Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1983, Blaðsíða 8
:ng
Hólmfríður
Guðmundsdóttir
— Siðbúin kveðja —
Fædd 11. apríl 1911
Dáin 30. okt. 1982
Það var í lok októbermánaðar s.l., nánar
tiltekið aðfaranótt þess 30., að Hólmfríður Guð-
mundsdóttir fyrrum húsfreyja í Siglufirði ogsíðar
í Reykjavík andaðist hér í Landspítalanum.
Fregnin um lát hennar kom fjölskyldu hennar og
vinum ekki á óvart. Mánuðum saman hafði hún
barist hetjulegri baráttu við sjúkdóm þann er loks
leiddi hana til dauða. í þeim átökum sýndi hún
e.t.v. gleggst hvílíkum manndómi og kjarki hún
var gædd. Jarðsett var hún í Reykjavík 5.
nóvember s.l.
Við hjónin vorum erlendis er okkur barst
fregnin um andlát Hólmfríðar og við gátum ekki
komið því við að fylgja henni síðasta spölinn, þess
í stað vil ég með þessum síðbúnu línum minnast
hennar og votta henni þakkir og virðingu okkar,
en hennar naut hún í ríkum mæli, allra er þekktu
hana.
Hólmfríður Guðmundsdóttir fæddist 11. apríl
1911 að Nýjabæ í Kelduhverfi. Hún var dóttir
hjónanna Guðmundar bónda og kennara Guð-
mundssonar, Guðmundssonar Sveinssonar bónda
á Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi og Guðbjargar
Ingimarsdóttur hreppstjóra frá Brekku í Núpa-
sveit Rafnssonar.
Guðbjörg og Guðmundur gengu í hjónaband
1906 og bjuggu í Nýjabæ í 27 ár eða til 1933, en
það ár andaðist Guðmundur úr lungnabólgu langt
um aldur fram og varð öllum kunnugum harm-
dauði. Hann var í senn góður bóndi og kennari,
sautján ára gamall var hann sendur í Möðruvalla-
skóla, var þar í tvo vetur og útskrifaðist þaðan
vorið 1898. Guðmundur var gáfumaður og skáld-
mæltur vel. Á s.l. ári var gefin út eftir hann
kvæðabókin „Kvæði og stökur". Útgefendur voru
dætur skáldsins.
Á árunum 1907 til 1916 eignuðust þau hjón sex
dætur, Önnu, Jóhönnu, Hólmfríði, Guðrúnu,
Birnu og Helgu. Nú hefur Hólmfríður kvatt og
önnur síðar, elst þeirra systra lést föstudaginn 18.
febrúar s.l. sjötíu og fimm ára að aldri. Svo nú lifa
eftir fjórar þeirra systra. Æskuheimili þeirra í
Nýjabæ einkenndist af ástríki og glaðværð og
minntist Hólmfríður oft þeirra hollráða - þess
góða veganestis er hún fékk með sér að heiman.
Árið 1932 fór Hólmfríður til Akureyrar og var þar
við nám og störf á Hótel Gullfoss undir stjórn
þeirrar merku konu Rannveigar Bjarnadóttur.
Þar kynntist hún ungum Siglfirðingi, Þórhalli
Björnssyni síðar framkvæmdastjóra Verslunarfé-
lags Siglufjarðar. Þau gengu í hjónaband 20.
desember 1934 og fluttu þá til Siglufjarðar og
8
bjuggu þar síðan í farsælu hjónabandi í tæp 40 ár.
Árið 1973 fluttu þau til Reykjavíkur, þar sem
Þórhallur hóf störf við Tollstjóraembættið í
Reykjavík. Einkadóttir þeirra, Anna Laufey,
fæddist í Siglufirði, býr hún nú á Seltjarnarnesi,
hún er gift Lúðvík Lúðvíkssyni hafnsögumanni.
Þau eiga þrjár ungar dætur.
Ég kynntist Þórhalli og fjölskyldu hans
„snemma dags“ ef svo mætti að orði komast.
Foreldrar Þórhalls voru vinir foreldra minna og
allnáinn samgangur var milli heimilanna. Hólm-
fríður Guðmundsdóttir mat mann sinn mikils svo
og tengdaforeldra sína Guðrúnu Jónasdóttur frá
Látrum á Látraströnd og Björn Jónasson frá
Ytrahóli í Öngulstaðahreppi, Eyjafjarðarsýslu.
Þau gengu í hjónaband 1911 og nokkru síðar
fluttu þau til Siglufjarðar þar sem og Þórhallur og
bræður hans fæddust og ólust up. Bjuggu þau þar
alla sína búskapartíð.
Þau fjörtíu ár, sem Hólmfríður og Þórhallur
störfuðu á Siglufirði dreif margt á þeirra daga.
Hæst ber í mínum huga dugnaður þeirra og
samheldni sem aldrei brást. Hólmfríöur sinnti
ýmsum störfum þessi ár í Siglufirði. Þau hjón ráku
m.a. um tíma Alþýðuhúsið, var það í.senn staður
funda og samkvæma. Snyrtimennska þeirra og
lipurð var rómuð.
Hólmfríður var eins og fyrr segir alin upp á
margmennu heimili, faðir hennar gegndi margvís-
legum opinberum störfum fyrir sveit sína og
hérað. Af þessum sökum komu margir aðNýjabæ.
Fyrir, um og eftir aldamótin fór félagsbylgja um
héraðið. Hólmfríður hreifst af henni, varð félags-
lynd og áhugasöm um allar framfarir. Þegar hún
kom til Siglufjarðar tók hún fljótt þátt í félags-
störfum á staðnum. Hún átti sæti um árabil ístjórn
Verkakvennafélagsins Brynju, einnig átti hún sæti
í orlofsnefnd húsmæðra og annaðist um tíma
skipulagningu orlofsferða. Eftir að Þórhallur tók
við framkvæmdastjórn Verslunarfélags Siglu-
fjarðar varð hún hans önnur hönd við verslunar-
störfin og rekstur félagsins sem óx verulega f
höndum þeirra, þrátt fyrir síldarleysi og síminnk-
andi umsvif atvinnurekenda á þessum árum. Mér
er kunnugt um það, að þeir Siglfirðingar sem
óskuðu eftir að vera „í reikning hjá Þórhalli" eins
og það var kallað, þurftu ekki að biðja um það
tvisvar. Aldrei neitaði Þórhallur nokkrum um lán.
Hafi einhver skuld tapast, sem ég efa, hefðu þau
hjón greitt fyrirtækinu andvirðið úr eigin vasa, um
það er ég sannfærður. Slík var samviskusemi
þeirra.
Hólmfríður studdi mann sinn í einu og öllu svo
sem hún best gat. Einnig rétti hún mörgum öðrum
hjálpar- og vinarhönd, sem ekki verður tíundað
hér. Hún lét oft í ljós ánægju sína yfir því að hafa
fluttst til Siglufjarðar ung að árum og yfir dvöl
sinni þar í tæpa fjóra áratugi. Þá hlakkaði hún til
Reykjavíkurdvalarinnar og fá tækifæri til að búa
nálægt einkadótturinni og fjölskyldu hennar.
Þau hjón fluttu til Reykjavíkur eins og áður
segir árið 1973 og hér varð heimilið þeirra eins og
í Siglufirði - reitur hamingju og eindrægni, þar
sem oft voru upprifjuð norðlensk „minnisverð
tíðindi". Því miðurvarðdvöl hennar hérskemmri
en vonast var til, eða tæp tíu ár - tíu góð ár - að
vísu þegar frá eru taldir síðustu mánuðurnir er
hún barðist við þann sjúkdóm sem loks lagði hana
að velli. Hólmfríður fékk að lifa rúm sjötíu ár.
Hún eignaðist á lífsleiðinni góðan eiginmann,
elskulega dóttur, sem reyndist henni afar vel, sem
og eiginmaður hennar. Dætur þeirra þrjár voru
sannkallaðir sólargeislar ömmu og afa. Þá má
minnast þess, að samband Hólmfríðar og systra
hennar var til fyrirmyndar og milli þeirra ríkti ást,
einlægni og gagnkvæm virðing - og minningu
föðurins heiðruðu þær systurnar með útgáfu ljóða
hans, svo sem fyrr sagði. Hólmfríður Guðmunds-
dóttir kvaddi þennan heim með reisn, styrk og
æðrulaus, eins og farþegi sem stígur um borð í
ókunnugt skip, í fullu trausti þess áð haldið sé til
hafnar.
Þórhalli vini mínum, dóttur hans, tengdasyni og
dótturdætrum sendi ég og fjölskylda mín innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Jón Kjartansson
ls,lendingaþættir