Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 08.06.1983, Qupperneq 1

Íslendingaþættir Tímans - 08.06.1983, Qupperneq 1
ISLENDINGAÞffTTI R Miðvikudagur 8. júni 1983 — 21. tbl. TÍMANS Kristjana Ólafsdóttir Fædd 6. janúar 1898 Dáin 11. maí 1983 Tengdamóðir mín, Kristjana Ólafsdóttir, lést að kvöldi dags þann 11. maí, eftir þriggja mánaða erfiða sjúkdómslegu. Hún fæddist þann 6. janúar 1898 að Krók í Selárdal í Arnarfirði, og varð því liðlega 85 ára gömul. í huga mér koma margar sögur sem hún sagði mér frá uþpvaxtarárum sínum og má með sanni segja, að „aldamótafólkið" hefur lifað tímana tvenna. í daglegu lífi þessa fólks skiptust á skin og skúrir, eins og gengur, en tækniframfarirnar á öllum sviðum og þjóðlífsbreytingin er það sem hefur gert líf þess óvenjulegt. Fljótlega sögðu erfiðleikarnir til sín, því faðir hennar, Ólafur Kristjánsson frá Hvestu, drukknaði í mannskaða- veðrinu mikla á Arnarfirði 29. september árið 1900. Fórust þá menn frá flestum bæjum þar um slóðir, um tuttugu talsins. Þau voru ekki merkileg fiskiskipin í þá daga og reyndar stórhættulegar fleytur ef veður breyttust, sem dæmin sanna. Elín Jónsdóttir, móðir Kristjönu, varð að hætta búskap einu ári eftir að hún missti mann sinn, en þá fluttu að Krók Ragnhildur Jensdóttir frá Feigsdal og maður hennar Gísli Árnason. Dvaldist Elín áfram hiá þeim í vinnumennsku í mörg ár og ólst Kristjana þar upp með stórum barnahóp þeirra hjóna í ást og kærleika. Bast þetta fólk þeim vináttuböndum sem aldrei rofnuðu. Ólaf son sinn, sem fæddist eftir andlát föður síns, varð Elín að láta í fóstur. Þegar Kristjana var fermd, þann 12. maí 1912, bjó hún með móður sinni að Granda í Ketildölum, en þar endurtók sama sagan sig og á Krók með æfilöngum vináttuböndum. Þannig einkenndist líf margra á þessum árum. En Sjana, eins og hún var oft kölluð, kunni einnig frá öðru að segja en erfiðleikum og basli. Ketildalirnir eru afar falleg sveit og tók fólkið ástfóstri við þá og félagslífið stóð með blóma. Þá var Arnarfjörður ekki alltaf úfinn og grár, hann gat jafnoft verið spegilsléttur og fagur að sjá. Mátti oft heyra það hin síðari ár, þegar þær hittust gömlu Króksstelpumar, en svo kölluðu þær sig,' og rifjuðu upp æskuárin með sínum leikjum og uppátækjum, og hvað lífið gat verið unaðslegt. Strax og Kristjana hafði aldur til fór hún suður til Reykjavíkur á húsmæðraskóla og síðan til starfa á saumaverkstæði. Bjó hún að þeim lærdómi æfilangt. Eftir það lá leiðin aftur vestur. Að norðanverðu við Arnarfjörðinn að Tjalda- nesi, fæddist Bjarni Árnason lífsförunautur Krist- jönu. Bamungur var hann sendur á sjóinn, en tókst að sækja skóla bæði að Hrafnseyri og Hvítárbakka í Borgarfirði, áður en hann gerðist bóndi og sjómaður þar vestra. Þau giftust 8. desember 1923, en hjónaband þeirra einkenndist alla tíð af ástúð og virðingu hvors fyrir öðru. Eiigin börn eignuðust þau ekki, en tvö fósturbörn áttu þau, Sigríði Finnbogadóttur, gift mér undir- rituðum, og Friðrik Kristjánsson, kvæntur Nönnu Júlíusdóttur en þau búa í Tálknafirði. Reyndust þau þeim hinir elskulegustu foreldrar. Ungu hjónin voru hugumstór og lögðu ótrauð- út í lífið. Bjarni var smiður góður enda reistu þau tvö nýbýli, með tilheyrandi jarðarbótum, á búskaparárum sínum í Ketildölum. Þegar þau urðu að hætta búskap fluttu þau inn á Bíldudal, þar sem þau bjuggu í nokkur ár, áður en þau fluttu suður til Reykjavíkur. Þar héldu þau áfram að byggja stn hús, og naut ég góðs af reynslu og dugnaði Bjama er við byggðum saman á sínum tíma. Það var árið 1965 sem þau hjónin fluttu inn á Hrafnistu í Reykjavík. Undu þau vel hag sínum þar og eignuðust marga góða vini, bæði nteðal vistfólks og starfsfólks heimilisins. Settu þessi góðu og glæsilegu hjón ánægjulegan svip á umhverfi sitt. Bjarni lést 19. maí 1972. Kristjana hélt útliti sínu til hins síðasta og hafði sérstaka ánægju af að klæða sig fallega. Hinn góði smekkur hennar kom einnig fram í ótal fögrum munum, sem hún vann í höndunum, og gaf ættingjum og vinum. Hún ferðaðist þó nokkuð með okkur hjónunum í gegn um árin, og á síðasta sumri til Osló í heimsókn til dóttur okkar og fjölskyldu. Naut hún þeirrar ferðar mjög. Flestar okkar bæjarferðir enduðu upp á Hrafnistu og þá var kaffið og meðlætið komið á borðið um leið, og ekkert var til sparað, því rausnin var takmarkalaus. Börn okkar, tengdabörn og barnabörn nutu sérstaks ástríkis hennar og mikið var gaman að fara upp á Hrafnistu og heimsækja ömmu lang. Á þessari kveðjustund er mér efst í huga þakklæti til Kristjönu fyrir umhyggjuna sem hún sýndi okkur alla tíð og fjölda ára indæla og skemmtilega viðkynningu. Guð blessi hana. Stefán Vilhelmsson Þessum orðum er ætlað að vera lítil kveðja til Kristjönu Ólafsdóttur, frá okkur sem erum erlendis og getum því ekki kvatt hana sem vera ber. Þegar við yfirgáfum landið síðast, kvaddi hún okkur hress í bragði, en fljótt skipast veður í lofti. Nú hittum við hana aldrei framar og eigum ekkert erindi lengur á Hrafnistu. Það er undarlegt til þess að hugsa, þar sem þær heimsóknir hafa verið fastur liður í lífinu hingað til. Síðastliðið sumar heimsótti hún okkur hingað til Noregs og var það fyrsta og einasta utanlands- ferðin hennar. Hún sagði ekki mjög mikið hvað henni fannst um útlandið, nema hún talaði mikið um skóginn og trén himinháu sem var kannski það merkilegasta sem hún sá. En það var greinilegt að hún tók vel eftir öllu sem fyrir hana bar og kannski hefúr hvarflað að henni samanburður við hrjóstr- ugan og veðrasaman Selárdalinn þar sem hún var fædd og uppalin. Ekki er gott að vita hvernig sá samanburður hefur farið en líklega hefur Selárdal- urinn borið hærri hlut, þótt trjálaus, kaldur og hrjóstrugur sé. Fyrir nokkrum árum var okkur gefið blóm sem að sögn heitir örlagatré og sem við höfum af hjátrú reynt að hlúa að, og eitt sinn þegar ekki gekk sem skildi hjá okkur byrjaði þetta blóm að blómstra fallegum litlum hvítum blómum. Það er til merkis um hvern mann Kristjana hafði að

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.