Íslendingaþættir Tímans - 05.01.1983, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 05.01.1983, Blaðsíða 3
Hrólfur Ásvaldsson viðskiptafræðingur Fæddur 14. desember 1926 Dáinn 6. desember 1982 Þegar vinur hverfur sjónum manns að fullu og öllu fer það jafnan svo, að maður lítur til baka yfir farinn veg til þeirra kynna sem maður hefur af honum haft og þá ekki síst þeim, sem eru hugljúf og þess virði að rifja upp, að honum gengnum. Og þannig fór fyrir mér, þegar ég frétti lát vinar míns og sveitunga, Hrólfs Ásvaldssonar, þó lát hans kæmi mér engan veginn á óvart. Hann var búinn að berjast við sjúkdóm þann í hálfan áratug, er læknar eiga erfitt með að ráða bót á. Og það er heldur ekki við öllu séð í heimi hér. Hrólfur lést á Landspítalanum 5. desember s.l. og var kvaddur hinstu kveðju tíunda sama mánaðar í Kópavogskirkju. Sóknarpresturinn þar sr. Þorbergur Kristjánsson, flutti hugnæma ræðu og kom það skýrt fram, að á stundum hefðu þeir skipst á skoðunum, um röksemdir tilverunnar, Hrólfur og hann. Einnig minntust fimm menn Hrólfs, þennan sama dag með ágætum í Morgunblaðinu hér í Reykjavík, m.a. frænka hans Ásta Jörgensdóítir, á sérstaklega hugljúfan hátt, sem áreiðanlega mun ekki gleymast aðstandendum og skyldfólki. Svo og skrifaði hagstofustjórinn eftirminnilega grein um Hrólf og störf hans á Hagstofunni um þrjátíu ára bil. Og ég minnist þess ekki að hafa lesið betri vitnisburð en Hrólfur fær þar, hjá yfirmanni sínum Klemensi Tryggvasyni. Einnig fær Hrólfur hugnæman vitnisburð í sama blaði, frá samstarfs- uianni sínum, Högna T. ísleifssyni, sem auðsýni- lega hefur verið mikill vinur hans. Þeir, Reynir Eyjólfsson og Valgeir Sigursson minntust hans einnig af hlýhug. Það kann þá kannski einhverjum að virðast að varla sé hægt að bæta nokkru við það, sem þegar hefur verið sagt um þennan frábæra starfsmann Hagstofunnar. En hitt er svo það, að Hrólfur átti æsku sína norðan fjalla í Reykjadal í S-Þing. Og á Breiðumýri ólst hann upp í hópi níu systkina, undir svokallaðri Mýraröxl, sem reisir sig allhátt þarna við miðju dalsins. Og af öxlinni sést vel til allra átta. Þetta kunni drengurinn á Breiðumýri vel að meta. Fegurð og tign þessa umhverfis er sést af öxlinni og friðsæld þá, sem norðlensk náttúra hefur upp á að bjóða. Og hún ögraði fótfráum smaladreng til að reyna kjark sinn og fræknleik. Þessi smaladrengur, Hrólfur Ásvaldsson, var næmur á öll kennileiti. En nánar frá sagt, fæddist þessi smaladrengur í Þinghúsinu á Breiðumýri, 14. desember 1926. Foreldrar hans voru þau Sigríður Jónsdóttir frá Auðnum (syturdóttir Huldu skáld- konu) og Ásvaldur Þorbergsson, frá Litlu- Laugum.Foreldrar Hrólfs, hófu búskap á Einars- stöðum í Reykjadal árið 1925, en bjuggu síðan á Breiðumýri árin 1926-44, en þá fluttu þau að Islendingaþættir Ökrum í sömu sveit, þar sem Sigríður býr enn - ásamt syni sínum Þormóði og konu hans. Ásvaldur lést árið 1949, fyrir aldur fram. Hann var vinsæll maður og félagslyndur með afbrigðum, þó hann hefði lítinn tíma til slíks, sem og einyrkjar í þann tíð. En þó gerðist hann einn af stofnendum Sameiningarflokks alþýðu Sósíalistaflokksins. Á Breiðumýri, þar sem Hrólfur Ásvaldsson átti sín æskuár var langt frá því að vera eingangraður staður. Það má segja að Breiðumýri hafi verið mesta höfuðból Reykdælahrepps frá síðustu aldamótum, því á fyrstu árum aldarinnar var þar byggt langstærsta hús sem nokkru sinni hafði verið reist á þessum slóðum, þar til Laugaskóli reis 1924-5. Þetta hús sem og fyrr getur var kallað Þinghús. í húsi þessu var Landsíminn til húsa og bókasafn sveitarinnar m.a. Einnig var unglinga- skóli þar nokkra vetur. Héraðssamkomur fóru þarna fram á sléttri grund við veginn. Ungmenna- félag sveitarinnar, hélt líka þarna alla sína fundi og samkomur. Svo á þessu má sjá að þarna lágu ýmsir menningarstraumar sem ungur drengur gat fært sér í nyt, sem og ég efast ekki um, að Hrólfur hefur gert í þau 18 ár, sem hann átti heima á Breiðumýri. Og vitanlega lágu leiðir okkar Hrólfs saman, þó yngri væri hann en undirritaður, sem þekkti foreldra hans vel. Ég mun líka lengi minnast þess, er ég kom á skemmtisamkomu ungmennafélagsins aðeins ell- efu ára gamall, að það voru fjórir menn sem vöktu eftirtekt mína, enda þótt ég hefði séð þá áður. Það voru þeir Vagn Sigtryggsson á Hallbjarnar- stöðum, Dagur Sigurjónsson áLitlu-Laugum, Jón Stefánsson á Öndólfsstöðum og Ásvaldur Þor-‘ bergsson. En líklega hafa þessir fjórir átt að sjá um þessa skemmtun og líklega hefur Vagn verið formaður ungmennafélagsins það árið. Það var ákaflega bjart yfir öllum þetta kvöld. Jón hjálpaði leikurum að laga til Ieikpallinn, því þarna fór fram samtalsþáttur. Dagur sem var kennari í dalnum steig í ræðustólinn og valdi sér sögulegt efni. Ásvaidur sýndi glímu, ásamt nokkrum öðrum úr dalnum. Og ég man það alltaf síðan hvað ég varð hrifinn af glímu þessa fjaðurmagnaða lipra manns. Og ellefu árum síðar, þegar undirritaður var á leikæfingu með nokkrum ungmennafélögum öðrum í samkomusalnum, hefur einn orð á því við Ásvald, að trúlega væri hann búinn að kenna þeim Hrólfi og Jörgeni glímutökin. En einmitt þessir tveir elstu synir hans voru staddir þarna hjá okkur í salnum, eins og ætíð, því vitanlega höfðu strákarnir gaman af því, sem nú voru á tíu og tólf ára aldrinum, að fylgjast með okkur eldra fólkinu. En það stóð ekki á strákunum. Enda höfðu þeir áhorfendur svo auðséð var að nú var glímt í fullri alvöru. Hrólfur var öllu hærri vexti og þó að Jörgen notaði lág brögð á stóra bróður, stóðst hann vart hið háa klofbragð Hrólfs. Og mér var raunar hugsað fyrir félagsins hönd, að þarna væru upprennandi íþróttamenn fyrir sveit og félag og ekkert efamál væri það, að þeim yrði rétt örvandi hönd. En stundum blása vindar til allra átta í heimi hér. Og margt fer öðru vísi en ætlað er. Það er þessi' hulda hönd - hönd örlaganna sem sífellt getur öllu breitt. Og tveimur árum eftir að ég horfði á þessa ungu glímukappa fór ég alfarið úr sveitinni svo ég fékk ekki að sjá framför þeirra. En þrátt fyrir það er þetta eina kvöld sem ég sá þá glíma, verður mér alltaf dýrmæt minning. Árið 1944 fluttu Ásvaldur og Sigríður frá Breiðumýri að Ökrum í sömu sveit. En nú áttu þau jörðina undir fótum sér, húsið og allt saman og framtíðin virtist blasa við á annan veg en fyrr. En ári síðar, haustið 1945 veikjast þeir hastarlega af lömunarveiki Hrólfur og Jörgen. - Jörgen lést eftir örfárra daga legu, en Hrólfur lamast á báðum fótum. Og þetta sama haust kemur Hrólfur hingað til Reykjavíkur sér til lækninga ef ske mætti að hann fengi aukinn styrk með tilheyrandi þjálfun. Ég heimsótti hann nokkrum sinnum á sjúkrahúsið og yfir honum var fullkomin ró, eins og hann væri búinn að sætta sig við orðinn hlut. En ekki var hann lengi hér í það sinn, því hann var búinn að sækja um Menntaskólann á Akureyri og var hann fyrir norðan að mestu í fjögur til fimm ár, en er hann kom að norðan gerðist hann þingskrifari og fór í viðskiptafræði í Háskólann og lauk þeirri menntagrein með góðum vitnis- Framhald á næstu síðu 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.