Íslendingaþættir Tímans - 13.04.1983, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 13.04.1983, Blaðsíða 2
Hósa Andrésdóttir Hólmum, Austur-Landeyjum Fædd 19. mars 1890 Dáin 17. jan. 1983 Gisli Jónsson sonar á Sellátrum, sem drukknaði í sjóslysi við strendur Ameríku árið 1945. Á unglingsárum mínum um 1940 bauð æskuvin- ur minn, Kristinn bróðir Gísla, mér í vikudvöl til fjölskyldu sinnar að Innri-Bakka, en við höfðum kynnst á skólum á Akureyri. Þar var unað við útiveru, spil og hvers konar skoðanaskipti og umræður um landsins gagn og vandamál. Kær- leiksrík fjölskyldan bar ungæðingslæti okkar af umburðarlyndi og Gísli, sem var meginstólpi búsins, tók þátt í leikjum hinna yngri af hjartans lyst, þegar tími gafst. Nú hefur búseta á þessum bæjum lagst af, en um tugi ára hefi ég notið þeirrar velsældar að dvelja þar meira og minna á vor- og sumardögum, notið friðsældar og einstakrar náttúrufegurðar. Þótt fá séu þar merki er minni á starf og lífshætti fyrri kynslóða, finnst mér ég jafnan vera þar í samfélagi við forvera mína á þessum slóðum, því saga þeirra og byggðarinnar lifir í vitund þeirra, sem unna landinu. Fyrir tólf árum átti ég þess kost að ganga út m eð ystu bæjum, sem í byggð höfðu verið á norðurströnd Tálknafjarðar ásamt Gísla og fleiri Tálknfirðingum. Það var heitur sumar- dagur, en frásagnir Gísla um einstaka atburði, starfshætti fólksins og skipan mannvirkja varpa mestum Ijóma á þann dag. Árið 1946 tók Gísli sig upp frá Innri-Bakka með fjölskyldu sína og foreldra og flutti til Patreks- fjarðar. Þó atvinnusviðið breyttist mikið var hugur Gísla bundinn við sjósóknina og störf að sjávarfangi. Vegna atorku sinnarogsamviskusemi var hann eftirsóttur til starfa og öll seinni árin sá hann um veiðarfæri og stjórnaði veiðarfæraverk- stæði útgerðarfélagsins Skjaldar á Patreksfirði. Hugur hans var þó jafnan bundinn hinu frjálsa lífi veiðimannsins. Hann gjörþekkti fengsæl fiskimið- in uridan norðuströnd Tálknafjarðar og í Patreks- fjarðarflóa. Á hverju vori sótti hann þangað sér og sínum björg í bú og naut frelsisins í víðáttu hafsins í ríkum mæli. Undanfarin ár þjáðist Gísli af erfiðum sjúkdómi innvortis og er dag tók að lengja elnaði sjúkdómur- inn og hann lést hinn 27. jan. sl. Hann var jarðaður á Patreksfirði 5. febr. sl. Ég þykist vita. að hann hafi vonast til að geta enn um sinn notið vordýrðarinnar við strendur fyrri heimabyggðar. An efa hefur hann sofnað inn í þann draum er sólin sindrar um haf, bárur kvika hljóðlega við bátssúð, í nand er gróið land, en í heiðríkjunni kveður við ástarsöngur, forboði vakandi lífs eftir harðan vetur. ;-_ Við hjónin og fjölskyidan frá Sellátrum sendum Lovísu konu Gísla, börnum þeirra og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveður. Sigurjón Davíðsson Þann 17. janúar síðastliðinn lést á Landspítalan- um í Reykjavík elsti íbúi Austur-Landeyjahrepps, Rósa Andrésdóttir í Hólmum. Rósa var fædd í Hemlu í Vestur-Landeyjum 19. mars 1890 og var því tæplega 93 ára er hún lést. Rósa ólst upp í foreldrahúsum í stórum og mannvænlegum systkinahópi á rausnar og menn- ingarheimili, foreldrar hennar voru Andrés Andrés- son bóndi og hreppstjóri í Hemlu og kona hans Hólmfríður Magnúsdóttir frá Ásólfsskála undir Eyjafjöllum. Á æskuárum Rósu var lífsbaráttan hörð og mikillar vinnu krafist. Um aldamótin síðustu var jafnrétti kynjanna þannig hér í Landeyjum að á vetrum gengu konur í störf karla eftir því, sem þörf krafði og fór þetta ekki framhjá Rósu. Þá var sjósóknin frá sandinum og vertíðarferðir karl- manna nauðsynlegur og ómissandi þáttur í fæðu- öflun fólksins. en þá var líka vor í lofti. sjálfstæð- isbaráttan átti sterk tök í æskufólki þess tíma og ungmennafélagshreyfingin var á næsta leiti. Meðan stofnenda UMFNjáls í Vestur-Landeyj- um voru þau Rósa í Hemlu og Guðni í Hrauk og átti hann sæti í fyrstu stjórn þess félags. Bæði voru þau hjón fyrir löngu orðin heiðursfélagar í því félagi. Á þeim árum var Hemla eins og nú í þjóðbraut en með samgöngutækni þess tíma mátti segja að hún lægi um þjóðbraut þvera, þar var náttstaður fjölda ferðamanna og margir fengu þeir fylgd yfirána (Þverá) ýmist gangandi, ríðandi eða á báti. Hemluheimilið varð því fyrir meiri og margvíslegri menningaráhrifum en gerðist og gekk um sveitaheimili á þeim tíma. Enda bar Rósa glögg merki þessara menningaráhrifa, hún var fríð sýnum með djörfung og festu í fasi, framganga hennar var þannig að eftir var tekið. í maí 1917 giftist Rósa Guðna Magnússyni frá Hrauk (nú Lindartúni) í Vestur-Landeyjum. það ár hófu þau búskap, fyrsta árið í húsmennsku í Miðkoti í Vestur-Landevjum, fluttu þaðan að Uxahrygg á Rangárvöllum og bjuggu þar í sex ar. Árið 1924 fluttu þau að Hólmum á Austur-Land- eyjum og bjuggu þar til ársins 1960, alla tíð traustir og góðir búendur, styrkar stoðir samfé- lagsins efnalega og félagslega, þau nutu þeirrár gæfu að geta ávallt miðlað öðrum. Þau sáu hugsjónir æskuáranna rætast í mörgum myndum. Þau voru gæfumanneskjur sem alltaf létu gott af sér leiða. - 1960 létu þau jörð og bú í hendur uppeldisdóttur sinnar Gerðar Elimarsdóttur og manns hennar Kristjáns Ágústssonar, í þeirra skjóli dvöldu þau svo til ársins 1977 er þau fluttu á dvalarheimilið Lund á Hellu. Guðni lést 28. september 1978 en Rósa dvaldi áfram á Lundi þar tíl nú skömmu fyrir jól að hún var flutt á sjúkrahús í Reykjavík og þar lést hún svo sem áður sagði. Rósa var mikil húsmóðir og bjó sér og sínum óvenju listrænt heimili, hún var mikil hannyrða- kona, vel man ég fallegu myndirnar sem prýddu stofuveggina í Hólmum, þær voru handarverk Rósu og eftir að raunverulegum starfsdegi lauk þá stytti hún sér stundir með alls konar handavinnu, sem í raun var hrein listsköpun, má þar nefna sjöl og trefla sem hún svo gaf vinum og vanda- mönnum. Eftir að hún kom að Lundi lærði hún rrieira að segja keramikvinnslu, vel man ég stoltið og hlýjuna í svip Guðna sáluga, er þau hjón sýndu gestum þá gripi, sem hún hafði mótað. Ævistarf Rósu var fyrst og fremst húsmóður- starf á stóru sveitaheimili sem eitt útaf fyrir sig er ærið, en eins og ég gat um í kveðjuorðum um Guðna, þá var hann mikið í ýmsum félagsmálum og hlaut því óhjákvæmilega nokkuð af hans störfum að bætast við hennar. Ung lærði Rósa karlmannafatasaum og stund- aði þau störf samhliða öðrum. Þá dvöldu oft á heimili þeirra börn og unglingar, sum svo árum skipti. Einnig var á heimili þeirra móðir Guðna og síðustu 10 árin sem hún lifði var hún að mestu rúmliggjandi. Af þessum má sjá að að mörgu var að hyggja. Þau Hólmahjón áttu sínar gleðistundir, þau voru bæði hestamanneskjur og nutu þess að koma á bak góðum hestum og áttu alla tíð góð hross. I byrjun þeirra samveru gaf hún honum hest, sem hún hafði sjálf uppalið. en síðar keypti hann hest og gáf henni. Báðir þessir hestar urðu eftirlæti sinna eigenda og eftirminnilegir samtíðarmönnum þeirra. Stærsta gleðin var þó barnalánið. þau eignuðust 4 börn. sem öll eru á lífi vel gerð til líkama og sálar. 011 eru þau gift og eiga fjölda afkomenda. Börn Rósu og Guðna talin í aldurs- röð: Jón bóndi í Götu, Hvolhreppi. Andrés stórkaupmaður í Reykjavík, Kristrún húsfrú í Reykjavík og Magnea ljósmóðir í Svíþjóð. J Þau Hólmahjón gátu með gleði litið gengna slóð, þau voru merkir fulltrúar aldamótafólksins. þess fólks. sem í raun gerði allt af engu. í óbilandi trú á land sitt og þjóð í traustri handleiðslu Guðs. Hafið virðingu og þökk. Magnús Finnbogasoit.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.