Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 28.03.1984, Qupperneq 6

Íslendingaþættir Tímans - 28.03.1984, Qupperneq 6
Kristbjörg Stefánsdóttir Fædd 12. júlí 1896 Dáin 8. mars 1984 Kristbjörg Stefánsdóttir, föðursystir mín, andaðist á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum, 8. mars s.l. Var hún fædd að Fremraseli í Hróar- stungu N. Múlasýslu, þann 12. júlí, 1896, dóttir hjónanna í Fremraseli, fyrr Heiðarseli, Stefáns bónda þar, (1889-1901) f. 1863 að Lýtingsstöðum í Vopnafirði, Magnússonar bónda þar, (1855- 1866) síðast að Skálamó í Vopnafjarðarheiði, Jóhannessonar „Skálda" bjó síðast (1818-1823) að Hlíðarhúsum í Jökulsárhlíð, f. 1780 að Stóra- hamri, Munkaþverársókn í Eyjafirði, Árnasonar Eyjafjarðarskálds, f. 1760 að Rifkelsstöðum, sömu sókn, Jónssonar bónda s.st. f. 1711, Jóns- sonar. Kona Stefáns og móðir Kristbjargar, var Guðbjörg, f. 1865 að Hreimstöðum í Hj. þinghá, Jósepsdóttir, bónda síðast að Heiðarseli, (1863- 1879) Erlendssonar, bónda að Streiti, Berufjarð- arströnd, Erlendssonar. S.k. Magnúsar, og móðir Stefáns, var Guðríður, f. 1831, að Ytri Nýpum í Vopnaf., Benjamínsdóttir, f. 1807, að Krosshús- um, á Flatey í Skjálfanda, Benjamínssonarbónda þar, f. 1770 Þorgeirssonar Snorrasonar, skálds og bónda á Brekku, í Fjörðum Ólafssonar, (sjá, Æ.þ.eyj.). Móðir Guðríðar var Rannveig, f. 1787, að N. Skálanesi, Vopnaf. Einarsdóttir bónda þar og sfðar að Syðri Vík, 1792, Þorvalds- sonar, og konu hans Guðrúnar Egilsdóttur. S.k. Benjamíns á Krosshúsum var Gróa, f. 1786 að Þverá í Fjörðum, Stefánsdóttir bónda þar Pálsson- ar, og konu hans Guðrúnar Pétursdóttur. Kona Jóhannesar „Skálda" og móðir Magnúsar var Kristbjörg, f. 1797 aðNefbjarnarstöðum íTungu, Jónsdóttir „yngra" f. 1770, Hjörleifssonar búandi þar ogf.k. hans Guðríðar, f. 1771, Sigurðardóttir. Móðir Jóhannesar „Skálda“ var Sigríður, f. 1759, að Kambi, Munkaþverársókn, Magnúsdóttir, bónda þar Jónssonar, en móðir hennar var Ingveldur Guðmundsdóttir, f. 1728, bónda að Gili í Hrafnagilsshreppi, Ketilssonar á Litla Hóli, f. 1650, Jónssonar. Þau Sigríður og Árni munu hafa verið trúlofuð að talið sé, en slitu trúlofuninni. En hún giftist síðar Guðna Sigurðssyni, frá Hálsi í Saurbæjarhreppi, og síðar á Núpufelli. Um 1790 átti Árni son með stúlku sem Guðfinna hét Þorfinnsdóttir, sá sonur hét Halldór. En árið 1792 giftist Árni Ingibjörgu Guðsteinsdóttur, áttu þau 3 börn, elstur var Jón, f. 1793 bjó í S. Þingeyjars. Þorgerður, f. 1795 og Kristín f. 1807, Árni andaðist 1816. Foreldrar Árna voru þau Jón Jónsson og Sigríður Hannesdóttir búandi að Rifkelsstöðum, auk hans áttu, Hannes er bjó síðast í Hafnarfirði, Maríu, s.k. Þórðar Þorkels- sonar á Melum í Fnjóskadal, Sigríði, gift Einari Guðjónssyni, bjuggu að Háhamri og Ingibjörgu og líklega Jórunni ekki er vitað um niðja þeirra. Jóhannes „Skáldi" var talinn skáld gott, góð- skemmtinn, orðheppinn og viðræðugóður, eins og Árni faðir hans, vandaður í öllu dagfari, og hvarvetna vel kynntur, fátækur var hann alla ævi, 6 enda meir hneigður til bóka en búsýslu, þau Kristbjörg áttu 8 börn: Sigríður, f. 1817, Sigurður, f. ■ 1818, Guðrún, f. 1820, Jón, f. 1821, Magnús, getið, f. 1822, Ingveldur, f. 1826, Jóhannes, f. 1830 og Kristbjörg, f. 1’932, Jóhannes „Skáldi“ andaðist 1856, hjá Ingveldi dóttur sinni, í Beru- firði. Kona Jóseps, var Oddný Sigurðardóttir, bónda að Heiðarseli Benediktssonar, á Rangá Grímsson- ar, prests, síðast að Hjaltastað Bessasonar. Þau Oddný og Jósep byrjuðu búskap sinn að Hreimstöðum, Hj. þinghá, börn þeirra sem upp komust voru. Guðbjörg getið, Guðrún g., Hall- dóri Marteinssyni, síðast að Sandvíkurseli, Nf. Guðlaug. g.. Þorsteini Magnússyni, lengst að Tjarnarlandi, og Sigþrúður, g., Einari Guttorms- syni, Síðast á Seyðisfirði. En þegar Jósep, maður Oddnýjar andaðist, 1879, var hún illa stödd með börn sín og félítil, en hún var dugleg mjög. Átti að koma henni burtu, svo að hún yrði ekki sveitlæg. En þá ræðst hún í það, með aðstoð Eiríks á Vífilsstöðum og Magn- úsar á Galtastöðum ytri, ágætismanna, að kaupa Heiðarsel. Braust þar síðan áfram með fágætum dugnaði. Móðir Jóeps í Heiðarseli, var Guðríður Árna- dóttir, prests Skaftasonar að Hálsi í Hamarsfirði, og s.k. hans Helgu Vigfúsdóttur, sýsluntanns í Þingeyjarsýslu, Jónssonar. Kristbjörg, var yngri tveggja barna þeirra Stefáns og Guðbjargar, sem upp komust, hitt var Magnús, síðast dyravörður í Stjornarráðinu, sem lést fyrir tæpum 2, árum. Guðbjörg móðir þeirra, andaðist 1901, og var Kristbjörg að mestu alin upp hjá Oddnýju, ömmu sinni í Heiðarseli. Árið 1927 giftist Kristbjörg Þórði skipasmið Jónssyni, formanni frá Gamla Hrauni á Eyrar- bakka Guðmundssonar, kona Jóns var Ingibjörg Jónsdóttirfrá Miðhúsum í Sandvíkurhreppi. Byrj- uðu þau búskap sinn á Akureyri, síðar Innri Njarðvík, seinna í Vestmannaeyjum, að Vallar- túni og Skálanesi. Eignuðust þau Þórður fjórar dætur, Láru, g., Isaki Þorkelssyni, járnsmið Kópavogi, Oddný g., Karli J. Gunnarssyni, verslm., Rvík., Ingibjörg g., Svani Jónssyni, vélstjóra, Vestmannaeyjum og Þóra g., Eyvindi Hreggviðssyni verkstjóra, Rvík. Þórður andaðist í Vestmannaeyjum, 1. febrúar 1939. Það er ekki talið fréttnæmt, og sjaldan gert að umtalsefni í blöðum þótt konur, á efra skeiði, falli frá. Og hafa, rhargar hinar göfugustu og merkustu húsfreyjur hvílt í gröfum sínum um árabil, án þess að starfsemi þeirra í þarfir lands og lýðs hafi verið birt eða þökkuð sem vert er, eða minning þeirra heiðruð á nokkurn hátt. Minning þeirra hefur því smátt og smátt fölnað eins og blómið á leiöunum, uns hún hefur að lokum dáið og gleymst öllum, og aðeins lifað og skinið í hjörtum eftirlifandi ástvina. Konunni, móðurinni er falið á hendur hið vandasamasta og ábyrgðarmesta starf. að uppala. fræða og þroska komandi kynslóðir. Minning og áhrif móðurinnar, er sú leiðarstjarnan sem skærast hefur skinið á vegum margra barna, fyrr og síðar. Kristbjörg, var gervileg ásýndum, nokkuð há vexti, hárið var jarpt, brosið blítt. Hún var látlaus í framkomu. alúðleg í viðmóti, ræðin og frænd- rækin. Gott minni hafði húri til hins síðasta, enda var hún fróð um flest, einkum ættfræði. Hún var vel að sér, bæði til munns og handa, fjölhæf í verki, starfsöm og gcstrisin var hún með ’aíbrigð- um. Guð komi sjálfur nú med náð, nú sjái Guð miil efni og ráð, nú er mér Jesús þörf á þér, þér, hef ég treyst í heimi hér. H. Pélursson Fyrir mína hönd, systra minna, Guðbjargar og Önnu Maríu, þakka ég að lokum Kristbjörgu fyrir alla hennar elsku við okkur systkinin og foreldra okkar, í gegnum árin. Kristbjörg var mjög ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.