Heimilistíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 6

Heimilistíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 6
vi&staddur og loks sjálfan sig. Þegar hann kom til Genova, varð hann fyrir óþægilegri reynslu. Hann hafði skipt um vagn á leiðinni og uppgötvaði nú, áð hann hafði gleymt dularklæðunum i hin- um vagninum. Hann rauk af stað. Var mögulegt að fá svona klæðnað, áður en vagninn færi af stað aftur? Þetta varð erf- itt og afar dýrt, en klukkan sex um kvöld- iö sat hann i vagninum með pakkann i fanginu, á leið til Parisar. Áður en vagninn var kominn að strand- veginum til Nice, hafði skynsemin tekið yfirhöndina. Berlioz fór af vagninum fékk sér vel að borða i fyrsta sinn i marga daga og hætti við að fara til Parisar. „Blessað sé hið mannlega eðli — ég er greinilega læknaður”. Hann sneri aftur til Rómar og sá ekki Marie Moke aftur fyrr en eftir mörg ár. Brúðkaupsklukkur Þegar skyldudvöl hans i Róm var lokið, fór hann aftur tii Parisar. Einhver hug- detta varð til þess að hann tók á leigu her- bergi i húsinu, þar sem Harriet hafði búið og sér til ánægju komst hann að þvi að hún var i Paris, þar sem hún lék meö eigin leikflokki. Nú myndu þau áreiðanlega hittast — hún gat ekki neitað aö taka á móti honum. Hann bauð henni á eina hljómleika sfna, þar sem Symophonie Fantastique og framhaldið, Leilo voru á dagskránni. Honum til ánægju, þáði Harriet boðið. Meðan Harriet hlustaði á texta Leilo, skildist henni að þessi óvenjulegi ungi maður, sem tveimur árum áður hafði svarið að hann elskaði hana, gerði það ekki. Engin kona hefur fengið opinberari yfirlýsingu um ást: — 0, að ég gæti bara hitt hana, þessa Júliu, þessa Ófeliu, sem hjarta mitthrópar á! 0, að ég gæti teygað til botns þann bikar hamingju og sorgar, sem felst í ósvikinni ást og iegið i örmum hennar um haustkvöld á eyðilegri heiði, i nöprum norðanvindi og sofnað mínum hinzta sorgarsvefni”. Daginn eftir voru þau formlega kynnt. Hafði Hector Berlioz loks hitt sina miklu ást? Vera kann að Harriet hafi um þessar mundir þarfnast vinar og félaga. Tilraun hennar til leikhússtjórnar hafði tekizt illa og Shakespeare var ekki lengur vinsæll i Paris. Ráðningin varð mun styttri, en hún hafði áætlað og hún var gjaldþrota. Auk þessa alls datt hún og brotnaði illa. Berli- oz gat talið nokkra vini sina á að hjálpa henni með þvi að halda hljómleika til styrktar henni og peningarnir nægðu til að borga skuldirnar. Þau giftu sig i brezka sendiráðinu i Paris i október 1833. Nú virt- ist sem einn draumur hans hefði loks rætzt. Harriet hafði hlotið hrós gagnrýnenda fyrir túlkin sina á ófeliu — og Berlioz taldi það bezta hlutverk hennar — en þó hún væri ekki framúrskarandi leikkona, var eftirfarandi klausa i ensku blaði með þvi grófasta: —Við skulum vona, að þessi unga, laglega stúlka verði svo hamingju- söm i hjónabandi sinu, að við komumst hjá þvi að sjá hana á ensku leiksviði i framtiðinni. Skömmu eftir giftinguna kom Harriet fram i nokkrum Shakespearestykkjum, einkum i góðgerðarskyni. Liszt og Chopin léku undir og það miklir peningar komu inn, að hægt var að greiða upp allar skuld- ir. En Berlioz-fjölskyldan varð þó enn um sinn i fjárhagsvandræðum. Harriet afbrýðisöm Langur timi leið unz Harriet náði sér af beinbrotinu og sér til örvæntingar komst hún að þvi, að hreyfingar hennar á leik- sviðinu voru oðnar þunglamalegar og klaufalegar. Auk þess var litil eftirspurn eftir enskum leikurum i Paris, sem eðli- legt má teljast. Hún lék i einu eða tveimur frönskum leikritum, en sagði aldrei orð. Sonur þeirra Louis fæddist 1834 og eftir það tóku tilfinningar Hectors til konu sinnar að kólna. Henni leið illa i þessu stöðuga peningaleysi og fegurð hennar fölnaði. Hann vann eins og vitlaus maður, en hafði litlar tekjur af þvi sem hann skrifaði i bókmennta- og tónlistartimarit. En það hjálpaði þó upp á fjárhaginn, en hann hafði sjaldan tima til að semja tón- list. En nú fór tónlist hans að vekja meiri athygli utan Frakklands og hann tók að ferðast — til Þýzkalands, Rússlands, Ungverjalands og Englands. Harriet var sjúklega afbrýðisöm og i- myndaði sér brátt, að Berlioz héldi fram- hjá henni. 1 ljós kom að hún hafði gilda á- stæðu. Áreiðanlegt er að hann átti i mörg- um ástarævintýrum á þessum tima. Harriet gat ekki ferðast með manni sinum vegna sonarins unga og nú tók hún að drekka. Þau fjarlægðust hvort annað og 6

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.