Íslendingaþættir Tímans - 13.04.1983, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 13.04.1983, Blaðsíða 5
S veinn Guðmundsson Fæddur 11. apríl 1921 Dáinn 9. mars 1983 Hinn 19. marss.l., vartilmoldarborinn,Sveinn Guðmundsson frá Sandvík, sem bjó að Ásgarði 3 í Neskaupstað. Útför hans var gerð frá Norðfjarðarkirkju, að viðstöddu miklu fjölmenni, en jarðsett í Skorra- staðarkirkjugarði. Hann lést í fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaupstað hinn 9. mars s.l. eftir stutta sjúkdómslegu. Sigríður Jóhannsdóttir sem besta amma, enda kölluðu þau hana aldrei annað. Guðjón lést árið 1981. Sigríður var lögð til hinstu hvílu í sinni ástkæru sveit, þar sem hugur hennar dvaldi löngum. Ég og fjölskylda mín sendum aðstandendum Sigfíðar einlægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Sigríður Guðbrandsdóttir Löngum starfsdegi er lokið. Langan starfsdag elga þeir að baki sem starfað hafa frá aldamótum og allt fram á þennan dag. Þeir hafa skilað þjóðinni verðmætum sem aldrei verða metin til fjár og aldrei hafa hlotið þau laun að kveldi sem þeir áttu skilin. Ein þeirra er Sigga á Arnarhóli, eins og hún var kölluð, hennar hlutverk varð, eins og flestra kvenna, þjónustuhlutverk. Þannig kynntist ég henni, þar sem ég 10 ára gömul kom á heimili Magnþóru fósturdóttur hennar og Guðjóns, eigin- manns Magnþóru. Þar var Sigga heimilisföst. Fékk ég,að dvelja á þessu heimili þegar skólatím- inn var ekki samfelldur, á milli tíma, í þrjú ár. Borðaði ég þar og drakk eins og eitt af sytkinun- um. Rei'ndar kynntist ég umhyggju Siggu fyrst er hún var fengin til að sitja yfir okkur systrunum á kvöldin þegar foreldrar okkar fóru út. Umhyggju sem lýsti sér í því að aldrei yrði of varlega farið, sú umhyggja átti ekki alltaf skilning æskunnar, sem lítt sést oft fyrir. Þeirrar umhyggju hafa notið fimm börn þeirra Magnþóru og Guðjóns, en Magnþóru ól hún upp frá barnæsku. Varð það hennar lífsstarf að vera á heimili þeirra. ætíð til þjónustu reiðubúin. Veit ég að systkinin hugsa margt er þau kveðja Siggu í huganum, nú þegar allt og allir eru á fleygiferð, með börn í dagvistun og slíkt. Fáir fastir punktar eru í tilverunni í líkingu við það. að alltaf var Sigga til staðar að hlýja kaldar hendur. þerra tár og sjá um að eitthvað gott væri til í munninn. t.d. kleinur o.fl. En það er svo margt sem við metum ekki fyrr en úm seinan. Þrátt fyrir það er ekki hægt annað en að gleðjast yfir að fengin er kærkomin hvíld. Hvíli Sigríður í friði. . Matthildur Björnsdóttir Sveinn var fæddur á Barðsnesi 11. apríl 1921 og varð því tæpra 62 ára. Foreldrar hans voru Guðmundur Grímsson, f. í Ásakoti í Biskups- tungum L4.7.1886, og Sesselja Sveinsdóttir frá Barðsnesi L23.8.1891. Þau bjuggu á Barðsnesi í nábýli Sveins Stefáns- sonar og Sólveigar Hermannsdóttur enda var Sesselja þar upp alin. Um vorið 1923 fluttu Guðmundur og Sesselja til Sandvíkur og byggðu grunn fyrir húsið sem var á Barðsnesi, í Miðsandvík. Var húsið þeirra á Barðsnesi, síðan rifið og flutt á nýja grunninn í Sandvík. Sveinn og Sólveig fluttu þettasama sumar norður að Nesi, en forcldrar mínir sem þetta ritar, settust að á Barðsnesi. . Börn þeirra Guðmundar og Sesselju, urðu 10 og var Sveinn þeirra 5. barn. Árið 1926 hinn 1. okt., lést Sesselja af barnsförum. Var heimilið þá leyst upp og börnin fóru í fóstur til vina og vandamanna. Sveinn fór þá í Sandvíkur-Part, til Jóhannesar Árnasonar og barna hans, sem þar bjuggu. Margrét Jóhannesdóttir var þar húsfreyja á búi föður síns. Sveinn naut þarna góðs atlætis, sem hann hefur sjáanlega metið mikils, enda sýnt því fólki mikia ræktarsemi alla tíð. Guðmundur var þcnnan vetur á Hundruðunum hjá Jósep Halldórssyni og gat þaðan séð um sínar skepnur, en fór sfðan til róðra og stundaði síðan sjó á togurum á vetrum, nokkuð eftir þetta. Um 1930, losnaði Sandvíkursel úr ábúð og keypti Guðmundur þá jörðina og hóf búskap þar. Fór Sveinn þá til föður síns að nýju, cn Þuríður Sæmundsdóttir varð ráðskona hjá honum þessi búskaparár, nema yfir vetrartímann. Voru þeir feðgar þá stundum tveir og stundum með ein- hverja heimilishjálp. Guðmundur andaðist 10. febrúar 1941 og uppúr því fluttist Sveinn til Neskaupstaðar, en var áður dálftinn tíma á Reyðarfirði og hefur átt heima hér í Neskaupstað síðan. Sveinrí kynntist eftirlifandi konu sinni Guðveigu Ragnarsdóttur, um eða rétt eftir að hann flutti til Neskaupstaðar. Þau bjuggu fyrst í Gilhaga, en það var gamalt timburhús sem þau gerðu haglega upp, en síðar byggðu þau sér vandað hús að Ásgarði 3. Þau eiga þrjú börn, en þau eru: Guðmundur vörubílsstjóri, Magni Björn rafvirki og Ragna skrifstofumaður, hún býr á Egilsstöðum en bræðurnir í Neskaupstað. Sveinn Guðmunds- son var mikill oggóður starfsmaður og ósérhlífinn, hann hefur starfað lengst hjá Kaupfélaginu Fram hér í Neskaupstað en 10 ára tímabil hjá Sam- vinnufélagi útgerðarmanna í Neskaupstað. Það urðu fyrstu kynni okkar Sveins að hann dvaldist nokkurn tíma á heimili foreldra minna á Barðsnesi, þegar hann var í barnaskóla, en barnaskóli var þá haldinn á bæjunum 2-3 mánuði á ári og var Sandvíkur börnunum þá skipt niður á bæina. Mér fannst Sveinn vera þá mjög skemmtilegur strákur og alltaf hefur mér fundist hann hafa haldið þeim eiginleika að vera uppörvandi og skemmtilegi maðurinn í hverjum hópi, sem hann hefur verið í - já hverjum leiðangri eða skemmti- ferð eða svaðilför til að bjarga mönnum eða skepnum eða til að hlúa að einhverju til öryggis, svo sem eins og björgunarskýlinu í Sandvík. Fórnfýsi Sveins, í garð þeirra sem bágstaddir vor,u, jafnt manna sem málleysingja, var alveg með fádæmum. Flest haust frá því Sandvík lagðist í eyði ásamt Suðurbæjum, hefur Sveinn farið með þeim leiðöngrum, sem gerðir hafa verið út, til að smala fé úr Sandvík og Gerpi og þá áreiðanlega alltaf farið í Gerpinn, en þar var hann allra manna kunnastur og færastur klettamaður, en Gerpirinn er líklega torsóttasta smalamennska hér Austanlands og ekki á færi annarra en hraustustu manna að smala hann. Ég varð þess oft var að Sveinn vildi ekki vita af skepnum í torfærum eða svelti og varð hann oftast hvatamaður að því að þær væru sóttar eða gerðir út leiðangrar til þess og þá sjálfur fremstur í flokki. Hann var einn af stofnendum Björgunarsveitar Slysavarnarfélagsins hér á staðnum og ekki hefur hann látið sig vanta þegar hefur þurft að leita að mönnum, sem týnst hafa eða hefur þurft að bjarga. Sveinn var mikill gæfumaður í einkalífi sínu, átti sér og sinni fjölskyldu einkar hlýlegt og huggulegt heimili, fjölskyldan sérlega samrýmd og gestrisni mikil og alúðleg. Ég er einn þeirra sem hef notið sérstakrar hjálpsemi Sveins og fjölskyldu hans og er þar mikið að þakka. Um leið og ég þakka vináttu Sveins við mig og mitt fólk, færi ég konu hans og börnum mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Þórður Sveinsson frá Barðsnesi.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.