Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1983, Blaðsíða 2
að hér í Bæ, enda varð það mér til góðs á allan
hátt.
Þar í átti Þorsteinn sin stóra þátt þegar fram
liðu stundir. Við áttum oft störf saman hver á
annars heimili. Áður en vélaöld hófst sáruðum við
saman hestaeign okkar og unnum að plægingum
hver hjá öðrum og annarri jarðvinnslu. Einnig
eignuðumst við hestasláttuvél saman og höfðum
sama hátt á. Þorsteinn var sérlega laginn að fara
með hesta, jafnt til dráttar sem reiðar og naut
ánægju í samstarfi við þá. Hann átti jafnan góða
hesta. Kom honum það vel því hann vildi ekki
vera síðastur í samreið og var það ekki. Skiluðu
hestar hans honum greiðlega milli bæja og lengri
áfanga. - Hann var líka löngum fylgdarmaður
Jensínu, konu minnar, þegar hún var kölluð til
ljósmóðurstarfa. Voru þau bæði fljót að tygja sig
til farar. Hafði Þorsteinn jafnan hesta sína
viðbúna til ferðar þegar kallið kom. Voru þau þá
oft ótrúlega fljót í ferðum og latti hvorugt annað,
enda kaus Jensína sér ekki annan fylgdarmann, ef
hans var kostur. Vissi sem var, Þorstein með
hikleysi sínu og röskleika líklegastan til að ryðja
hindrunum úr vegi, ef fyrir yrðu. Varð með þeim
vinátta, sem aldrei bar skugga á. - Það var
óviðjafnanlega gott að leita til Þorsteins og hans
heimilis þegar eitthvað stóð til eða vanda bar að
höndum. Fyrirgreiðsla og hjálp brást þar aldrei
þegar eftir var leitað og oft boðin fram áður en
eftir væri leitað, þess nutum í ríkum mæli.
Ég hefi nú með nokkrum orðum lýst samstarfi
okkar Þorsteins og hve gott var að vera í nábýli
við hann. En ég og mitt heimili var ekki eitt um
þetta. Það sama gilti um aðra nær og fjær. Fyrir
það eiga margir honum stóra þökk að gjalda. En
þar skilur þó stórt í milli. Samskipti okkar heimila
innsigluðust í framtíð með hjúskap Guðbjargar
dóttur hans og Hjalta sonar okkar Bæjarhjóna.
Ávaxta þess ráðahags njótum við, gömlu hjónin,
í umhyggju þeirra og ástúð barnabarna okkar. -
Þar er enn ein stóra þakkarskuld okkar, sem
tengist Finnbogastöðum og fólkinu þar. - Það var
raun í veikindum Þorsteins, að honum skyldi ekki
auðnast að njóta þess unaðar, sem návist við
barnabörn hans hefðu getað veitt honum. Þar
varð hlutskipti okkar jafnaldranna ójafnt. Oft
veldur það mér gleðibrosi þegar ég horfi á eftir
yngstu dótturdótturinni taka sprettinn, hvað hún
þá minnir á Þorstein afa sinn. Gott er til þess að
hugsa, að allar bera þær í eðli sínu góðar eigindir
sinna móðurforeldra, sem munu skila sér í framtíð
þeirra.
Það var jafnan létt yfir Þorsteini og honum
fylgdi hressandi blær hvar sem hann kom og fór.
Frásagnargleði var honum í blóð borin og mörgum
skemmti hann með frásögn sinni. í mannfagnaði
sómdi hann sér vel, var hrókur alls fagnaðar og
gætti vel hófs á gleðimótum. Þrátt fyrir létt geð
var hann skapmaður og hélt hlut sínum í
orðræðum, þegar svo bar undir, og í starfi var
hann k.appsmaður.
Þorsteinn var af góðu bergi brotinn. Foreldrar
hans voru hjónin, Guðmundur Guðmundsson á
Finnbogastöðum og Þuríður Eiríksdóttir. Föður-
ætt Þorsteins hefur búið á Finnbogastöðum frá
árinu 1797. Þó Finnbogastaðir séu ekki stór jörð
hefur hún verið ein af höfuðbólum sveitarinnar.
Þaðan var hákarlaútræði og forfeðu'r Þorsteins
happasælir formenn og sjósóknarar. Guðmundur
faðir Þorsteins var greindur og gætinn maður sem
2
ekki rasaði um ráð fram. Hann var happa-
sæí formaður á hákarlaskipi þeirra Finn-
bogastaðamanna og skeikaði aldrei með rétta
landtöku þó siglt væri upp í náttmyrkri og byl.
Hann var fyrsti deildarstjóri Árneshrepps í
pöntunardeild verslunarsamtaka Dala-ogStranda
manna og oddviti Árnesshrepps um 20 ára skeið
og á fleiri sviðum gegndi hann trúnaðarstörfum
fyrir sína sveitunga. Öll störf hans einkenndust af
ráðdeild og traustri forsjá.
Fátækramál voru þá örðugt viðfangsefni. í þeim
efnum sýndi Guðmundur mannlund mörgum
öðrum fremur. Þurfamannabörn voru oft um
lengri eða skemmri tíma á heimili hans án
meðgjafar. - Þuríður móðir Þorsteins var sóma-
kona, hjartahlý og dugnaðarforkur. Þau hjón
voru ólík um margt, en sambúð þeirra og
hjónaband var mjög farsælt og til fyrirmyndar.
Hún var ættuð úr Húnaþingi og Borgarfirði. Hygg
ég að þeir bræður, Jónas skólastjóri í Ólafsvík og
Friðrik Þorvaldsson, sem nú er nýlátinn, hefðu
; ekki átt langt að rekja ætt sína til hennar. Hún var
einlæg og sönn trúkona, þó hún flíkaði því ekki
að jafnaði. Hún trúði á óskeikula vernd og
föðurhönd Guðs yfir börnum sínum og fann sig
. hafa þreifað á því með fullri vissu. Hún bjó yfir
dularhæfileikum, sem hún hélt þó lítt á lofti. Ég
minnist ekki að hafa séð slíka birtu yfir gamal-
' mennis andliti og hennar, er hún brá vana sínum
og sagði gestum í áttræðisafmæli hennar, frá þeirri
.reynslu sinni og sýnum. Áratugum áður en
Guðmundur sonur hennar byggði barnaskóla
sinn, sá hún í sýn veglegt hús risið þar sem engum
hafði dottið í hug að byggja kofa, hvað þá annað.
Af þeirri byggingu stafaði þeim ljóma, að henni
fannst hún fá ofbirtu í augun. Sú stofnun reis af
hugsjón en ekki aurahyggju. - Á þeim stað byggði
Guðmundur Þ. sonur hennar Skóla okkar, sem
enn stendur. - Þuríður sýndi mér ávallt mikla
vináttu og móðurlega hlýju. Stundum lagði hún
blessandi hendur yfir mig, og mér hefur jafnan
fundist sem ég væri með vissum hætti undir
vemdarhendi hennar.
Árið 1941 kvæntist Þorsteinn Pálínu Þórólfs-
dóttur frá Litlu-Ávík. Hún kom að Finnboga-
stöðum 7 ára gömul. Var þá tekin í fóstur af þeim
hjónum, Guðmundi og Þuríði, er móðir hennar
lést frá mörgum ungum börnum. Það var gæfa
Þorsteins og Finnbogastaðaheimilisins. Þau eign-
uðust tvö börn, Guðmund, sem nú er tekinn við
búi á Finnbogastöðum, og Guðbiörgu, nú hús-
móður í Bæ eins og áður segir. Pálína er mikil
mannkostakona og húsmóðir. Hún hefur staðið
fyrir stóru heimili ásamt bónda sínum og borið
hag þess og hróður fyrir brjósti. Finnbogastaðir
-eru í miðri sveit og í þjóðbraut, þar hefur ávallt
verið gestkvæmt og oft yfirfullt af gestum nætur
og daga, á sumrum. Þar hefur verið símstöð og
bréfhirðing á 5. áratug. Hún hefur því jafnan haft
nóg verk að vinna.
Það er nokkur vandi að taka við heimili og
búskap þar sem áður hefur verið í forustusveit svo
það haldi hlut sínum. Þeim Þorsteini og Pálínu
tókst það með ágætum svo vegur heimilisins hélt
sinni fornu reisn með sóma.
Þegar ég nú kveð Þorstein að leiðarlokum
verður mér þakklætið til hans efst í huga, svo veit
ég að er einnig um sveitunga hans og vini, nær og
fjær, fyrir öll samskipti við hann. Minningarnar
frá mörgum gleðistundum og samfundum heima
hjá honum og heiman í hversdagsönn og á hátíða-
og tyllidögum er við sátum í fögnuði við veislukost
á heimili hans, oft og mörgum sinnum, yljar
hugann. Þess var gott að njóta og gott að minnast.
í því öllu fólgst lífsfylling og gerði lífið gott og
eftirsóknarvert, hratt á burt tómleika og ein-
angrunarkennd afskekktrar byggðar.
Sú lausn, sem hann hefur nú hlotið, var honum
kærkomin, eins og komið var. Síðastur minna
jafnaldra, í þessari sveit, hvarf hann af sjónarsvið-
inu. Þegar ég horfi yfir farinn veg er margs að
minnast. Á langri ævi hefi ég margs góðs notið af
samferðamönnum mínum og á mörgum þakkar-
skuld að gjalda. En þegar allt kemur til alls, finnst
mér hlutur Þorsteins og hans heimilis vera þar
einna stærstur. Ber þar margt til, sem ég hefi hér
drepið á. Að Ieiðarlokum færi ég honum hjartans
þakkir mínar, konu rninnar og barna okkar, fyrir
öll samskiptin á lífsleið okkar og bið algóðan
Guð launa honum það.
Þorsteinn, góði vinur og jafnaldri. Þú ert
horfinn sjónum okkar. Enn ertu feti á undan mér.
Farnist þér vel á guðsríkis braut. - Enginn veit
sína ævina fyrr en öll er. - „Ég kem eftir kannski
í kvöld“. - Það má að líkum ráða. „En neitt skal
ei kvíða því." Eigi ég þá jafn góðum grönnum að
mæta og hér í þessu lífi get ég horft glaður til
þeirra umskipta.
Konu þinni, börnum, barnabörnum og öld-
ruðum systkinum bið ég blessunar Guðs.
Guðmundur P. Valgeirsson
Þá hefur hann fengið hvíldina, hinn rómantíski
hjarðsveinn, og draumur hans rætst við kæra
endurfundi við sína heittelskuðu sem farin var á
undan honum Þannig kynntist ég þessum síunga
manni, sem aðeins vantaði 5 ár upp á öldina. Já
það er ómetanlegt fyrir ungt fólk á allsnægtatím-
um að kynnast þessari kynslóð, sem óðum hverfur
með alla þá reynslu sem þvt fylgir að lifa
breytingar frá landnámstíð að tækni 20 aldar.
Líklega á engin kynslóð eftir að lifa annað eins.
Framhald á bls. 7
Helgi Gunnlaugs
frá Hafursstöðum
Islendingaþættir