagnfræðaprófi 1930,
hætti þá námi, enda voru þá mikil kreppuár og
erfitt að afla sér námseyris.
Árið 1942 verða þáttaskil í lífi Karls, en þá
gengur hann að eiga Önnu Björgu Sigurðardóttur
frá Sauðhaga, myndar og ágætis konu sem búið
hefur manni sínum og börnum snyrtilegt og
farsælt heimili. Þau giftu sig 22. október 1942.
Hjónaband þeirra var því tæp 40 ár. Vorið 1943
fara þau í Vallanes og búa þar í tvö ár, en 1945
flytja þau að Gunnlaugsstöðum og búa þar til 1971,
Síðan búa þau í 7 ár í félagi við Sigurð son sinn
og Maríu Pétursdóttur konu hans, en 1978 fytja
þau Sigurður og María í Egilsstaði.
Karl bætti jörð sína bæði með ræktun og
húsakosti. Á Gunnlaugsstöðum ríkti góð um-
gengni og snyrtimennska. Þar sást hvergi spýta
eöa spotti, allt sópað og hreint, húsin máluð,
snyrtilegur og vel hirtur trjágarður við íbúðarhús-
ið og túngirðingin svo vel gerð að hún vakti athygli
vegfarenda.
Karl var hlédrægur en félagslyndur. Á yngri
árum starfaði hann mikið í ungmennafélagi
sveitarinnar og var lengi formaður þess. Hann var
um áratuga skeið formaður búnaðarfélagsins, átti
sæti í hreppsneínd í 12 ár, en gaf ekki kost á sér
lengur. Mörgum fleiri störfum gegndi hann þó
ekki verði talin hér.
Þau Karl og Anna eignuðust sjö börn. Talin í
aldursröð: Guðrún húsfr. Reykjavík, Pálína
húsfr. og kaupmaður Akranesi, Sigurður af-
greiðslumaður hjá K.H.B. Egilsstöðumi , ,
gerður húsfr. Reykjavík og Finnur við nám
Þýskalandi. Eitt barn dó ungt og næst yngsta so
sinn misstu þau 22 ára gamlan, mesta myndar P
sem þau hörmuðu mikið. Öll eru börn Þcirj^
hjóna sem upp komust greind og hafa stofnað si
eigin heimili. ...
Síðastliðin 15 ár var Karl mjög heilsuvd
Reyndi þá á þrek og dugnað Önnu konu han >
sem annaðist hann og hjúkraði af mikilli kostgS'
°g alúð.
Að lokum þakka ég Karli löng og ánægjn
kynni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. '
hjónin vottum Önnu, börnum hennar og 'J
skyldum þeirra innilega samúð.
Stefán Bjamason,
Fiögu-