Íslendingaþættir Tímans - 13.04.1983, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 13.04.1983, Blaðsíða 6
f S7TT7 Jenný Guðrún Laxdal Jenný Guðrún Laxdal er fædd í Reykjavík 16, júlf 1901, í litlu húsi á Hverfisgötu 16 (mun hafa verið torfbær), hjá ömmu Kristmans Guðmunds- sonar Tithöfundar. Móðir Guðrúnar hét Helga Ólína Ólafsdóttir, f. 1869aðVesturáíLaxárdalí Austur-Húnavatns- sýslu. Ólína var systir Sigurbjargar á Kárastöðum á Vatnsnesi. Móðuramma Guðrúnar, Steinunn Jóhannes- dóttir, var af Blöndals ætt. Hún var oft nefnd Spuna-Steinunn, því að hún spann mikið. Hún var líka víða kunn fyrir að spinna svo fínan þráð, að með honum mátti sauma á saumavél tvinnuðum. Afi Guðrúnar, maður Steinunnar, hét Ólafur Arason. Hann dó ungur (á fimmtugsaldri). f 18 ár. Lengi var hún í vist hjá Steingrími Matthíassyni lækni. Faðir Guðrúnar hét Guðjón Einarsson. prentari í Reykjavík. Guðrún hafði ekkert af honum að' segja. Hann er dáinn fyrir löngu. Móöir Guðrúnar leitaði til hjónanna Sveins Guðmundssonar og Sigurbjargar Ólafsdóttur á Barði í Miðfirði, um að taka sig og barnið, og svöruðu þau játandi. Helga Ólína lagði því af stað með strandferða- skipinu Skálholti frá Reykjavík með telpuna örfárra vikna í ágúst áleiðis norður á Borðeyri, því að skipið átti ekki áætlun á Hvammstanga í þeirri ferð. Á Staðarbakka var þá séra Eyjólfur Kolbeins og frú Þórey, Bjarnadóttir frá Reykhól- um. Steinunn amma Guðrúnar sá um það, að séra Eyjólfur og frú hans, Þórey, fóru bæði vestur á Borðeyri að sækja mæðgurnar. Frúin reiddi telpuna. Þá fór Guðrún strax að Barði til áður- nefndra hjóna. Séra Þorvaldur var þá á Melstaö. Hann réð því, að Guðrún tæki sér einnig nafnið Laxdal. Og h ún var fermd Laxdal. Þegar Guðrún var nærri fimm ára, (1906), fluttist hún með fósturforeldrum sínum að Kára- sföðum á Vatnsnesi. Af Ólínu móður Guðrúnar er það að segja, að hún var á Borðeyri um tíma eftir að hún kom norður, en fluttist síðan til Akureyrar og var þar Á yngri árum fékk Guðrún berkla í annað lungað og var um tíma á heilsuhæli. Batnaði að vísu, en bjó lengi að þessu áfalli. Síðar á ævinni Sæmundur Eyjólfsson Fæddur 3.2.1897 Dáinn 23.2.1983 Tæplega þrettán ár eru liðin síðan við kynn- tumst Sæmundi Eyjólfssyni, fyrrum bónda á Þurá í Olfusi. Það var í Frumskógunum í Hveragerði, þar sem við systurnar vorum að vandræðast yfir skemmd- um á sumarbústað okkar, sem orðið höfðu þá um veturinn. Sæmundur kom þarna aðvífandi og áður en við skildum hafði hann gjört okkur það kostaboð að líta eftir bústaðnum fyrir okkur. Frá þeim degi hefur Sæmundur verið hjálpar- hella okkar og vinur. Auk þess að líta eftir húsinu, fór hann fljótlega að taka til hendi á lóðinni og tjóuðu þar engar úrtölur af okkar hálfu, en Sæmundur átti orðið mjög erfitt um gang sökum kölkunar í mjöðmum. En engin fyrirhöfn var of mikil í hans augum til þess að allt mætti vera í sem bestu lagi og varla leið sá dagur að Sæmundur vitjaði ekki hússins. Þannig var um hvaðeina sem hann tók að sér og bar ábyrgð á um ævina. Sæmundur fæddist að Bakka í Ölfusi. Hann var sjöunda barnið í röðinni úr hópi tíu systkina. Þegar hann er tíu ára gamall flytur fjölskyldan búferlum að Þurá í sömu sveit. Þar ólst Sæmundur sfðan upp og fór snemma að ganga að öllum venjulegum bústörfum. Við lát móður sinnar árið 1936 taka þau systkinin, Brynjólfur, Kristín og Sæmundur við búsforráðum, Brynjólfur lést árið 1959, en þau Sæmundur og Kristín hafa haldið heimili saman alla tíð. Árið 1964 var Sæmundur orðinn svo illa haldinn af kölkun í mjóðmum að þau urðu að hætta búskap. Þau keyptu sér þá húsnæði við Frumskóga í Hveragerði og hafa búið þar síðan í hartnær tuttugu ár. 6 ¦ Jorðin Þurá var þeím systkinum báðumafar hjartfólgin. Þeim var því mikið í mun að hún lenti í góðra manna hóndum og sú varð Iíka raunin sem betur fór. Tvö systurbörn, þau Hulda og Guðbjórn, ólust upp á Þurá. Þau komu þangað árið 1941 eftir að móðir þeirra, Hólmfríður, hafði látist af slys- förum. Guðbjörn er nú búsettur í Svíþjóð en Hulda býr í Hveragerði ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur jafnan verið systkinunum mikil stoð og svo er um fleiri ættingja og venslafólk er þar býr. Alltaf hefur verið gestkvæmt hjá Sæmundi og Kristínu, bæði á Þurá og síðar í Hveragerði. Það var líka gott að vera gestur þeirra. Særnundur var fjallkóngur í sinni sveit um árabil. Hann var fjárglöggur maður með afbrigð- um og átti fjárbúskapurinn hug hans allan. Heyrt höfum við, að Sæmundur hafi kunnað skil á öllum mörkum, ekki einungis í sinni sveit, heldur einnig í nágrannasveitunum Grafningi, Þingvallasveit og Mosfellssveit. Margar sögur kunni hann frá þeim árum þegar allt fé var rekið til slátrunar í Reykjavík eða jafnvel Hafnarfirði. Oft voru þetta erfiðar ferðir, þar sem mikið réyndi á forsjálni og aðgæslu, en það voru ríkir þættir í eðli hans. Þau eru ófá sporin, sem Sæmuiídur hefu'r gengið um afréttir Ölfusinga og nærsveita. Þar þekkti hann hverja laut og hvert skjól. Marga ferðina fór Sæmundur einn eftir síðustu leitir, ef einhverja kind vantaði þá og var eðlisávísun hans lítt skeikul í því sambandi. Hann virtist bókstaf- lega finna á sér hvar leita skyldi. Það skipti ekki máli fyrir hann hver átti kindurnar, hitt var aðalatriðið að koma þeim heilum í hús. í raunínni má með sanni segja í bókstaflegri merkingu, að hann hafi gengið sig upp að hnjám fyrir samferðamenn sína. Það er nú liðin tíð að sjá Sæmund vera að bjástra í lóðinni okkar, ýmist við að klippa kringum trén, slá blettinn með orfi og Ijá, snúa í flekk eða taka upp kartöflur. Þessi tíð er liðin, en hún gleymist ekki. Þegar við hugsum um Sæmund sjáum við fyrir okkur brosið hans. Það var sjaldgæft bros, svo Ijúft og fagnandi og bar glöggt vitni þeirri góðvild og trúmennsku, sem einkenndi lífsferil hans. Við systurnar flytjum Kristínu og öðrum aðstand- endum einlægar samúðarkveðjur. Ólöf og Ásdís Ríkarðsdsetur

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.