Íslendingaþættir Tímans - 05.01.1983, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 05.01.1983, Blaðsíða 7
Jóna Sigur j ónsdóttir Fædd 8. nóvember 1923 Dáin 21. desember 1982 Það flugu margar minningar í huga minn er heyrði ég lát Jónu Sigurjónsdóttur frá Berghyl í Hrunamannahreppi að hún væri horfin inn í annað líf. Þegar ég kom að Berghyl s.l. haust heilsaði ég •lónu sem hún væri systir mín. Var hún afar kát ®ð sjá mig; það voru búin að líða svo mörg ár að ®g hafði komið. Nú er orðin mikil breyting Eiríkur sýnir þér þær, sagði hún. Heimilisstörf voru henni ánægja hvort sem þau voru úti eða inni allt hafði hún í lagi, hverju sem það nefnist. Nú hverfur hún án þess að geta sagt gleðileg jól, hún hefur vafalaust verið búin að undirbúa jólin eins og svo oft áður. Hún gat ekki tilkynnt að hún væri að fara héðan og ekki kvatt sína vini, svo var dauðinn fljótur að koma. Nú hvílir hún í nýjum heimi og annir dagsins horfnar. Jóna og Eiríkur ólu upp fjögur börn, Jóna stóð við hlið mannsins síns í einu og öllu. Ég átti marga glaða stund á Berghyl, þar átti ég jól og var eins og heima hjá mér. Vil ég þakka Jónu á Berghyl fyrir þau góðu kynni og óska henni góðs inn í nýjan heim. Guð blessi minningu hennar, nú hvílir hún og svífur yfir jarðnesku lífi. Lag; Nú fjall og byggðir blunda. Mitt höfuð, guðs, ég hneigi að hjartað stíga megi í Ijúfri bœn til þín, lát heims ei glys mér granda en gef mér bœnaranda af hjartans andvörp heyr þú mig. Kristján S. Jósefsson. Sigursteinn Magnússon gekkst mjög upp í starfi sínu á Leith-skrifstofu. Hann kunni vel til verka, var sterkur persónuleiki og ávann sér oftast virðingu hjá viðskiptamönnunum. Hann gat verið harður í viðskiptum og metnaðarfullur um mark- mið, að ná góðum verðum, lágum á aðkeyptum vörum en háum á því sem selja átti að heiman. Hann gerði sér þó Ijósa grein fyrir því, að þegar •>1 lengdar lét var það gagnkvæmt traust milli aðila, sem oftast bar bestan árangur. Frá fyrstu tíð hafa hinar erlendu skrifstofur Sambandsins gegnt því hlutverki að mennta unga ^tenn að heiman í viðskiptum. Þeir voru ófáir Hndarnir, sem dvöldu hjá Sigursteini á Leith- skrifstofu og dvölin þar var talinn góður skóli, Þótt Sigursteinn þætti æði strangur húsbóndi á stundum. í einkalífi var Sigursteinn mikill gæfumaður. Aður hefur verið minnst á mannkosti Ingibjargar. þau hjón hafa átt mikið barnalán, fjögur mann- vænleg börn, sautján barnabörn og eitt barna- harnabarn. Börn þeirra eru: Sigurður, prófessor í læknisfræði og yfirlæknir kvennadeildar Landspítalans. Kona hans er Áudrey, skosk að þjóðerni. Þau eiga 5 börn og eitt barnabarn. Margrét, gift Ronald Bennett hæstaréttarlög- utanni. Þau eiga 6 börn og eru búsett í Edinborg. Húsi sínu hafa þau gefið nafnið Laxamýri. Magnús, hinn þekkti sjónvarpsmaður hjá ® B.C. Kona hans er Mamie og eiga þau 4 börn. Þ<*u eru búsett í Glasgow og svo Snjólaug, sem er yngst. Hún er píanókennari °g vararæðismaður íslands, gift Nigel Thomson, dómara. Þau eiga tvö börn og eru búsett í Edinborg. Samtals eru afkomendur Ingibjargar og Sigur- steins 22 talsins. Oft var gestkvæmt á heimilinu í Lygon Road. Þ^u hjónin voru miklir gestgjafar. Eftir að S'gursteinn var útnefndur ræðismaður Islands í ^kotlandi árið 1940 var mörgu að sinna á þeim vettvangi og segja má, að í reynd hafi Sigursteinn verið eins konar sendiherra íslands í Skotlandi, islendingaþættir sérstaklega á stríðsárunum, en þá komu ýms mál til hans kasta. Æði margir íslendingar voru þá við nám í Edinborg. Þeir nutu í ríkum mæli gerstrisni þeirra Ingibjargar og Sigursteins. Á heimili þeirra hittust menn oft og ræddu mörg málin er vörðuðu ættland og þjóð. Ef ég man rétt þá starfaði félags- skapur íslendinga í Edinborg á stríðsárunumog þar var Sigursteinn fremstur í hópi og m.a. æfði söng með samlöndum sínum. Árið 1950 var Sigursteinn tilnefndur aðalræðismaður fyrir ísland í Skotlandi og því cmbætti gegndi hann til æviloka. Sigursteinn Magnússon hafði sterkar tilfinning- ar fyrir íslenskri menningu. Sjálfur var hann mjög bókmenntalega sinnaður og var listhneigður. Hann beitti sér fyrir því að ljósrituð hafa verið ýms rit um ísland sem til eru í söfnum í Edinborg og víðar í Bretlandi. Tónlist átti sterk ítök í Sigursteini og sjálfur var hann góður söngmaður. Tónlistargáfan gekk svo í arf til barna og barna- barna. Snjólaug, yngri dóttirin lauk námi í píanó- leik og er píanókennari. Og til eru sögur um kammerhljómsveit barna-barnanna á Laxamýri í Edinborg. Upp úr 1960 óskaði Sigursteinn eftir því að létta á sér störfum með því að láta af framkvæmda- stjórn Leith-skrifstofu, sem hann hafði gegnt í 30 ár við góðan orðstír. Það var um þetta leyti sem ráðgert var að flytja skrifstofuna til London og þar tók hún svo til starfa á 60. afmælisdegi Sam- bandsins 20. febrúar 1962. Sigursteinn hélt þó áfram að starfa fyrir Sambandið sem ráðgjafi í markaðsmálum á Stóra-Bretlandi og meginlandi Evrópu með aðsetri í Edinborg. Þessum störfum gegndi hann í nokkur ár. Þegar hér var komið seldu þau Ingibjörg og Sigursteinn húsið sitt við Lygon Road og fluttu í litla íbúð við Orchard Brae, nálægt miðbiki Edinborgar. Án efa var söknuður að flytja út íbúðarhúsinu, sem geymdi svo margar góðar endúrminningar frá bestu árunum á lífsleiðinni. En það er gangur lífsins að sníða sér stakk eftir aðstæðum. Þar verður skynsemin að ráða. Þegar Sigursteinn lét af störfum fyrir Samband- ið hafði hann starfað fyrir íslensku samvinnuhreyf- inguna í hálfa öld, fyrst á Akureyri, síðan í Kaupmannahöfn, svo Reykjavík og lengst af í Edinborg. Hann var einn af þeim sem voru í forystusveit Sambandsins, þegar verið var að byggja upp erlend viðskipti og starf hans á þessu sviði var ekki aðeins þýðingarmikið fyri samvinnu- hreyfinguna, heldur fyrir íslensku þjóðina. Með þessu starfi var verið að flytja verslunina inn í landið, gera ísland sjálfstæðara á sviði utanrík- isverslunar. Sigursteinn Magnússon lagði líf og sál í þetta starf, enda reyndist hann farsæll störfum og naut óvenju mikill virðingar hjá þeim fjölda manna, sem hann á löngum starfsferli hafði viðskipti við. Haustið 1980 hafði Bretlandsskrifstofa Sam- bandsins starfað í 60 ár. Þessara tímamóta var minnst með kvöldverðarboði sem haldið var á Café Royal í London. Þangað var boðið fjölda viðskiptavina Sambandsins, bæði seljendum og kaupendum ogöðrum, sem inntu af höndum þjón- ustu fyrirSambandið. Heiðursgestirþessasamsæt- is voru heiðurshjónin Ingibjörg og Sigursteinn Magnússon. Þeirra var sérstaklega minnst við þessi tímamót og þakkir fluttar til þeirra fyrir gifturíku störfin um áratugaskeið. Sonur þeirra, Magnús Magnússon þakkaði fyrir hönd foreldra sinna með snjallri ræðu eins og hans var von og vísa. Nú er Sigursteinn Magnússon allur. Við þau tímamót vil ég fyrir hönd Sambandsins flytja honum þakkir fyrir mikil og gifturík störf, sem hann innti af höndum fyrir Sambandið og kaup- félögin í svo mörg ár. Sagan mun geyma iminningar um ntikið og gott ævistarf, sem merkur íslendingur vann þjóð sinni heima og heiman. Ingibjörgu, börnum hennar og öllum öðrum aðstandcndum vottum við Margrét innilega samúð. Við vitum að ástvinamissirinn er sár, en það er hins vegar mikil gæfa að eiga við lciðarlokin góðar endurminningar frá liðnum ttma. Ég er viss um að það finnast maigu sólargeislar sem verma á komandi árum. Erlendur Einarsson 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.