Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1983, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1983, Blaðsíða 4
Elvar Gísli Sigurösson Fæddur 30. desember 1977 Dáinn 26. febrúar 1983 „Dularlög semur stjarnastjórinn með stranga dóma í eigin sök. Skammvinna æfi, þú verst í vök, þitt verðmœti gegnum lífið erfórnin. En til þess veit eilífðin alein rök. “ (E.Ben.) Koma barns í þennan heim er mikill viðburður. Grein hefur bæst á ættarmeiðinn. Þannig verða ailir ríkari en áður, meðvitað eða ómeðvitað. Ófætt tendrar barnið hið óráðna ljós. Fætt gefur það svör og fegurstu vonir foreldra ganga undir þann dóm sem svörin veita hverju sinni. Elvar Gísli fæddist með skerta möguleika til eðlilegra líkamlegra framfara. Þrotlaus og kær- leiksrík barátta foreldra, lækna og náinna ættingja virtist skila árangri sem framar stóð jafnvel því mögulega. Vonir og gleði við framför og aukinn þrótt hans blunduðu í hjörtum þeirra sem elskuðu hann. Utanaðkomandi sjúkdómur lagði hart að þessari annars veiku von um unninn sigur og lífi hans var lokið. Elvar Gísli var fyrsta barn foreldra sinna, þeirra Guðrúnar Gísladóttur frá Neðra Hálsi í Kjós og Sigurðar Runólfssonar frá Olafsvík. Á síðastliðnu sumri var þrennt af ættmennum Guðrúnar brið til grafar og um áramótin síðustu andaðist einnig móðir Sigurðar. Tvö systkini Guðrúnar hafa einnig misst sín fyrstu börn. Það hefur greinilega komið í ljós á öllum þessum raunastundum að af sterkum stofni hafa þessar greinar fallið. Við „eilífðar rökin“ stendur glíma þeirra sem eftir lifa, sem ganga þeir til næsta dags, svipmót hinna látnu fylgir reisn þeirra og þannig verður það eign okkar allra þó svona sé nú komið. Framvinda lífsins hefur margar rúnir rist, þessu fólki hefur verið dæmdur þungur gönguvegur nú um hríð. Elskulegum foreldrum þessa litla drengs, sem nú er kvaddur, sendi ég og fjölskylda mín hjartans samúðarkveðj- ur, svo og öllum þeim er einnig eiga um sárt að binda. Sú auðlegð sem andinn eignast verður aldrei frá okkur tekin. Það er huggun harmi gegn. Nína. t „Þeir sem guðirnir elska deyja ungir“ segir máltækið og því verður maður að trúa þegar horft er á eftir barni til annars lífs. Með örfáum orðum langar okkur að kveðja ungan vin og nágranna. Við kynntumst Elvari og fjölskyldu hans fyrir ári er við fluttum í íbúðina á móti. Það leið ekki á löngu áður en góður og náinn vinskapur tókst með Elvari og dótturinni Hildi, og eyddu þau mörgum stundum saman við leiki. Það er erfitt 4 fyrir hana að sjá á eftir sínum besta vini, sem alítaf myndi að að sjá björtu hliðarnar á öllu, erfitt að sætta sig ævið að dyrnar eigi ekki framar eftir að opnast inn komi lítill ljóshærður snáði sem kallar: „Hildur, ég erkominn." En enginnveit sínaævina fyrr en öllu er, og skyndilega dregur ský fyrir sólu. Við kveðjum Elvar að sinni með von um að nú séu allar þrautir á enda og þökkum honum fyrir þessar yndislegu stundir sem við áttum saman á liðnu ári. Stebbi, Tóta, Hildur t Kveðja frá starfsfólki og börnum á Hvolpadeild, Múlaborg Elvar Gfsli Sigurðsson kom á sérdeildina á Múlaborg, Hvolpadeildina, þ. 8. 12. 1981 og hafði því verið rúmlega eitt ar njá okkur þegar hann lést. Á þessum tíma tók Elvar miklum og gleðilegum framförum þó að ekki tækist að sigrast á þeim sjúkdómi sem hann var haldinn af. Við minnumst þess þegar hann fór að ganga einn og óstuddur sl. haust og varð skrafhreyfnari og öruggari með sig og kátari og hressari þrátt fyrir að líkamleg líðan væri oft ekki sem best. Elvar var byrjaður að fara í langar heimsóknir inn á aðrar deildir á Múlaborg, þar sem var tekið vel á móti honum og hann undi sér vel. Þriðjudaginn 22. febrúar sáum við Elvar Gísla •síðast á Hvolpadeildinni og laugardagsmorguninn ■ 26. febrúar var hann látinn. Eftir eru margar góðar og skemmtilegar minningar um fimm ára hrokkinhærðan glókoll. Foreldrum hans, Guð- rúnu Gísladóttur hjúkrunarfræðingi og Sigurði Runólfssyni, litlu systurinni Lilju og öðrum að- standendum, sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. „Égfel íforsjá þína Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um Ijósið lát mig dreyma og Ijúfa engla geyma öll börninþín, svo blundi rótt." Matth. Jochumsson „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði Guð þér nú fylgi hans dýrar hnoss þú hljóta skalt. “ (Vald. Briem.) Það kom eins og reiðarslag þegar við fengum þær sorgarfréttir að elsku litli vinurinn hann Elvar Gísli væri dáinn. Maður átti erfitt með að trúa, þar sem framfarir hans frá því að við kynntumst honum í október 1980, höfðu orðið svo stórkostlegar að það var kraftaverki líkast. Það var svo dásamlegt að sjá hvað honum var farið að líða vel, og ekki síst það sjálfstraust, sem hann öðlaðist, þegar hann fann og sá að hann gat gengið óstuddur og var þar með orðinn sjálfstæðari persóna. Það er dásamleg minning, sem við eigum um þennan litla dreng, og þó er sú allra besta þegar við hittum hann síðast. Það er með ólíkindum hvað hægt er að leggja þunga byrði á svona litla barnssál, þann sjúkdóm sem hann þurfti að berjast við. En nú hefur amma, sem var honum svo mikils virði tekið vel á móti honum, þar sem þeim líður svo vel á þeim stáð, sem bíður okkar ailra. Elsku Gunna, Siggi og Lilja, við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í þeim erfiðleikum og sáru sorg, sem þið hafið þurft að ganga í gegnum. Guð blessi ykkur öll. Snævar, Sigrún og Siggi- + Elvar Gísli Sigurðsson er farinn frá okkur á fund ömmu sinnar, sem tekur nú á móti eftirlætinu sínu opnum örmum. Hún lést fyrir aðeins tveimur mánuðum. Elvar Gísli bar alvarlegan sjúkdóm frá fæðingu og við vissum að einhvern tímann yrði hann honum yfirsterkari, en hversu lengi heldur maður ekki í vonina. Þessi drengur var svo blíður og góður að það var með ólíkindum, því oft var islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.