Íslendingaþættir Tímans - 07.12.1983, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 07.12.1983, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Miðvikudagur 7. desember 1983 — 46. tbl. TÍMAIMS Frans Ágúst Arason Föðurkveðja frá t>órunni Franz Fæddur 13. ágúst 1897 Dáinn 23. nóvember 1983 Þú leggur nú fr'ájandi hinzta sinni á Ijúfu kvöldi, elsku pabbi minn. En bergmál tóna og söngva í sálu minni er sífelll tengt við hjartasláttinn þinn. Þú leiddir mig svo Ijúft á bemskubrautum og bentir mér á norðurljósin skær. Þú lézt mig skynja Ijós í myrkri og þrautum, mér leiftra jafnan himinstjörnur þœr. Mér birtust alltaf blóm í sporum þínum þau báru mér svo fagran ævidag. Svo veittist blessun blíð á vegum mínum, hvért bros, hvert tár mérfærði glaðan hag, Frá djúpum hafs þú barst mér bliða hljóma, sem bergmál trúar valdi mér í sál. Þar heyrði ég líka svanasöngva óma og sœlu lóna líkt og englamál. Nú kveðjum við afheilu, bljúgu hjarta. Við hyllum allt, sem var þér æðst og stærst. Þín hetjulund, sem aldrei kunni að kvarla var kærleiksrík og okkur jafnan skærsl. Nú ber þitt fley, þig burt frá sorg og þrautum til bjartra stranda ofar dimmri gröf. Þar verður þú á björtum lífsins brautum í bæn ogfriði okkar himingjöf. t söngvum hafs og sólarkossum björtum við sætast finnum allan kærleik þinn. Því lifir mynd þín Ijúf í okkar hjörtum. Því Ijóma bros þín, elsku pabbi minn. Þú varsteinn af hafsins hetjum sterkum, sem hefur Fróni dýrstar gjafir veitt. Sjá, framtíð íslands vex af þínum verkum, sem vorsins blóma hefur landið skreytt. . Af ströndum lífs, svo líturþú til baka og Ijósi bænar signir börn þín öll. 1 þeirri trú nú verður mamma að vaka og varpa brosum yfir höf og fjöll. Ogþar í draumalandsins helgu höllum, þið hittist síðar, elsku pabbi minn. En bergmálsstrengir hljóma okkur öllum, sem englaröddum gleðja huga þinn. nHHflsi SS~"'""' 1 Ég vil færa séra Árelíusi Níelssyni, mínar innilegustu þakkir, fyrir að hjálpa mér að lýsa tilfinningum mínum til föður míns í þessu kveðju Ijóði. Þá vil cg þakka Sigurði Björnssyni, lækni á Landakotsspítala, frábæra læknishjálp við föður minn í veikindum hans. Loks þakka ég hjúkrun- arfólki á sama spítala, sérstaklega deild I-B góða aðstoð við hann. Og elsku Sólveig Þorsteinsdóttir, kærar þakkir fyrir áð vera foreldrum mínum svo góð. Rv. 29/111983 Þórunn Franz t AUt er í heimi okkar dauðlegt og hverfult. Veturinn hefur nú fölvað jarðargróður. Við sjáum og heyrum lífið kveðja með ýmsu öðru móti, t.d. eru samferðamenn okkar burtkvaddir í gær, í nótt eða í dag, eftir stutta, miðlungi langa eða langa göngu á lífsgötunni. Sannast þar orðtakið að enginn ræður sínum næturstað. Þann 23. nóv. sl., síðla kvölds, gekk af þessum heimi og að baki tjaldsins mikla, sem skilur lifendur og dauða. Frans Ágúst Arason, Klepps vegi 40, Reykjavík. Frans var fæddur hér í Reykjavík 13. ágúst 1897, sonur hjónanna Ara B. Antonssonar, verkstjóra og meðeiganda í Kol og salt, og Magneu Bergmann, er lengi bjuggu á Lindargötu 27 og síðar 29 hér í Reykjavík, en bæði þessi hús voru í eigu þeirra. Þau Ari og Magnea voru vel í efnum miðað við samtíð sína. Fengu þess fleiri að njóta, en þeir allra nánustu því auk þriggja barna sinna, ólu þau upp önnur þrjú börn, er tekin voru til fósturs þaðan sem neyðin ríkti, vegna fátæktar og foreldrismissis. - Svo er fyrir að þakka áður en samhjálp sú kom til sögu, sem við nú þekkjum, réttu ýmsir fram líknarhendur til hjálpar bágstöddum til uppeldis barna o.fl. Hefur því minna verið á loft haldið en hinu, þ.e.a.s illri meðferð á börnum, enda þótt vissulega væru þau er síðartalda hópinn skipuðu alltof mörg. Þegar Frans var barn og að alast upp á Lindargötunni, kom brátt í Ijós að hugur hans hneigðist að sjónum. Honum var gjarnt að leika sér skammt norðan heimilis síns, þar sem ránar- dætur kysstu votum kossum klappir, steina og fjörusand. Faðir hans gaf honum lítinn árabát og á þá fleytu steig drengurinn brátt með félögum sínum. Tekið var á árum, haldið út á flóann og færi rennt. Fiskur var þá meiri hér í Faxaflóa en síðar varð, enda urðu drengirnir oft vel varir. Þegar Frans var um fermingaraldur réðst hann á skútu, sem haldið var til veiða vestur og norður fyrir land. Nú var það er skipverjar voru staddir norður af Vestfjörðum og búnir til veiða, að veður gekk upp af norðri með ölduróti, svo að á skipið gengu ágjafir miklar. Með einum brotsjónum flutu tveir af hásetum útbyrðis. Öðrum þeirra skolaði inn í skipið aftur og náðist hann. Töldu skipverjar það Guðslán furðulegt. Af hinum hásetanum er það að segja, að hann hvarf í hramm dauðans, sökk í djúpið og sást ekki til hans framar. Segja má að atburður þessi væri eins konar eldskírn fyrir svo ungan pilt og Frans var þá, en varð þó ekki til að draga hug hans frá hafinu. Á þriðja áratugnum var Frans svo árum skipti háseti á bv. Skallagrími RE. Skipið var gert út af Kveldúlfi og var skipstjóri Guðmundur Jónsson, landskunnur aflamaður og sægarpur. Var hann í daglegu tali oftast nefndur Guðmundur á Skallag- rími. Vildi Guðmundur ekkí með öðru móti ráða á skipið, en að valinn maður væri í hverju rúmi. Margir voru þeir þá, sem á togara vildu ráðast, þrátt fyrir ærna vinnu en hvíldir naumar, því vinna a

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.