Íslendingaþættir Tímans - 29.12.1982, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 29.12.1982, Blaðsíða 8
sinni, mannviti og manngæsku. Einar var skemmtilegur í viðræðum, orðheppinn og sagði vel frá. Stundum brá fyrir dálítilli glettni og kímni í svip hans. Hann hafði talsvert skopnæmi og sá vel broslegu hliðarnar í lífinu. Þó var hann alvörumaður, er gerði miklar kröfur til sjálfs sín:,. Hann var í hvívetna heiðvirður maður og grandvar og mátti í engu vatnm sitt vita. Hann var stakur bindindis- og reglumaður og sannur og trúr í öllu lífi sínu og störfum. Hann var mjög barngóður. Börnum sem öðrum varð hlýtt í návist hans. Þau skynjuðu vel hlýju hjartans, bros og fórnfýsi þessa manns, sem ávallt var reiðubúinn að fræða þau, leiðbeina þeim og hjálpa, gefa og fórna. Einar var mjög heimakær og unni og vann heimili sínu eins og kraftar leyfðu. Honum þótti þó gaman að ferðast og fræðast um land sitt. Hann var afar fróðleiksfús, stálminnugur og víðlesinn og bjó yfir mikilli þekkingu um land sitt, sögu þess og menningu, bæði að fornu og nýju. Hann var málvöndunarmaður og hafði mjög gott vald á íslenskri tungu. Hann fékkst dálítið við ritstörf, skrifaði meðal annars nokkur fréttabréf úr Borgarfirði til Vestur-íslendinga, svo sem faðir hans hafði áður gert. Einar var prýðilega greindur og vel að sér bæði á sviði bóklegra og verklegra mennta. Hann var einarður maður og þrautseigur, staðfastur og viljasterkur. Hann var sjálfstæður maður í skoðunum, orðum og gjörðum. Hann gat verið þéttur og fastur fyrir, ef því var að skipta, og hvikaði ekki frá skoðunum sínum og ákvörðun- um. Einar var karlmenni hið mesta, glímumaður á unga aldri, rammur að afli og kröftum. Er mér minnisstætt, hversu leikandi léft hann handlék kvíahelluna á Húsafelli, sem forfaðir hans, séra Snorri Björnsson, hafði flutt að kvíunum til að láta menn reyna afl sitt á. Einar Kristleifsson var ágætur söngmaður og var einn af stofnendum söngfélagsins „Bræðurn- ir“, er stofnað var í Reykholtsdal vorið 1915 undir stjórn og forystu Bjarna Bjarnasonar á Skáney. Félag þetta starfaði nokkuð á fjórða áratug og lagði fram merkan og mjög þakkarverðan skerf til borgfirskrar menningar á fyrri hluta þessarar aldar. Einar hafði áhuga á menningarmálum yfirleitt, var mótaður af anda og áhrifum ungmennafélagshreyfingarinnar og vildi standa vörð um þjóðlega menningu, trú, og tungu. Þó að aldur færðist yfir, hélt Einar áfram búskap f Runnum og var lengst af heilsuhraustur. í ágústmánuði síðastliðnum veiktist hann alvar- lega og var fluttur á Sjúkrahús Akraness, þar sem hann andaðist hinn 14. þessa mánaðar. Að leiðarlokum skulu honum færðar alúðarþakkir fyrir góðvild alla og vinsemd í minn garð og foreldra minna og systkina. Guð blessi minningu góðs drengs og göfugmennis. Eiginkonu hans, börnum og öðrum ástvinum votta ég mína dýpstu samúð. Verfu sæll, vinur, vemdi þig Drottinn, launi þér lífsfórn og liðsemd alla. Gleðji nú Guð þína góðu konu, vald yfir Runnum og veiti blessun. Jón Einarsson, Saurbæ. Sigurjón Jónsson Fæddur 1. júní 1894 Dáinn 29. september 1982 Þeim fer nú óðum fækkandi aldamótamönnun- um. sem upplifað hafa og átt þátt í mesta framfara og breytingaskeiði íslandssögunnar, bæði til sjávar og sveita. Þann 8. okt. sl. kvöddum vér einn úr þessum hópi, er til moldar var borinn frá Fossvogskirkju, tengdafaðir minn, Sigurjón Jónsson, Syðra-Langholti og hann lagður til hinstu hvíldar við hlið eiginkonu sinnar í Fossvogskirkjugarði. Langar mig að minnast hans nokkrum orðum. Sigurjón var fæddur 1. júní 1894 að Skógarkoti í Þingvallasveit, sonur hjónanna Jóns Guðmunds- sonar og Þuríðar Sigurðardóttur, er þar bjuggu við kröpp kjör vinnumennskunnar. Var hann næst elstur 3ja systkina, Ágústa og Guðsteinn eru einnig látin. Þá átti Sigurjón 4 hálfsystkin, þau Mörtu, Ástu Maríu, Sigurlaugu og Skarphéðinn. Uppvaxtarár Sigurjóns urðu honum erfið vegna aðskilnaðar við foreldra og systkin. En fjölskyldan leystist upp vegna fátæktar, sem títt var í þann tíð. Honum var komið fyrir á bænum Nesjum í Grafningi við Þingvallavatn, þar sem hann ólst upp fram yfir fermingu. Skólaganga var stutt á þeim tíma miðað við nútímann. Áður en varir er lífsbaráttan hafin og hann heldur að heiman til að vinna fyrir sér. Fór hann fyrst í vinnumennsku í nálæga sveit. Síðan kemur að því að hann kveður sveitina og stefnir vestur yfir heiðar. Fer hann í ver suður með sjó, þar sem hann stundar sjóróðra á opnum bátum úr Garðinum og síðan á togurum. Þar syðra setur hann saman bú með fyrri konu sinni, Guðríði Stefánsdóttur, og á með henni 4 böm, þau: Guðmund, Sigurð Stefán, Þuríði og Lilju. Laust fyrir 1930 flytur fjölskyldan í bæinn, þar sem hún sest að. En leiðir hjónanna skilja. Síðar kvæntist Sigurjón seinni konu sinni, Soffíu Ingimundardóttir og á með henni 5 dætur, sem eru: Sigurjóna, Elín, Inga, Ágústa og Bergþóra. Soffía átti fyrir soninn Þórarinn. Bjuggu þau allan sinn búskap að Bakkastíg 4, hér í borg. Soffía lést árið 1964. Afkomendur Sigurjóns munu nú vera orðnir 64. Eftir að Sigurjón hætti á togurunum, gerist hann netagerðarmaður næstu árin, eða þar til að hann hóf störf hjá Eimskipafélagi íslands, þar sem hann var fram yfir sjötugt, er hann tók upp að nýju netagerðarstörf. Fyrir 10 árum flytur hann svo að nýju í sveit og þá til dóttur sinnar og tengdasonar að Syðra-Langholti, Hrunamanna- hrepp, þar sem hann undi sér hið besta í þeirri blómlegu sveit, og gat orðið að liði meðan heilsan entist. Kunni hann vel að meta að geta átt þama ævikvöldið í sve'itakyrrðinni. Sigurjón var mik> dýravinur og hafði unun af að umgangast ÞdU^ sérstaklega kindumar, sem voru mjög hændar honum. Var gaman að fara með honum í fjárhus og sjá hve vel hann hirti um skepnumar. Sigurjón var þeirrar gæfu aðnjótandi að ha góða heilsu alla tíð, að undanskildu rúmu ári,se hann átti við alvarleg veikindi að stríða, cU *’ hélt hann að mestu góðu minni fram á slða dag. Hann hafði yndi af lestri góðra bóka og vel fróður um menn og málefni. , Að leiðarlokum þökkum við honum samfy1® ina og biðjum Guð að blessa hann og varðvei Andrés Andrésson- lslendingaþ®ttír 8

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.