Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1983, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1983, Blaðsíða 7
Elín Sigríður Lárusdóttir, Hellu Fædd 5. jan. 1900. Dáin 26. febr. 1983 Elín var dóttir Lárusar bónda Finnssonar Álftagróf í Mýrdal. Hún kom sem tvítug mær til starfa hjá Þorkeli Sigurðssyni úrsmið á Hólmavík. Þar kynntist þessi skaftfellska bóndadóttir eftir- lifandi manni sínum, Jörundi Gestssyni á Hellu við Steingrímsfjörð, og gekk að eiga hann árið 1921. Að sjálfsögðu er þessi tími aðeins í minningar- móður hjá mér, en Helluhjón eru svo vel þekkt út fyrir héraðið, að vart þarf að kynna þau. Hann fyrir listræna hæfileika til hugar og handa, auk annarra mannkosta, og hún vegna margháttaðra starfa að félaga- og framfaramálum. Og bæði tvö fyrir hlýja og ógleymanlega gestrisni. Við Elín, vinkona mín, unnum af heilindum í Stúkunni Hrönn, nr. 247, þau 5-6 ár er hún starfaði í Kaldrananeshreppi. Þar gætti hins brennandi áhuga, sem hún var svo rík af við hvert það viðfangsefni er hún tók að sér. Ekki kom hún síður við sögu hjá Kvenfélaginu Snót í Kaldrananeshreppi, sem hún var stofnfélagi að og stjórnarformaður í aldarfjóðung. Sýndi meðfæddan dugnað og ósérhlífni í því starfi. Enda var hún kosin heiðursfélagi á 50 ára afmæli Kvenfél. Snótar árið 1977. Þá var hún og ein af fulltrúum á stofnfundi Kvenfél. sambands Strandasýslu 1949, og að sjálfsögðu í fyrstu stjórn sambandsins. En hversu •engi hún var þar í stjórn er mér ekki kunnugt. Elín var hreinskiftin og hélt af einurð fram sjónarmiðum sínum, en allra kvenna sáttfúsust ef slíkt þurfti með. Hún mátti aldrei heyra öðrum hallmælt án þess að færa þeim til málsbóta, raunar hversu andstæðir sem þeir voru hennar skoðun- um. Fullkomlega má segja, að hún mátti ekkert aumt sjá, hvorki hjá mönnum eða málleysingjum, án þess að bæta úr. Þrátt fyrir oft fjármunalega lítil efni. Mörg dæmi þar um mætti nefna, en verður ekki gert í þessum fáu minningarorðum. Við hjónin gerðum okkur erindi að Hellu á liðnu sumri til þess að hitta vikonu okkar, sem hafði verið skuggi af sjálfri sér um nokkurn tíma. En sömu rausnina hafði hún og jafnan áður. Fannst við gera of lítil skil því veisluborði er sonardóttir hennár og nafna, Elín Ágústa Ingi- mundardóttir hafði fram reitt, en hún var raunar gestur hjá afa og ömmu. „Sælla er að gefa en þiggja" mátti fullkomlega segja um hana EUu á Hellu. Að sjálfsögðu var oft gestkvæmt hjá Hellu- hjónum. Jörundur hreppstjóri lengi í skattanefnd og síðar umboðsmaður skattstjóra, rómaður báta- smiður og völundur í handverkum sínum. Ekki dró heldur úr samskiftum við hann vegna hag- mælsku hans. Ófárar voru þær skemmtanir er hann flutti og söng gamankvæði. Handskrifaða ljóða- bókin hans, Fjaðrafok, er hreint listaverk sem ekki er lengur til bókamarkaðinum, því miður. Börn Elínar og Jörundar eru: Ingimar Gunnar smiður, - látinn. Ragnar Þór bóndi á Hellu. Lárus Örn rafvirki Reykjavík. Guðfinna Erla Reykjavík Vigþór Hrafn skólastjóri að Varmalandi í Borgar- firði. Guðlaugur Heiðar módelsmiður Reykjavík. Öll eru systkinin listhög svo sem þau eiga kyn til. Einnig ólst upp á Hellu Elínóra Jónsdóttir, systurdóttir Jörundar. Elín lézt á Borgarspítalanum í Reykjavík 26. febr.sl. eftir nokkra legu þar. Útför hennar fór fram 5. mars frá kapellunni á Drangsnesi og jarðsett í grafreitnum í Stekkjarvík að viðstöddu fjölmenni. Að lokinni jarðarför bauð Kvenfél. Snót öllum viðstöddum til veglegrar erfis-veislu þessa heið- ursfélaga síns í nokkurskonar félagsmiðstöð sem að nokkru er í byggingu, en sýnir glögglega hve máttur samtakanna er mikill. Ella mín. Við Inga áttum þér svo margt að þakka, að mér fannst ekki hægt annað en að minnast þín lítillega við leiðarlok. Hafi mannúð og kærleikur einhver áhrif við næsta tilverustig, þá er enginn efi hvaða móttökur þú hefur fengið. Vini okkar, Jörundi og öðrum vandamönnum vottum við samúð. Hann kvað svo til konu sinnar á fimmtugsafmælinu. „Guð launi þér, mitt gœfugull, sem gjörðir fyrir mig. Og gegnum árin áfram skal mín elsku kona, vífaval, þinn vinur elska þig. “ Ingimundur á Svanshóli. 7 Helgi Gunnlausrsson f—.. -O CD Pramhald af bls. 2 V'ð eigum henni meira að þakka en okkur grunar. ög ég á mikið að þakka að hafa kynnst hans Jákvæða viðhorfi sem fullt var af húmor og btennandi glóð. Já hann var hluti þess stórbrotna "nthverfis við Jökulsárgljúfur, þar sem hann faeddist og bjó allan sinn búskap með konu og ^strum langt frá öðrum bæjum, en góðan stuðn- ‘ng hafa þeir bræður haft hvor af öðrum í nábýlinu uPPi á heiði þar sem ekki var fært stóran hluta Vetrar. Þetta stórbrotna umhverfi mótar sína ®*nstaklinga sterkt, á ýmsa vegu, má þar nefna að **elg> var listamaður af guðs náð við útskurð skrautskrift og fleira, stóð hugur hans mjög til íljnnnta á því sviði, en aðstæður leyfðu eigi. theodór bróðir hans og nábúi á heiðinni er Pnkktur sem refaskytta. Það er þó varla réttnefni, PV| líklega hafa fáir rannsakað meira á þeim tíma nætti þeirra.táknmál þeirra og aðra hegðun, er a,ln líffræðingur af guðs náð sem lært hefur á bók náttúrunnar. is|endingaþættir Við sína bæi, fram í heiðanna ró voru þeir tengdir sterkum böndum sem skiljanlegt er, og þar áttu þeir sínar unaðsstundir á sumrin eftir að þeir höfðu flutt burtu. í því stórbrotna umhverfi, munu afkomendur eiga dásamlegan samastað, til að leita kyrrðar og friðar frá skarkala heimsins. Vona ég, að við sem erfum landið berum gæfu til að tileinka okkur það æðruleysi og þá þraut- seigju, sem gerði forfeðrum okkar kleift að byggja landið. Þakka ég forsjóninni að hafa kynnst því viðhorfi, á þeim slóðum landsins þar sem vetur verður hvað harðastur. Þar skín sólin þó einna heitast, er sumarið kemur á annað borð. Hækk- andi sól kemur áreiðanlega til með að létta söknuð fjölskyldunnar, með því hugarfari að fengin er langþráð hvíld. Sendi ég fjölskyldu Helga samúð- arkveðjur. Snæfríður fær þó sérstakar kveðjur, veit ég að gamli maðurinn hefði viljað senda henni sérstakar ástarkveðjur fyrir alla þá umönnun sem hún veitti honum síðustu árin. Matthildur Bjömsdóttir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.