Íslendingaþættir Tímans - 29.02.1984, Síða 4
Þóra D. Helgadóttir
Fædd 19. nóvember 1908
Dáin 21. desember 1983
Með ömmu okkar er til moldar hnigin persóna
sem var okkur systkinunum mjög mikils virði á
okkar bernskuárum. Við viljum þakka henni með
nokkrum minningarorðum. frá þeim tíma og til
síðasta dagsins sem hún var hjá okkur í þessu lífi.
Þó svo að hún byggi í öðru byggðarlagi eigum við
margar ógleymanlegar stundir mcð henni. t.d.
þegar við fórum í sumarbústaðinn á sumrin. t>á
var komið við hjá henni í Skógarkoti, en þar var
hún ráðskona hjá skógræktinni í mörg sumur. Þá
kom hún ákaflega oft til okkar í Birkilund til að
sjá og fylgjast með hvað væri verið að gera, smíða
eða gróðursetja. Og'hvað hún fylgdist með því
þegar hún kom aftur seinna og sá að það var búið
að gera eitthvað meira en þegar hún kom síðast.
Þá varð andlitið eitt bros.
Hún elskaði blóm og það var sama hvað
afleggjarinn sem hún fékk var lítill og vesæll, allt
lifnaði þetta hjá ömmu, og varð að fallegu blómi.
Enda voru gluggarnir í Skógarkoti á sumrin eitt
blómahaf. Allt sem hún vann í höndunum, hvort
sem það var að sauma eða prjóna, allt varð þetta
að svo fallegum og velunnum flíkum. Við fórum
ekki varhluta af því, því margir voru sokkarnirog
vettlingarnir og peysurnar að ógleymdum fallegu
svuntunum með pífunum sem komu fyrir jólin.
Amma fæddist í Fróðhúsum í Borgarhreppi.
Foreldrar hennar voru Guðbjörg Gestsdóttir og
Helgi Daníelsson. Þarólsthún upp meðsystkinum
sínum. Allir sem þekkja til þessara tíma vita hve
lífskjörin voru oft bág. Amma var því ekki gömul
þegar hún fór að vinna öll algeng sveitastörf.
Fljótt kom í Ijós dugnaður hennar og samvisku-
semi. Hún giftist afa okkar, Ólafi Ólafssyni árið
1936. Þau eignuðust fimm börn, þrjár stúlkur og
tvo drengi. Annan drenginn missa þau nokkurra
mánaða gamlan. En hamingjusólin snýst hratt,
því mann sinn missir hún eftir tíu ára sambúð.
Hún lét ekki deigan síga. Vinna skyldi hún fyrir
börnunum sínum og koma þeim til manns og náði
því setta marki. Starfsdagurinn varð því oft langur
því hverja flík saumaði hún á þau, þó það væri
ekki alltaf úr nýju efni. En hún sagði: „Þau voru
ánægð með þetta.“
Nú þegar að leiðarlokum er komið finnum við
hve gott það er að hafa átt svona góða og trygga
ömmu sem allt vildi gera fyrir okkur en krafðist
aldrei néins. Það átti aldrei að hafa neitt fyrir
henni, það var alveg óþarfi. Þegar við komum að
rúminu hennar á spítalanum og spurðum hana
hvernig henni liði, var svarið alltaf það sama. Mér
líður vel, það eru allir svo góðir við mig hérna og
vilja allt fyrir mig gera. Það var hennar hjartans
ósk að okkur öllum liði vel.
Hafi svo elskuleg amma þökk fyrir allt og allt.
Við kveðjum hana með þessu fallega ljóði eftir
Tómas Guðmundsson:
4
Minningarnar leiftra
og lýsigullið skín.
Nú dreymir mig um ókomnu
œvintýrin mín.
En stundum kemur þögnin
og hylur gömul Ijóð.
Þá þrái ég enn að þakka
hvað þú varst mild og góð.
Svo yndislega œskan
úr augum þínum skein.
Svo saklaus var þinn svipur
og sál þín björt og hrein.
Og Ijúft sem liðinn draumur
ein löngun vitjar mín,
að krjúpa á hjarnið kalda
og kyssa í sporin þín.
Eygló, Þóra og Siggi Oli.
Þórarinn Hinriksson
Húsavík
Fæddur 5. ágúst 1961
Ðáinn 2. febrúar 1984
Ég man þig lítinn,
eftirlœti allra
og snöggan eins vg eldihg
færi 1101 húsið
svo sloltan snáða
en glaðværan og góðan
man ég nú ekki annan
tími sem leið
og þó er eins og
enginn tími síðan:
elding sem fer.
Dauði, sem vinnur hœgt, er líka hér
ég heyri þögn hans, ktdið leggst að mér.
Kristjan Karlsson
Í3LENDINGAÞÆTTIR