Íslendingaþættir Tímans - 05.01.1983, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 05.01.1983, Blaðsíða 2
Sverrir Sigurður Ágústsson f lugumf erðars tj óri Fæddur 17. mars 1924 Dáinn 25. desember 1982 í dag kveðjum við einn af brautryðjendum flugumferðarstjórnar á íslandi, Sverri Agústsson. Ungur að árum laðaðist hann að fluginu, gerðist virkur þátttakandi í svifflugi um skeið, var í hópi fyrstu flugumferðarstjóranna og varðstjóri í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík í aldarfjórð- ung. Sverrir fæddist í Reykjavík og ólst upp í foreldra húsum að Njálsgötu 52B. Faðir hans, Ágúst Jónsson, lést árið 1946, en móðir hans er Rannveig Einarsdóttir. Ég minnist þess frá fyrstu samstarfsárum okkar Sverris, hve hlýtt honum var til móður sinnar og hann minntist liennar oft með þakklátum huga. Mér koma því ósjálfrátt í hug orð skáldsins, „þú varst líknin, móðir mín, og mildin þín studdi mig fyrsta fetið." Sverrir ólst upp í stórum systkynahópi, en tvær hálfsystur frá fyrra hjónabandi föður hans og fjögur alsystkini hans, kveðja hann nú hinstu kveðju. Pann 4. maí 1946 hóf Sverrir nám og starf hjá Flugmálastjórninni í Reykjavík, við flugumferð- arstjórn, en Bretarnir, sem önnuðust flugumferð- arstjórnina á stríðsárunum, hurfu þá af landi brott og íslendingar tóku við störfum þeirra. Vissulega var heillandi að takast á við þau ótæmandi verkefni sem fyrir lágu. Allur tækja-og aðbúnaður var afar frumstæður og öryggistæki flugsins af skornum skammti. Móta þurfti og skipuleggja hina ungu starfsgrein og starfssvið hvers flugum- ferðarstjóra og raunar mun víðtækara fyrstu árin, en nú. Sambandið við flugmennina líka miklu nánara á þessum árum, flugumsjónardeildir flugfélaganna voru þá ekki komnar til sögunnar og oft leitað ráða og fyrirgreiðslu flugumferðar- stjóranna í vafasömu veðri og erfiðum flugbrauta- skilyrðum. Áður en blindflug var skipulagt skall oft hurð nærri hælum í vályndum veðrum að vetri til, enda fjarskiptabúnaður ófullkominn og oft sambandslaust við flugvélarnar. Sverrir nam undirbúningsfræði flugumferðar- stjórnar hjá flugmálastjórninni í Reykjavík, en aðalkennarinn var einn bresku varðstjóranna í flugturninum á stríðsárunum, Eric E. Conney. Á árunum 1954-1955 stundaði Sverrir síðan fram- haldsnám í Bandaríkjunum, fyrst í Oklahoma en síðar í Rochester N.Y., sunnan við Ontario vatnið. Hann reyndist hinn traustasti starfsmaður og honum voru snemma falin störf varðstjóra. Við samstarfsmenn hans minnumst með þakklátum huga allra samverustundanna, þeir elstu í rúman aldarfjórðung, hans Ijúfu og léttu lundar, skjótu tilsvara og ógleymanlcgs góðlátlegs skops, sem hann brá stundum fyrir sig. „Og er það ekki mesta gæfa manns að milda skopi slys og þrautir unnar, að finna kímni í kröfum skaparans og kankvís bros í augiim tilverunnar. “ Lífsförunautur og eiginkona Sverris er Ágúst- ína Guðrún Ágústsdóttir, en þau hófu búskap árið 1951. Með þeim hjónum var ástríki mikið og birti jafnan yfir svip hans, er hann minntist hennar. Þau hjón ólu saman upp 3 börn Ágústínu, frá fyrra hjónabandi hennar, þar til þau stofnuðu eigin heimili. Árið 1952 eignuðust þau Sverrir og Ágústína soninn Einar Sverri, elskulegan dreng, sem varð yndi þeirra og eftirlæti. Það varð þeim hjónum mikið áfall er drengurinn fórst af slysförum í október 1958, en þau sóttu styrk til alföður, í fullvissu um endurfundi síðar. Þeim varð það líka huggun harmi gegn, að annast uppeldi tvcggja barnabarna Ágústínu. Einars og Ágústínu, sem urðu þeim sannir sólargeislar. Sverrir var inikill áhugamaður um fallhlífar- stökk og raunar skipulagði liann og undirbjó þá íþrótt hér á landi og aflaði fræðslu um þjálfunar- aðferðir erlendis frá, enda þótt hann yrði ekki virkur þátttkakandi. Fyrir um tíu árum síðan lét Sverrir af störfum við flugumferðarstjórnina vegna heilsubrests. Við söknuðum góðs drengs frá störfum á miðjum aldri, en örlög ráða auðnuvegi. Árin liðu og við starfsbræður hittum hann ekki oft, en fyrir fáeinum mánuðum barst sú fregn, að hinn hættulegasti vágestur Iífi og heilsu manna, hefði sú sótt vin okkar Sverri heim. Læknar lögðu hann á skurðarborð, fjarlægðu líffæri og gerðu sitt ítrasta til líknar og hjálpar. Ég leit til hans er hann komst aftur á fætur á spítalanum og hitti hjá honum bróður hans og hina öldruðu móður, sem enn sem fyrr umvafði hann kærleika sínum og ástúð. Sverrir hresstist, komst heim til sín um hríð, en fór aftur til læknismeðferðar á sjúkrahúsi. í vikunni fyrir jólin kom ég þangað til hans og hitti hann fyrstan manna, á fótum og léttan í lund. Nú var hann á förum, heim til fjölskyldu sinnar um jólahátíðina. Við minntumst liðinna samveru- stunda og óskuðum hvor öðrum gleðilegrar jólahátíðar. Á sjálfa jólanóttina, á þessari hátíð kærleikans, þegar sól hækkar aftur á lofti og nýjar vonir tendrast í brjóstum okkar mannanna, kom svo óvænt kallið mikla sem við öll hljótum að lúta. í örmum eiginkonunnar hvarf hann þessari tilveru, á vit hinnar næstu, til meiri birtu og þroska. „Kveikt er Ijós við Ijós, burt er sortans svið. Angar rós við rós, opnast himins hlið. Niður stjörnum stráð, engill framhjá fer. Drottins nœgð og náð boðin alþjóð er. “ Ég votta Ágústínu, Rannveigu og ástvinum hans öllum, innilegustu samúð. Valdimar Ólafsson Þeir sem skrifa minningar- eða afmælis- greinar í íslendinga þætti, eru vinsamlegast beðnir um að skila vélrituðum handritum 2 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.