Íslendingaþættir Tímans - 08.06.1983, Síða 3
Helga Jónsdóttir
Fædd 9. ágúst 1897
Dáin 18. maí 1983
Hví er andrúmið svona hér inni í þessum bœ?
- Pað er allt eins og þrungið Ijúfsárum helgiblœ,
Því líkast sem fróm og einlæg ósk hafi rætzt,
en einhverju liafi þó verið kastað á glœ.
í norðurendanum Ijómar línserkur hreinn,
- á litla bænum hefur nú fækkað um einn:
hún amma er dáin, hún dó klukkan fjögttr í nótt,
og duft hennar liggur hér kyrrt og þögult sem steinn.
Með rósemi íhjarta til heimferðarsinnar hún bjóst,
því hlutskipti guðsbarna var henni ætið Ijóst.
í Paradís er nú hin prúða og göfuga sál,
en Passíusálmarnir hvíla við slokknað brjóst.
Jóhannes úr Kötlum
Hinn 18. maí síðastliðinn andaðist amma mín,
Helga Jónsdóttir, í Landspítalanum eftir stutta
legu. Sannarlega finnst manni tilveran snauðari,
þó að við vitum, að þetta sé vegur okkar allra fyrr
eða síðar. Það er nokkur huggun, að amma virtist
vera við því búin að deyja, sátt við að æviskeiðið
væri á enda runnið og bjóst í rósemi til nýrra
heimkynna eins og segir í Ijóðlínum Jóhannesar
hér að ofan. Hún var trúuð kona.
Helga var fædd 9. ágúst 1897 í Húsavík,
Strandasýslu. Móðir hennar var Sigurlaug Guð-
mundsdóttir ættuð úr Strandasýslu og faðir hennar
Jón Björnsson frá Klúku í Strandasýslu. Amma
var ein af 10 systkinum. Hún var tekin í fóstur af
föðursystur sinni Ingibjörgu Björnsdóttur og
manni hennar Friðriki Magnússyni.
Amma var tvígift. Fyrri maður hennar, sem hún
missti eftir tveggja ára sambúð, var Benedikt
Ketilbjarnarson, Tjaldanesi Dalasýslu. Þau eign-
uðust tvær dætur, Fanney f. 1921 d. 1962 og
Benediktu f. 1922 d. 1971. Amma flutti til Reykja-
víkur með eldri dótturina Fanney eftir lát eigin-
manns síns en Benedikta ólst upp hjá Stefáni
Eyjólfssyni og Önnu Eggertsdóttur á Kleifum
Gilsfirði. Árið 1926 giftist amma eftirlifandi
manni sínum, Guðmundi Sigurðssyni frá Riftúni
Ölfusi. Afi og amma eignuðust fjögur börn,
Björn, Sigrúnu, Vigdísi og Inga sem öll eru á lífi.
Fyrsta búskaparárið bjuggu afi og amma í
Reykjavík, síðan í Riftúni, þá í Þorlákshöfn,
Hlíðarenda í Ölfusi og Hlíð í Grafningi. Að Hlíð
komu þau 1938 og bjuggu þar til 1963. Þá fluttust
þau á Baldursgötu 13, Reykjavík og hafa búið þar
síðan.
Amma hefur sjálfsagt oft þurft að taka á í
gegnum tíðina, vanist snemma vinnu og átt við
veikindi að stríða. En hún var atorkukona og lét
s'nn hlut ekki eftir liggja. Hún var félagslynd,
hafði mikla ánægju af söng og dansi. Oft gerði hún
að gamni sínu. Þegar afi og amma bjuggu í Hlíð
^völdu mörg barnabörnin hjá þeim um lengri eða
skernmri tíma. Þar var nóg um að vera í leik og
íslendingaþættir
starfi. Byggð voru stórbú í börðunum með
sviðakjamma og leggi sem gripi. Berjaland er gott
í Hlíð og þegar krakkarnir komu blá út að eyrum
og pakksödd í matinn, þá átti amma til að segja
nokkur vel valin orð.
Eftir að amma og afi fluttu til Reykjavíkur lá
leiðin oft á Baldursgötuna. Þar var öruggt athvarf
og stutt að fara, þegar matarhlé voru í skólanum.
Amma hafði sinn sérstaka hátt að bjóða mann
velkomin. Hún sagði oft: „Neeei, ert þú komin,“
um leið og hún skellti á lærið og vippaði mér inn
fyrir þröskuldinn. Hún átti alltaf nóg í gogginn og
veitti vel. Stundum kom hún með munaðarvöru í
lok máltíðar, dökkan drykk úr ísskápnum eða
konfektmola. Amma var mjög bókhneigð og vel
að sér um margL Það skipti ekki máli hvert
umræðúefnið var, hún hafði ævinlega eitthvað til
málanna að leggja. Ljóð voru ömmu hugleikin
m.a. hélt hún mikið upp á verk Jóhannesar úr
Kötlum. Amma var pólitísk og trú sinni sannfær-
ingu í þeim efnum sem öðrum. Ég hygg, að hún
muni sætta sig vel við nýjustu fréttir um stjórnar-
myndun, hafi hún tækifæri til að fylgjast með.
í seinni tíð hitti ég ömmu mun sjaldnar og oftast
í mýflugumynd enda lengra á milli okkar. Þegar
hún var áttræð, hélt hún upp á afmælið sitt austur
á Flúðum og dvaldi áSamt afa í nokkra daga hjá
okkur. Það voru indælir dagar.
Amma var gjöful. Smáatvik skömmu áður en
hún dó lýsir henni vel. Ég kom við á Baldursgöt-
unni og stoppaði um stund. Þegar kom;> að
brottför laumaði hún í vasa minn tveimur seðlum,
sem hún ætlaði barnabarnabörnum sínum fyrir
austan. Ég hafði einhver orð um, að hún ætti ekki
að vera að þessu, en hún hélt það nú. Hún væri
svo rík og munaði ekkert um svona smáræði. Slík
orð vekja mann til umhugsunar. Ekki þætti mörgu
ungu fólki lifandi af sambærilegri upphæð og
ellilífeyririnn er. En amma og afi hafa kannski
ekki í annan tíma haft meira á milli handanna,
verið nægjusöm alla tíð og gætt vandlega að því,
að endar næðu saman.
Ég þakka fyrir hönd margra ánægjulegar sam-
verustundir. Blessuð sé minning ömmu. Afa sendi
ég hugheilar samúðarkveðjur.
Helga G. Halldórsdóttir
Þegar við hjónin heyrðum lát vinkonu okkar
Helgu Jónsdóttur Baldursgötu 13 varð okkur
þungt um hjartarætur. Við vissum að undanfarin
ár átti hún við slæman sjúkdóm að stríða. Það er
nú þannig með þessi umskipti frá lífi til dauða,
sem allir verða að taka á móti, að það setur að
manni leiða við að heyra lát vinar. Þannig var það
hjá fjölskyldu minni, sem kynnst hafði hinni
mikilhæfu heiðurskonu frú Helgu. Hún var ein
þeirra er hafði mikinn persónuleika, hreinskilin,
glöð, gáfuð og mikil lestrarkona, enda sérlega
fróð, bæði á bóklega sviðinu og ættfræði var henni
hugstæð.
Við hjónin bjuggum í sama húsi og þau Helga
og Guðmundur. Áður bjuggu þau í Hlíð í
Grafningi. Það gefur augaleið, að Guðmundur
hefur verið í miklu áliti í hrepp sínum, þar sem
hann var kosinn í þrjár virðingarstöður, hrepp-
stjóri, oddviti og sýslunefndarmaður. Helga missti
fyrri mann sinn á besta aldri. Með honum átti hún
tvær dætur og missti þær báðar á besta aldurskeiði
frá mönnum og börnum. Þessi kafli er sorgarsaga
í lífi Helgu, en hún sýndi það sem fyrr, að hún var
hin sanna hetja bæði sorg og gleði. Með seinni
manni sínum átti hún fjögur börn, tvær dætur og
tvo syni, allt fyrirmyndarfólk. Þau sáu vel um
gömlu hjónin, ekki síst í veikindum móður sinnar.
Helga átti mörg barna- og barnabörn og munu þau
nú syrgja sína góðu ömmu. Helga var í eðli sínu
merkiskona, mátti ekkert aumt sjá, var greiðvikin
og gjöful. Sambýli við þau hjónin verða okkur
ógleymanleg og einnig dætrum okkar, því að oft
komu þær að heimsækja okkur og við stundum
ekki heima, en þá áttu þær ömmu og afa við næstu
dyr. Þær biðu eftir okkur hjá þeim Helgu og
Guðmundi og það stóð ekki á trakteringunum hjá
þeim. Fyrir þessi góðu kynni hugsa þær með
þakklæti og virðingu til hinnar góðu konu Helgu
og manns hennar Guðmundar. Helgu var svo ljúft
að vera veitandi og nutum við þess einnig. Ef hún
fékk eitthvað, sem hún hélt, að okkur þætti gott,
var sjálfsagt að koma með til okkar.
Munum við ekki hafa þessi orð fleiri og þökkum
fyrir allar ánægjustundirnar er fjölskylda okkar
átti á heimili þeirra. Við samhryggjumst Guð-
mundi og börnum þeirra. Guð blessi þig í þínum
nýju heimkynnum.
Þórarinn Arnason, Rósa og dætur
frá Stórahrauni
3