Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1983, Page 4

Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1983, Page 4
Guðmundur Sveinsson, netagerðarmeistari, ísafirði sjötugur Pann 9. apríl árið 1913 fæddist hjónunum á Góustöðum í Skutulsfirði sveinbarn, sem í skírn- inni hlaut nafnið Guðmundur, Foreldrar sveinsins voru Guðríður Magnúsdóttir og Sveinn Guð- mundsson, Síðan Guðmundur fæddist eru nú liðin 70 ár þann 9. apríl. Með foreldrum sínum ólst Guðmundur upp á Góustöðum ásamt 6 yngri bræðrum sínum. Allir hafa þeir bræður reynst frábærir dugnaðar- og atorkumenn við þau störf sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur. Að loknu barnaskólanámi stundaði Guðmund- ur nám í unglingaskólanum á ísafirði og síðar lauk hann prófi í netagerð. Sú iðngrein varð síðan ævistarf hans. Að sjálfsögðu voru fyrstu störf Guðmundar tengd búskapnum, en ungur að árum fór hann einnig að stunda sjómennsku, sem hann fékkst við í nokkur ár. Þótti hann þar mjög liðtækur, sem og við önnur störf sem hann hefur fengist við. Fyrstu árin eftir að Guðmundur fór að vinna að netagerð sem aðalstarfi vann hann hjá öðrum, en fyrir um það bil þremur áratugum stofnaði hann ásamt nokkrum öðrum mönnum fyrirtækið Neta- gerð Vestfjarða h.f. Síðan hefur Guðmundur verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem undir hans stjórn hefur stöðugt aukið starfsemi sína og farnast vel. Hafa starfsmenn fyrirtækisins oft verið langt á annan tug mahna. Á þessum tíma er mikill félagshyggjumaður og hefur, að mikiu leyti haft forgöngu um félagslíf í sveitinni frá því hann kom hingað og er sérlega laginn að finna smugur fyrir skyndisamkomur tjl ánægju og uppbyggingar þegar möguleikar hafa opnast til þess, á dimmum haust og vetrardögum. Torfi er með afbrigðum greiðvikinn og ávallt reiðubúinn til hjálpar þar sem hjálpar er þörf. Þess hefi ég mörgum sinnum notið og er ekki einn um það. Svo sem að líkum lætur um mann með skaphöfn hans hefur hann skipað sér í sveit með Framsóknarflokknum. Umbóta- félagshyg- gju- og mannbótastefna þess flokks fellur vel að lífsskoðun hans og skapgerð, þar sem samvinnan er grunntónn og hyrningarsteinn mannlegra sam- skipta. Hann hefur haldið Framsóknarfélagi hreppsins betur vakandi en nokkur annar og er ávallt reiðubúinn til liðveislu. Þau hjónin eru geStrisin og góð heim að sækja. Margir leggja leið sína í Skólann til að njóta gestrisni þeirra og viðræðna. Allt ónytju tal er Torfa fjarri skapi, en íhugul umræða um málefni líðandi stundar og framtíðarhorfur ræðir hann af hófsemi og áhuga. - Allt frá því að vegasamband komst á hingað norður og ferðamannastraumur beindist hingáð, hefur verið haldið opnu gistirými fyrir ferðalaga í Skólanum undir umsjá hefur Netagerð Vestfjarða þjónað útgerðinni á Isafirði og raunar um alla Vestfirði, og telja þeir sem best þekkja til, að sú þjónusta hafi vcrið útgerðinni alveg ómetanleg. Framkvæmdastjór- inn er enda þeirrar gerðar að hann hefur jafnan sem flestra vanda viljað leysa. þeirra hjóna. Þetta hefur fjöldi manna notfært sér og jafnframt notið greiðasemi og fyrirgreiðslu þeirra. Fyrir það hafa þau hlotið vináttu og þökk fjölmargra manna víðsvegar af landinu. Veit ég að margir þeirra mundu vilja senda þeim hlýjar kveðjur á þessum afmælisdegi Torfa. - Ég legg leið mína oft til Torfa og Aðalbjargar frænku minnar. Þangað er gott að koma, að finna handtak Torfa hlýtt og traust, finna vinarþel þeirra og barna þeirra og eiga viðræður um ýms málefni, sem í hugann koma og á dagskrá eru hverju sinni. Hér hefur verið stiklað á stóru um helstu væiatriði Torfa og verksvið hans fram að þessu. Margt er ósagt og verður ekki rakið að sinni. Á þessum afmælisdegi Torfa færi ég honum kærar þakkir mínar, fjölskyldu minnar, annarra nágranna og sveitunga fyrir öll störf hans í okkar þágu og þeirrar vinsemdar, sem kynnin við hann hafa skapað. Það er ómetanlegt að hafa notið návistar slíks drengskaparmanns og hollvinar. Það verður aldrei þakkað svo sem vert væri. Sú er bótin í því máli, að með því hefur hann safnað í þann sjóð, sem mölur og ryð fá ekki grandað. - Ég óska honum og fjölskyldu hans góðs gengis um ókomin ár - og Guðs blessunar. Lifðu heill góði vinur. Guðmundur P. Valgeirsson. Mjög mikinn og virkan þátt hefur Guðmundur tekið í störfum ýmissa félaga hér í bænum. Skal þá fyrst nefna hin mikilsverðu störf hans fyrir Skíðafélag ísafjarðar, en í stjóm þess félags hefur hann átt sæti áratugum saman. Hefur sá er þessar lt'nur ritar það eftir nokkrum samstarfsmönnum hans í Skíðafélaginu að oft hafi Guðmundur verið aðaldriffjöðrin við að framkvæma þau verkefni sem gera þurfti hverju sinni. Má þar fyrst og fremst nefna hin miklu vinnuframlög hans við uppbyggingu og endurbætur skíðaskálans á Selja- landsdal, svo og við að koma upp skíðalyftunum þar á dalnum. Að sjálfsögðu hafa margir aðrir góðir unnendur skíðaíþróttarinnar lagt fram mjög mikla vinnu, og sjálfsagt einnig fjármuni í sambandi við uppbygginguna á Seljalandsdal. Þarna hefur vissulcga verið af mörgum unnið mikið og fórnfúst starf sem margir hafa notið og væntanlega ennþá fleiri eiga eftir að njóta. Á sínum tíma var Guðmundur lengi í stjórn íþrótta- og málfundafélagsins Ármanns í Skutuls- firði. Einnig átti hann um tíma sæti í stjórn íþróttabandalags ísafjarðar. Á undanförnum áratugum hefur Guðmundur Sveinsson unnið mikið og óeigingjarnt starf fyrir Framsóknarflokkinn. Er á engan hallað þó fullyrt sé, að hann sé í allra fremstu röð þeirra sem unnið hafa að málefnum flokksins hér í kjördæminu. Hann var einn af aðal hvatamönnum að stofnun Framsóknarfélags ísfirðinga og fyrsti formaður félagsins. í stjórn félagsins hefur hann verið frá því það var stofnað, eða nokkuð á fjórða áratug, lengst af ritari þess og er það ennþá. Hann var einn af þeim mönnum sem stóðu að útgáfu blaðsins ísfirðingur fyrir 33 árum og hefur síðan oftast verið afgreiðslumaður blaðsins og margoft skrifað greinar í það. í um það bil átta ár hefur> Guðmundur átt sæti í bæjarstjórn ísafjar^ar og er nú formaður bæjarráðs. Hann hefur setið í mörgum nefndum á vegum bæjarstjórnar t.d. í hafnarnefnd og í bygginganefnd Elliheimilisins. Guðmundur átti um tíma sæti í stjórn Kjördæmis- sambands framsóknarmanna í Vestfjárðakjör- dæmi og hann hefur verið fulltrúi á flestum þingum þess. Þó árin séu nú orðin þetta mörg er Guðmundur Sveinsson ennþá léttur í spori og gengur af lifandi áhuga og starfsvilja að hverju því verkefni sem úrlausnar bíður, og skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða erfiðisvinnu eða félagsleg verkefni. Hann hefur aldrei kunnað að hlífa sér og ekki lagt það í vana sinn að geyma til morguns það sem unnt er að vinna í dag. Eiginkona Guðmundar er Bjarney Ólafsdóttir. hin mætasta kona og húsmóðir. Þau eiga fjögur uppkomin börn, tvær dætur og tvo syni. Undirritaður þakkar Guðmundi Sveinssyni fyrir löng og góð kynni og margra ára ánægjulegt samstarf. Við hjónin óskum Guðmundi og fjöl- skyldu hans allra heilla í tilefni sjötugs afmælisins. Jón A. Jóhannsson 4

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.