Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1983, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1983, Blaðsíða 5
Bjarni Hermann Guðmundsson, hafnarvörður Akranesi Fæddur 7. jan. 1905 Dáinn 1. febr. 1983 Bjarni var fæddur á Görðum í Önundaniroi Foreldrar hans voru: Guðmundur Júlíus, útvegs- bóndi á Görðum Jónsson Andréssonar bónda í Neðri-Breiðadal, f. 1.7. 1870. d. 19.2 1939, og kona hans Gróa Finnsdóttir bónda Magnússonar á Hvilft, f. 26.3.1864, d. 10.4 1948. Eignuðust þau hjón saman 11 börn. Elstir voru tvíburabræðurn- ir f. 29.9 1892, Jón Guðmundur, d. 4.10. 1971 og Finnur Torfi, d. 21.8.1936. Næstur var Össur, f. 18.6 1894, drukknaði 11.11. 1913. Þá kom Hinrik f. 12.7. 1895, d. 7.2. 1960. Hjörleifur f. 1.10.1896. GeorgJúlíusf. 11.1 1898, d. 28.2.1977. Sturla f. 7.7. 1899 d. 30.5. 1929. Dóttirin Jóna, f. 27.11. 1900, d. 2.10. 1973. Karl, f. 28.6. 1902, d. 12.7. s.ár. Tíunda barnið í röðinni var Bjarni, sem hér er minnst. Yngstur þeirra alsystkina var Stefán, f. 3.5. 1906. Hann lést 6.9. 1925. Athygl- isvert er að af þessum ellefu alsystkinum, sem feðast á 14 árum kringum aldamótin, komast öll til fullorðinsára nema einn drengur, sem andaðist Stuttu eftir fæðingu. Alls voru systkinin 14, þrjú hálfsystkin. Gróa átti dóttur áður en hún giftist Guðrúnu Guðmundsdóttur Kærnested, f.29.8- 1889, d. 23.12. 1972, en unnusti Gróu andaðist áður. heldur en dóttirin fæddist. Síðar eignaðist Guðmundur tvö börn: Auði, f. 26.11. 1916, d. 18.5.1981, og Einar Garðar.f. 16.11.1923, d. 8.9. 1981. Nú lifir Hjörleifur einn af þessum stóra, glæsilega hóp, sem um lifa svo margar góðar minningar. Dvelst hann á Elliheimilinu Grund í Reykjavík, 86 ára gamall. Garðaheimilið var sannarlega fjölmennt. Hús- bóndinn var skapmikill en þó blíðlyndur, harður sjósóknari og mikill aflamaður svo sem fleiri hann mikið veikur og gat ekki leikið sér eins og önnur börn. Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir 5 ára dreng að sitja við gluggann og horfa á alla krakkana úti að leik. En Elvar var lundgóður og alltaf var stutt í bjarta brosið, hversu erfitt, sem hann átti. Honum hafði farið mikið fram á andanförnum mánuðum og þessvegna bregður manni svo illa þegar kallið kemur allt í einu. Elsku Gunna, Siggi og Lilja litla. Þið hafið misst svo mikið, en ég veit að vissan um það að nú er öllum þjáningum Elvars Gíslá lökið, léttir ykkur m*ssinn. Megi algóður Guð gefa ykkur styrk á fessari erfiðu stund. Sjálf þakka ég Elvari Gísla fyrir þann stutta tíma, sem leiðir okkar lágu saman í Engihjallanum. Áslaug ^lendingaþæftir afkomendur hans hafa orðið. Húsmóðirin var fíngerð og bókhneigð. Allt var þetta fólk glað- sinna. Steinunn Jóhannesdóttir sem varð kona Finns, fór sem kaupakona að Görðum til væntan- legra tengdaforeldra þegar hún var trúlofuð Finni. Hafði hún oft á orði þegar hún var orðin roskin kona, hve mikil gleði og fjör hefði ríkt á hemilinu, t.d. þegar allur hópurinn hefði verið mættur við matborðið. Það væri með skemmtilegustu endur- minningum sem hún ætti. Bjarni Guðmundsson byrjaði að vera á sjó með föður sínum þegar hann var 9 ára gamall 1914, og sjómennsku stundaði hann til ársins 1954. Ungur hleypti Bjarni heimdraganum og fór til Noregs og var þar um skeið við sjómennsku. Síðar var hann Með Gísla Oddssyni a Leifi heppna og víðar. Árið 1933 lýkur hann prófi frá Stýrimannaskóla íslands, og fer þá stýrimaður á Belgaum með Aðalsteini Pálssyni. Sigldi síðar með Belgaum á stríðsárun- um sem afleysingarskipstjóri fyrir Aðalstein Pálsson. Árið 1934 verða þáttaskil í lífi Bjarna, og þá eignast hann sinn góða lífsförunaut. 2. nóvember það ár giftist hann ungri stúlku frá Akranesi, Jósefínu Ástrósu Guðmundsdóttur, sjómanns þar. Þá flytur Bjarni til Akraness, og bjó þar síðan alla ævi. Þau hjón áttu heimili sitt fyrst í húsi tengdaforeldra hans, en síðar byggðu þau sér hús að Bárugötu 19. Eftir að til Akraness kemur verður hann stýrimaður hjá Bjarna Ölafssyni á Ólafi Bjarnasyni, Síðar er hann stýrimaður á nýsköpunartogaranum Ólafi Bjamasyni. Eftir að Bjarni hætti á sjónum gerist hann verkstjóri hjá Fiskiver h.f. á Akranesi. Árið 1961 tekur hann við starfi hafnarvarðar á Akranesi þar til 1977 að hann hættir fyrir aldurssakir. Þau Jósefína og Bjarni eignuðust ekki börn, en tóku í fóstur bróðurson Bjarna, Örn Hjörleifsson, yngstan af sjö börnunm Hjörleifs og Sigrúnar konu hans. Kom hann til þeirra rúmlega árs gamall, og varð strax yndi þeirra og eftirlæti. Þau hafa reynst honum sem bestu foreldrar og hann þeim góður sonur. Örn er f. 11.9. 1939 á Sólvöllum í Önundarfirði. Hann er kvæntur stúlku frá Akranesi, Aldísi Reynisdóttur, og eiga þau fjögur börn. Þau eru búsett á Hellissandi á Snæfellsnesi og er hann þar fengsæll og velmetinn skipstjóri. Þegar ég sest við að skrifa minningar um Bjarna föðurbróður minn er margt, sem í hugann kemur. Eiginlega hefur það alla tíð verið svo, frá því fyrst að ég man eftir þessum fallega frænda mínum, að er ég hefi hugsað til hans hefur alltaf fyrst komið í hugann þessi sérstaka, brosmilda hlýja í augun- um hans, og þannig mun ég ávallt muna hann. Bjarni var skemmtinn maður og hafði góða frásagnarhæfileika, og átti gott með að koma auga á skoplegu hliðarnar á tilverunni. Einnig var hann hagmæltur vel, var fljótur að kasta fram stökum og gerði það strax sem barn. Rétt utan við túngarðinn á Görðum er smáhóll og á honum stór steinn, sem fékk nafnið Halli. Þótti gott að fara upp á Halla þegar setið var yfir túninu á vorin, þar sá vel yfir. Einu sinni sem oftar var Bjarni við það starf, og þá gerði hann þessa vísu: „Oft af Halla hugfanginn horfi ég út á sœinn, þegar sólin sendir sinn síðasta geisla á bœinn. “ Bjarna þótti vænt um heimastöðvarnar eins og fleirum. Mikið gladdist hann þegar Haraldur bróðir minn keypti húsin á Görðum fyrir nokkrum árum, og dvelur þar með fjölskyldu sinni á sumrin. Þar stendur enn íveruhúsið úr steini, fínt og pússað, sem afi byggði þegar Bjarni var barn. Nú gat hann aftur komið að Görðum og gist þar sér og húsráðendum til óblandinnar ánægju. Biðja þau hjón, Gróa og Haraldur, fyrir sérstakar kveðjur og þakkir, en þau eiga þess ekki kost að fylgja honum síðasta spölinn. Vináttan til frændfólksins var ríkur þáttur í fari Bjarna, og hefur stór hópur systkinabama hans notið þess í ríkum mæli, og einnig þau barnabörn systkina hans, sem hann hefur náð til. Ekki var 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.