Íslendingaþættir Tímans - 29.12.1982, Blaðsíða 14

Íslendingaþættir Tímans - 29.12.1982, Blaðsíða 14
NG Guðmunda Margrét S veinbj örnsdóttir Fsedd 27. október 1899. Dáin 27. ágúst 1981. Fallin er frænkan mín bezta. Ljúft er mér og skylt að minnast hennar á vegamótum, svo náin sem samskipti mín hafa verið við hana og heimili hennar allt frá bernsku minni. Guðmunda fæddist 27. október 1899, dóttir hjónanna Önnu Ólafsdóttir frá Akurey og Sveinbjarnar Guðmundssonar, sem þá bjuggu að Grímsstöðum í V-Landeyjahreppi. Jökulvötn herjuðu þá mjög á margar jarðir V-Landeyjahrepps og ýmsar viðnámsaðgerðir, sem síðar var beitt, voru þá ekki tiltækar. Anna og Sveinbjörn urðu að hörfa undan vötnunum með börn sín, Dagfinn og Guðmundu. Fluttu þau að Dísukoti í Þykkvabæ, en þar bjuggu Ingibjörg systir Önnu, Vilhjálmur Hildibrandsson maður hennar og börn þeirra fjögur. Vinátta og frændrækni var traust með þessu fóiki og auðveldaði þrönga setu undir litiu þaki íbúðarhússins í Dísukoti. Vilhjálmur og hans fólk flutti síðar að Vetleifsholti í Ásahreppi, en Sveinbjörn og fjölskylda hans bjó áfram í Dísukoti. Ótímabær dauði Sveinbjarnar raskaði enn lífsrás fjölskyldunnar. Anna tók þann kostinn að hætta búskap og flytja til Reykjavíkur. Börn hennar bæði voru þá vaxin úr grasi og mun Guðmundu hafa fallið þungt að kveðja sveit sína., því hún naut fegurðar hennar, tignar fjarlægra fjalla og henni féllu vel sveitastörf. En systkinin fylgdu móður sinni og fylgdust þessir ástvinir að meðan líf entist. Árið 1925 giftist Guðmunda Sigvalda Guð- mundssyni frá Ásbúð í Hafnarfirði og bjuggu þau fyrstu búskaparár sín í Hafnarfirði. Síðar flutti fjölskyldan til Reykjavíkur, bjó lengi að Eskihlíð D við Miklatorg, en lengst að Snorrabraut 69. Sigvaldi, sem látinn er fyrir tæpum þremur árum, var trésmiður að mennt. Hann aflaði sér fljótt réttinda til að standa fyrir byggingafram- kvæmdum, og byggði sjálfur þau hús, sem; fjölskylda hans bjó í. Hann varð umsvifamikill húsasmíðameistari, byggði fjölda íbúðarhúsa og verksmiðjuhúsa. Starfi Sigvalda fylgdi mikill erill á heimili hans. Starfsmenn, verkkaupcndur og fjöldi annarra áttu stöðugt erindi við bygginga- meistara sinn. Sigvaldi notaði ekki flibba á virkum dögum né bældi mjúka framkvæmdastjórastóla. Hann gekk til allra verka með mönnum sínum fullan vinnudag. Öll önnur verkefni vegna framkvæmda urðu að vinnast á öðrum tímum sólarhrings, mest á heimili hans og Guðmundu. Hlutur Guðmundu í þessu verkefni húsbóndans var stór. Kynntust margir þannig starfsþreki hennar, heimilisstjóm og rausn. Guðmunda og Sigvaldi eignuðust sjö börn. Sex þeirra lifa. Þau eru: Birna Anna, gift Ragnari Karlssyni lækni í Bandaríkjunum, Kristbjörg, gift Ásgeir Sigurðssyni, skipstjóra, Hrefna, skóla- stjóri, Ólafur, starfsmaður á Skattstofunni, Sigrún, gift Kristjáni Torfasyni, bæjarfógeta ■ Vestmannaeyjum, Aðalheiður, gift Gunnari Guðjónssyni, flugstjóra. Konráð misstu þau ungan. Öll áttu börnin kost á að afla sér menntunar að ósk. Þau voru öll einstaklega heimakær, en eignuðust marga vini, sem gjarnan bættust í hópinn á heimilinu. Anna, móðir Guðmundu, amma mín, bjó jafnan á heimili hennar og átt sinn ríka hlut í að tengja bilið milli kynslóða og rækta ættartengsl, sem eru sterk í fjölskyldunni. Lengi átti ég heimili ásamt foreldrum mínum ■ sama húsi og Guðmunda og hennar fólk og síðar hið næsta þeim. Heimili hennar var, frá því ég fyrst man, mitt annað heimili. Umsvif Guðmundu á hinu stóra heimili hennar voru ærin. Segja má að hús hennar hafi löngum ómað af mannlífi. Barnahópnum og vinum þeirra stjórnaði hún af röggsemi. Starfsorka hennar virtist óþrjótandi og stjórnsöm var hún þegar með þurfti. Fyrirmælum hennar var hlýtt, oftast með Ijúfu geði og alltaf án undanbragða. Bltð var hún og bænheit á helgum stundum og aldrei lýsti meiri birtu og gleði af svip hennar en þegar hún hélt í hendur barna, las með þeim bæn eða söng sálma. Guðmunda var einstaklega heimakær og þurfti ærið erindi til að hún færi að heiman, og þá aðeins skamma stund. Hún leitaði ekki eftir vinum utan fjölskyldu sinnar, en eignaðist samt marga að vinum sem tíðkuðu komur á heimili hennar. Þeir sem kynntust heimilinu fundu fljótt að þessi stælta kona, sem oft gustaði af, átti óvenju heitt hjarta og tryggð hennar brást engum, sem eignaðist vináttu hennar. Síðustu ár ævi sinnar bjó Guðmunda við skerta heilsu, en náði að búa í húsi sínu með börnunum sínum, Hrefnu og Ólafi, fram á þetta ár. Trú hennar auðveldaði henni að mæta erfið- leikum sjúkdómsþrauta lokaskeiðs ævinnar. Hún var höfundi lífsins þakklát fyrir það, sem hann gaf henni, kvaddi lífið sátt við allt og alla og hvarf inn í hið eilífa vor, sem hún vænti og var farin að bíða. Ég kveð Mundu frænku hrærðum, þakklátum huga fyrir allt, sem hún var mér og mínum. Aldrei deyr þó allt um þrotni endurminningin þess sem var. “ Sveinbjörn Dagfinnsson IslendingaþættiÉ Þeir sem skrifa minningar- eða afmælisgreinar í íslendingaþætti, eru vinsamlegast beðnir um að skila vélrituðum handritum

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.