Íslendingaþættir Tímans - 02.03.1983, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 02.03.1983, Blaðsíða 7
Framhald af bls. 3 jafnan í góðu samstarfi við þá, scm þar áttu sæti með honum. í einkalífi sínu var Benedikt gæfuntaður. Árið 1928 kvæntist hann Fríðu Hallgrímsdóttur Aust- mann, frændkonu sinni, sem dáði hann og virti. Þau áttu vel saman og bjuggu sér vistlegt menning- arheimili, þar sem gott var að koma. Fríða lifir ntann sinn, en hefur að undanförnu orðið að dvelja í sjúkrahúsi vegna alvarlcgs sjúkdóms. Á heimilinu ólust upp sonur þeirra, Hreinn prófcssor, sem alltaf hefur átt heimili með foreldr- um sínum, og tvö fósturbörn, Sólmundur Sól- mundsson, sem þau tóku nýfæddan að föður hans látnum. Hann drukknaði ungur skömmu eftir að þau komu til Eskifjarðar. Var fráfall hans þeim þungt áfall. Hitt fósturbarnið er Guðlaug, scm kom til þeirra tveggja ára og var hjá þeim til fullorðins aldurs, hjúkrunarkona að mennt. nú búsett erlendis. Hefur þessi fjölskylda alla tíð sýnt aödáunarverða samheldni. Framhald af bls. 8 sama tíma, sem maður hennar fórst. - En þetta hefur mörg sjómannskonan mátt reyna. í kvæði Jóhannesar úr Kötlum, Stórviðri, eru þessi erindi: Konur við glugga eins og stytlur standa stara út í myrkrið lilusta á veðragný þegja og bíða þora varla að anda þegja og bíða - stara og hlusta á ný. Konur við glugga fórna Itljóðar höndum hjörtum þá stund í rauðu brimi slá undarleg teikn frá ókunnum ströndum eins og í draumi heyra þœr og sjá. En gleðistundirnar voru líka margar og stórar þegar ástvinurinn kom úr óveðrunum heill á húfi í höfn, og á ný gafst hvíld og hugarró. Það varð Kristbjörgu mikill styrkur í sorg og erfiðleikum, að móðir hennar og þrjú systkini bjuggu þá í Hrísey, og urðu henni til huggunar og hjálpar. Hún bjó í Hrísey til ársins 1955 en flutti þá til Akureyrar, og bjó þar síðan. Pangað var þá Steingrímur sonur hennar nýlega fluttur. Síðari árin bjó hún að verulegu leyti í skjóli Lúlleyjar Lúthersdóttur systurdóttur sinnar og manns hennar, Halls Jónassonar, og naut sérstakrar umhyggju þeirra til síðustu stundar. Kristbjörg var skaprík kona og hreinlynd. í öllum sínum störfum var hún mikilvirk og velvirk. Hún ólst upp við sveitastörf, en við sjávarsíðuna vann hún við fiskverkun, síldarsöltun, saumaskap, heimilishjálp o.fl., og allt var það henni til sóma sem hún vann og öðrum til góðs. Þroskahefta drenginn sinn, Þorvald, annaðist Kristbjörg uns hann var orðinn 38 ára að aldri, en Þá varð hún að fá samastað fyrir hann á vistheimili ~ fyrst í Skjaldarvík og síðan á Sólborgarheimilinu a Akureyri. Það er langur tími að annast sama harnið í 38 ár, og birtist þarna móðurástin og fórnfús umhyggja í fagurri mynd. Þau gátu rætt malin saman og það dró úr einmanakenndinni á meðan þau gátu verið samvistum, og hann var •slendingaþættir Þegar Benedikt og Fríða höfðu búið á Eskifirði í 18 ár og að því kom að Hreinn sonur þeirra lyki glæsilegu námf sínu crlcndis, ákváðu þau að flytjast til Reykjavíkur. Réðst Bcnedikt þá til starta í Búnaðarbankanum scm bankastjórnarfull- trúi. Því starfi gegndi hann þar til hann hafði náð aldursmörkum opinberra starfsmanna. Ég var starfsmaður í útibúinu á Eskifirði í mörg ár undir stjórr Benedikts og féll mjög vcl við hann sem húsbónda. Sama veit ég að gilti um samstarfs- menn mína þar. Og svo undarlegt sem það kann að virðast í dag, þegar þess cr gætt að útibúið þjónaði heilum landsfjórðungi, að þá urðu fast- ráðnir starfsmcnn útibúsins samtals ekki fleira en fimm, auk Benedikts, þessi 18 ár hans á Eskifirði. Af þeim lifir einn, auk rnín, Einar Kristjánsson á Eskifirði. Eftir að Benedikt flutti suður hitti cg hann sjaldan eins og verða vill, þegar fjarlægðir eru miklar og hver hefur nóg að gcra í sínu starfi. Samband okkar fór þó heldur vaxandi allra síðustu árin, bæði komu þau hjónin hingað til þrátt fyrir vanþroskann móður sinni mikils virði. Elskuleg móðir, amma, systir og frænka; með þakklæti og virðingu minnumst við þín. Steingrímur Hreinn Aðalsteinsson lést skyndi- lega að starfi sínu á Sauðárkróki, 55 ára að aldri. Hann fæddist á Akureyri en ólst upp í Hrísey. Sjómennskan var aðal lífsstarf hans, sem hann stundaði frá Hrísey, Akureyri og Sauðárkróki. Hann tók próf frá Stýrimannaskólanum í Reykja- vík og varð stýrimaður og skipstjóri á togurum. Steingrímur flutti frá Hrísey til Akureyrar árið 1951 og giftist þar konu sinni Ramborgu Wæhle. Þau bjuggu á Akureyri í 23 ár og á Sauðárkróki í 7 ár. Sex síðustu æviárin var Steingrímur hafnar- stjóri og hafnsögumaður á Sauðárkróki. Þau hjónin eignuðust þrjú börn: Aðalheiði, sem býr á Akureyri, gift Þresti Ásmundssyni. Kristbjörgu, sem býr í Reykjavík, gift Sigurbirni Finni Gunnarssyni, og Jóhannes, sem býr á Akureyri, giftur Elínrósu Helgu Harðardóttur. Steingrímur var hæglátur í fasi, fremur alvöru- gefinn og skapfastur með alúðlegt og hlýtt viðmót. Séra Hjálmar Jónsson sagði í útfararræðu sinni um hann: „Það fundu Sauðkrækingar þegar hann kom þangað og tók við hafnarvörslu, að hann vildi hafa þar röð og reglu í öllum greinum og gekk eftirþví aðsvoværi. Þaðvarlíkastrax auðfundið, að þar var maður, sem stóð við orð sín og vænti þess af öðrum að þeir gerðu það einnig. Hann var góður stjórnandi, ákveðinn, og það fundu allir að hann bar mikla persónu. Alltaf lét hann menn njóta sannmælis og hallaði ekki á neinn, heldur fann það góða í hverjum manni og hverju máli. Þeir eru margir, sem komið hafa til mín undan- farna daga til þess að segja mér frá viðskiptum sínum og kynnum af Steingrími. Allur er sá vitnisburður góður og má af honum merkja, hvers virði hann var samstarfsmönnum og félögum. - Hann var með þeim fyrstu, sem ég kynntist á Sauðárkróki, þegar ég flutti þangað. Handtak okkar og eins kom fyrir að við ræddum við hann í síma og ailtaf var ánægjulcgt að ræða við hann. Síðast talaði ég við hann í dcscmbcr og aftur um miðjan janúar s.l. Hann hefði alltaf mátt teljast hcilsuhraustur.cn nú kvartaði hann undan hjartasjúkdómi, sem hann gekk með. Má vcra að jafnframt hafi myrkrið og ófærðin orkað nokkuð á líðan hans. Hann var fullkomlcga ern andlega og fannst mér cins og lionum létti cftir því, sem á samtal okkar leið. Ég er forsjóninni þakklátur fyrir að hafa getað cndurnýjað samband mitt við þennan gamla og góða vin áður cn það var orðið um seinan og ég fann glöggt að niilli okkar var allt óbrcytt f rá því, scm áður var. Benedikt var glæsimcnni að vallarsýn, hár vexti og bjartur yfirlitum, en það scnt þó skipti cnn mcira máli var það að hann var góður maður. Hann cr kært kvaddur af mér og mínum og innilegar samúðarkveöjur flytjum við eftirlifandi ástvinum hans. Kristinn Júlíusson hans var þétt og ákveðið. Að drengskap reyndi ég hann og engu öðru.“ Þessi ummæli, og svo margar þakkarkveðjur frá einstaklingum og starfsmannafélögum sem Steingrími bárust við útför hans, er glöggur vitnisburður um góðan dreng. Hann var kallaður án fyrirvara í siglinguna miklu, en var þó ekkert að vanbúnaði. Missir okkar er mikill og sár, en bjart um minningarnar. Oft kom Steingrímur af hafi um dimma nótt. Þá tóku vitar að blika um annes og eyjar og vísuðu leiðina heim. Nú hefur hann að Drottins boði siglt um haf, þangað sem vitar blika á ókunnri strönd. Með þakklæti og virðingu geymum við minn- ingu. Ástvinir og ættingjar. KVEÐJA við útför Steingríms Aðalsteinssonar frá Akureyr- arkirkju 3. desember 1982. Ferð á milli hafna um síkvikulan sæ, t sólarglóð og vetrarhörkubyl, er sigling okkar vinur, uns loks ég landi næ; leita síðast friðarhafnar til. Um veður, tíma, veiði, almættið veit eitt, ekki þekki ég hin leyndu svör. Engin mannleg viska þeim boðum getur breytt, þá bátur vor er kallaður úr för. Þaðbrælirogþað birtir, það verðurskin ogskúr, skyldur lífsins gefa ei hlé né bil. En þú sem aldrei hvikaðir köllun þinni trúr, kemur hiklaus lokauppgjörs til. Leiðir hafa skilið - ég sigli enn um sinn, seinna mun ég kallaður úrför. Þá vona ég þú komir um borð i bátinn minn og beinir honum rétt i lokavör. Hilmir Jóhanncsson Sauðárkróki. 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.