Íslendingaþættir Tímans - 02.03.1983, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 02.03.1983, Blaðsíða 2
Valtýr Sigurðsson, Geirmundarstöðum Fæddur 16. febrúar 1902 Dáinn 29. desember 1982 Nokkur kveðjuorð til vinar míns. Valtýs Sig- urðssonar, bónda, Geirmundarstöðum, Sæmund- arhlíð, Skagafirði, er andaðist í Sjúkrahúsi Skag- firðinga 29. desember s.l. Valtýr Sigurðsson er fæddur að Litlu-Gröf á Langholti 16. dag febrúarmánaðar árið 1902. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson, bóndi þar, og kona hans. Guðlaug Eiríksdóttir. Að Litlu-Gröf elst Valtýr upp, yngstur fjögurra systkina. Nítján ára gamall flyst hann að Gcir- mundarstöðum með foreldrum sínum. Þar bjó þá Guðlaug systir hans og maður hennar, Sigurður Sigurðsson. Viðbúi að Litlu-Gröf tekur Arngrím- ur, bróðir Valtýs, og kona Arngríms, Sigríður Benediktsdóttir. Eldri systirin. Jórunn, var þá farin að búa með manni sínum. Snorra Stefáns- syni, bónda, Stóru-Gröf. Nokkrum árum eftir að Valtýr flyst að Geir- mundarstöðum andast mágur hans, Sigurður. Varð þá Valtýr systur sinni innan handar með búskapinn, þar til hún bregður búi. Skagfirðingar hafa löngum verið nokkrir frjáls- hyggjumenn. Þeir taka gjarnan þátt í málþingum og ræöa framfaramálin oft af lífi ogsál. Flestir eru þeir góðir hestamcnn og góðar söngraddir hafa löngum verið skagfirsk einkenni. Allt þetta hafði Valtýr til brunns að bera í ríkum mæli. Hanri hafði yndi af að vera á mannfundum þar sem framfara- málin voru á dagskrá. Hann var félagsmaður góður og yildi í hvívetna virða rétt þess, sem til hlutarins hafði unnið og eigi ganga á rétt annarra. Hann átti sæti í stjórn Ungmennafélagsins Æskan í Staðarhreppi í mörg ár og var formaður þess um skeið og var heiðursfélagi þess seinni árin. Valtýr var mikill framsóknarmaður og hvatti samherja sína oft óspart til sóknar á sviði þjóðmálanna. Valtýr hafði gott auga fyrir hestum, enda hestamaður góður. Eitthvað mun hann hafa fengist við að þjálfa hesta fyrir aðra og mun hann hafa skilað því vel úr hendi. En þekktastur er Valtýr í sambandi við hestamennsku fyrir þátttöku sína í kappreiöum. Menn sem voru með kappreiðahesta, sóttust eftir að fá hann sem knapa á hesta sína. Og víst er um það. að það var oftar en hitt, að knapi færði eiganda hestsins 1. verðlaun að hlaupi loknu. Valtýr hafði góða söngrödd og tók virkan þátt í sönglífi Skagfirðinga. Hann söng um árabil með Karlakórnum Heimi og í Kirkjukór Glaumbæjar- og Staðarsóknar. Var og formaður sóknarnefndar Staðarkirkju um skeið. Valtýr hóf sjálfstæðan búrekstur á Geirmundar- stöðum árið 1931 og kvæntist þá eftirlifandi konu sinni Önnu Hjartardóttur frá Hofsósi. Árið 1949 kaupir Valtýr Geirmundarstaði og ræðst jafnframt í að byggja upp á jörðinni. Hann reisti myndarlegt íbúðarhús og gripahús. ásamt hlöðum, allt úr steinsteypu. Um þetta leyti ryðja sér til rúms stórvirk jarðvinnslutæki. sem Valtýr fær til að slétta og stækka ræktarlandið. Þannig varð kostajörðin Geirmundarstaðir. enn betri í höndum bóndans. Valtýr var mikið snyrtimenni í búskapsínum. eins og í annarri framgöngu. Hann naut þess cinnig að hafa eignast mikilhæfa dugnaðarkonu. þar sem Anna Hjartardóttir er. sem stóð viö hlið hans í blíðu og stríðu. Eins og að líkum lætur. gengur búskapur hjá einyrkjabónda ekki alltaf eins og best verður á kosið. í þeim efnum skiptast á skin og skúrir. En cf hcilsán cr góð og mikill vilji cr fyrir hendi. má yfirstíga tlest. Valtýr sagði niér. að erfiðasta tímabil í sínum búskap hefði veriö. þegar Anna kona hans þurfti að fara á spítala og dvelja þar svo mánuðum skipti. Valtýr var ávallt vel kynntur og átti góða vini, sem réttu honum hjálparhönd á erfiðum tíma. Það er alltaf gott að geta hitt sjálfan sig fyrir. Vissulega voru Anna og Valtýr vinir vina sinna. Ég minnist þess, að þegar börnin okkar Ásu voru að vaxa upp í heimahúsum, áttum við oft ánægjulegar heimsóknir að Geirmundarstöðum og árviss voru jólaboðin, sem við fórum í þangað. Um þessi samskipti eiga börnin og við öll Ijúfar minningar. Valtýr og Anna búa á Geirmundarstöðum til ársins 1977, þó seinni árin í félagi við Geirmund. son þeirra, en þá flytja þau til Sauðárkróks. Kaupa þar íbúð og áttu þar þægilega daga á meðan heilsan entist. Valtýr og Anna eignuðust tvo syni. Eru þeir: Gunnlaugur Sigurður f. 5. september 1934. sjálfs- eignar-bifreiðarstjóri. Fögrubrekku 23, Kópa- vogi. Kvæntur Jóhönnu Haraldsdóttur og eiga þau þrjá syni og Hjörtur Geirmundur f. 13. apríl 1944, skrifstofumaður, Raftahlíð 10. Sauðár- króki. Kvæntur Mínervu Björnsdóttur. og eiga þautvosyni. Valtýr var yfirleitt heilsugóður um dagana. Fyrir um það bil ári síðan kenndi hann sjúkdóms, er ágerðist. Hann var lengst af heima í skjóli konu sinnar. en síðustu dagana lá hann í Sjúkrahúsi Skagfirðinga. Hann andaöist þar þann 29. des- ember s.l. Hann var jarðsunginn frá Sauðárkróks- kirkju 8. janúar s.l. að viðstöddu miklu fjölmenni. Að lokum kveð ég og fjölskylda mín öll Valtý Sigurðsson hinStu kveðju. Með honum er góður og réttsýnn maður genginn. Ég færi Önnu, frænku minni. sonum hennar og fjölskvldum þeirra innilegustu samúðarkveðjur frá okkur Ásu. börnum okkar og þeirra fjöl- skyldum. Sauðárkróki 15. febrúar 1983. Sæntundur Á. Hermannsson. t»eir sem að skrif a minnino’ar- eða afmælis- greinar í íslendingaþæ tti, eru vinsamlegast beðnir um að skila vélrituðum handritum 2 íslendingaþaettii

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.