Íslendingaþættir Tímans - 02.03.1983, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 02.03.1983, Blaðsíða 5
 Einar Kristleifsson bóndi, Kunnum Þegar veröldin, vitandi eða óafvitandi, er aö villa og véla alla til vígbúnaðar, þegar engum cr lengur vært að eyða tíma sínum í að njóta lífsins, einsamall eða mcð öðrum, þá er sá maður lánsamur cr finnur hús friðar, hús fagnaðar og virðingar fyrir sínu hlutskipti í sköpunarvcrkinu öllu. í húsi föður míns. eru margar vistarverur, segir í bók bókanna og víst er um það að í dag hefur margur týnt eða falið lyklana að þeim vistarvcrum hjartans er geyma hlýju, vinsemd eða lotningu fyrir öðru cn því, er heimur harðra viðskipta þrífst á. Fyrir áratug fann ég hús eitt. Það var ungur drcngur sem vísaði mér á þctta hús. Húsið var ekki stórt, eiginlega var þetta lítið hús á mælistiku veraldlegs mctings. Lítið hús húðað skeljasandi. En í þessu húsi afa og ömmu drengsins, voru margar vistarverur og cins var í þeirra innra húsi, hjartanu. Þaðan hafði lyklum ekki verið týnt. Þar stóðu opnar dyr hlýrrar vináttu og trausts. Mér lærðist fljótt að sækja þangað þann frið. sem er öllum nauðsynlegur í amstri dagsins, og þann fögnuð scm fyllir vitund þcss. cr bcr lotningu fyrir lífinu og nýtur til fullnustu að hcyra náttúrunni til. Oft sat ég um mjaltir á lágu skammeli, eða bar það við að tutla eða skafa flór, nú cða sópa tuggu að grön og var þó lang oftast aðeins til þess að njóta samverunnar við þau Svcinbjörgu og Einar í Runnum. Um vorið skildi leiðir um sinn er ég fluttist suður. En aftur lá leið mín, og þá minna, í Borgarfjörð og aftur lcitaði ég að Runnum. Þar hafði cnginn lykill glatast. heldur mætti komumanni sama vináttan og áður, sama gleði og góðvild í garð samferða- manna. Sú hefur og orðið reynsla minna af kynnum þcirra við Sveinbjörgu og Einar í Runnum. Nú. er ég sit við skímu nær veturnóttum og minnist Ijósbrota frá samfylgd okkar og Runna- hjóna, er Einar Kristleifsson látinn. Hann lést er vika var til vetrar og hafði þá lifað hér sumurin áttatíu og tvö af þcssari öld og fjögur af hinni fyrri. Hann var fæddur að Uppsölum í Hálsasveit og var í föðurhúsum, lcngst af á Stóra-Kroppi, fram yfir þrítugt að hann kvæntist Sveinbjörgu Brandsdótt- ur frá Fróðastöðum í Hvítársíðu. Þau bjuggu fyrst á Signýjarstööum, þá á Fróðastöðum til ársins 1943 að þau reistu nýbýli í Iandi Stóra-Kropps og ncfndu Runna. Þar hafa þau sföan starfað og alltaf saman og samhcnt. Börnum sínum voru þau góðir foreldrar. Landinu lutu þau, brutu og bættu og garðinn gerðu þau af einum hug og cinni hendi. Þar var hlúð að öllum jurtum cftir bestu getu og þau cru ckki mörg haustin síðan ég sá Einar koma léttstígan ofan bakka með poka á baki að bera viðkvæmum garðblómum skjól fyrir vctrar- hörkum. Einar var maður karlmcnnsku að ytra atgervi öllu. með sterkari mönnum, cn fimur og glíminn áður fyrr. Samt var gæska hans og mildi með þeim Dóttirin Unnur er gift enskum manni. Þau cru húsett í Ameríku og líður vel. Unnur hélt órofa Ryggö við foreldra sína og vitjaði þeirra oft cftir ®ð hún settist að vestra, einkum eftir að faðir hcnnar gerðist svo lasburða að hann varð að hætta nllri vinnu. í einni slíkri ferð vildi Unnur taka foreldra sína mcð sér vestur. þeim til hvíldar og hressingar. Móðir hennar þáði boðið og dvaldi 'c'stra nokkra mánuði. en gamli maðurinn þóttist þá of gamall til slíkrar reisu og fór hvcrgi. fæddur i ■ júlí 1894. En langir munu honum hafa þótt þcir mánuðir er Guðrún dvaldi crlendis. þótt lítið léti hann á því bera. enda vissan um endurkomu honunnar örugg. - Guðrúnu leist bærilega á sig har vestra og leið vcl hjá dóttur sinni.cn ekki vildi hún eyða síðustu ellidögunum þar j landi. enda atn hún lágu lciðin failegu drengjanna sinna hér hcima sem hún unni svo mjög. Og nú leið óðum á ævidaginn. Gömlu hjónin ‘álendingaþættir voru bæði komin langt yfir áttrætt. Kristján dó 17. janúar s.l. Unnur kom þá hcim til að aöstoða móður sína. en svo var stutt milli brottfarar foreldra hennar af þcssum heimi. að hún var ckki farin til síns heima þegar lát móður hennar bar að höndum. 2. febrúar s.l. og bíður hún þcss nú að ganga frá lciðum foreldra sinna og bræðra í íslcnskri mold og sennilega að kveðja gamla ísland í síðasta sinn. Eftir rúmlega 60 ára farsæla sambúð ber að fagna því hvc skammt var á milli dauða þessara mætu hjóna. Einskis mundu þau frekar hafa kosið. Vinirnir mörgu og frændfólkið blcssar samvcrustundirnar scm það átti meö þeim og þakkar fölskvalausa tryggð frá fyrstu kynnum. Blessuð veri minning þeirra. 8. febrúar 1983 Bcrgsveinn Skúlason. hætti að ekkcrt dýr vissi cg svo villt að Einar mcð hægð sinni og natni ynni ckki traust þess áður cn lyki. Ekki cr lengra cn tvö ár, að við vorum nokkur að rcmbast viö það fram á rauða nótt að koma hcyböggum undan rigningu í hlööu. Þctta v;ir í Runnum. Ókkur þóti að vonum heldur illt aö það spyrðist nú að Einar hcfði vcrið í hcyi alla nóttina, þá orðinn 84 ára. Þar scm viö þinguðum um þaö hvcrnig fá mætti Einar til að hvíla sig. ákvcður einn vaskur og vel gcröur vinur okkar að ganga fram og glíma við Einar um það hvort hann sé hvíldarþurfi. Varð það úr. Ekki höföu þcir stigiö lcngi er Einar felldi glímumanninn á háu og fallegu bragði og vann sér þannig rétt til að halda áfram að aka heim heyi. Aldursmunur glímu- manna var rúnt hálf öld. Mýmörg atvik koma fram í huga mér nú, atvik sem cru mér dýrmætari en flest það cr veröur kcypt í veröld kapphlaupsins. Atvik scm ég vona að verði mér Ijóslifandi cfcinhvern tíma gripi mig löngun til að glata þcim lyklum cr cg kynni cnn að varðveita. Þó eru tvö tilvik cr leita á hugann í lokin,cn Einar var mikill og hcill unnandi náttúrunnar, jafnt í hinu smæsta scm hinu stærsta. Hann naut þcirrar gáfu og gæfu aö gcta fyllt loftið söng og skorið í trc og stein gripi cr geyma óð til hljómkviðunnar miklu. Tvisvar sinnum í sumar sýndi náttúran. að hér var um gagnkvæma lotn- ingu að ræða. Náttúran unni honum einnig, og cf til vill ckki síöur, þó Einar væri fjarri því að vcra heill heilsu cr fram á sumar kom fór hann sína árvissu fcrð fram á Arnarvatnshciði. Þcgar hann kom þaðan hafði hann á oröi að aldrci hafi Heiðin sér virst fallegri. Hún haföi búið sig sínu fínasta skarti að kvcðja hinn aldna vin sinn. llitt hcfi ég íundiö er ég hcfi komið í Runna í haust. cn það . cr sú kyrrð, sú mildi haustsins scm helur ríkt í Runnum, líkt og náttúrunni fyndist til hlýða að votta honum virðingu sína og þökk. Eins og veröldinni í kvosinni fyndist bcst að blunda mcöan Einar barst úr þessu lífi til þess lífs cr lifir allt. 14. október gerði fyrstu köldu haustrigning- una á gluggann minn. Scinna þatin dag kvaddi Einar. Orð megna ckki að þakka samfylgdina, cn Einar var söngmaður og söng tíðuin einsöng mcð Bræörunum sem svo ncfndu sig. Um lcið og ég þakka Einari kynnin og bið Svcinbjörgu og afkomcndum þcirra blessunar Guðs læt ég fylgja hér Ijóðlínur er Einar söng á áruni áður þanríig: „Ljúfur ómur lofliö klýfur, lyflir sál nm himingeim. Pýit á vtengjum söngsins svífur sálin glöð ífriðarheim." Guð blcssi Einar. Guðlaugur Oskarsson, Klcppjárnsreykjum 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.