Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 10.04.1975, Qupperneq 38

Heimilistíminn - 10.04.1975, Qupperneq 38
® Litli rauði sárum. En þeir voru með flöskuna. Drengurinn tók svolitið vatn úr flöskunni og hellti á sár þeirra, sem greru strax og sið- an sleppti hann litla hrafnin- um út og hann flaug leiðar sinnar með hinum. Þá stökkti drengurinn vatninu á hestinn og hellti svolitlu i eyra hans. Hesturinn stóð upp og varð lif- andi eins og hann hafði áður verið. Drengurinn setti svolit- ið vatn á litla flösku handa sjálfum sér og þá héldu þeir félagar heimleiðis. Mikil varð gleðin, þegar þeir komu heim til kóngsins. Meðan þeir höfðu verið úti, hafði fallega stúlkan soðið fulla tunnu af tjöru. Nú stóð hún við tunnuna, strauk sig með svolitlu af vatninu góða og stökk þrisvar niður i tunn- una, án þess að fá svo mikið sem eina blöðru. — Ég giftist aldrei neinum, sem ekki getur gert slikt hið sama, tilkynnti hún. Kóngurinn gekk þegar að tunnunni, en kom aðeins fótunum ofan i og þeir skað- brenndust. Annar reyndi, en það fór á sömu leið. En drengurinn hafði i laumi, smurt sig með vatninu úr litlu flöskunni. Hann lét sig ekki muna um að stökkva þrisvar niður i tunnuna og kom óskaddaður með öllu upp aft- ur. — Ég vil giftast þér, sagði fallega stúlkan og svo var haldið brúðkaup. Veizlan stóð í þrjá daga og þegar henni lauk, fór drengur- inn út i hesthús til að gæta að litla, rauða hestinum. En þar fann hann aðeins beinahrúgu. Drengurinn settist niður og grét, en þá komu til hans tveir riddarar og tvær ungar stúlk- ur. — Af hverju ertu að gráta? spurði önnur þeirra. — Ég gleymdi litla, rauða hestinum minum meðan veizl- an stóð, kveinaði drengurinn — og nú er hann dauður. Hvað á ég að gera? Það var hann sem gerði öll kraftaverkin. — Það var ég sem var litli, rauði hesturinn, sagði stúlkan hlæjandi. Hrafnarnir tveir þeir stærri voru bræður mlnir og sá litli systir min. Við vor- um i álögum, en núna, þegar þú ert giftur þriðju systur okk- ar, erum við frjáls. Drengurinn fór með þau inn til brúðar sinnar og þar urðu fagnaðarfundir og endalaus veizla, sem liklega stendur enn. Einkaritarinn tilkynnir forstjóranum: — Ég held að maðurinn f simanum vilji tala viö yöur. — Helduröu? Hvaö þýöir þaö? Hefur hann spurt eftir mér eöa ekki? — Spurt og spurt. Hann sagöi bara: — Ert þaö þú, gamia fifl? WEN6- — Dóttir mfn er yöur velkomin, ungi maöur, ef þér takið móöurina lika. Gisli hefur haldið mikla afmælis- veizlu, og nú er hann aö kveöja gest, sem hann þolir fremur illa. — Blessaö- ur iáttu nú ekki Iföa sex ár, þangað til þú heimsækir mig næst. Fimm ár er alveg nóg. mn. — Ég keypti heilmikiö af flugeidum. — Þarna séröu, sagöi kennarinn. — Börn eiga ekki aö leika sér meö þannig hluti. — Já, þaö sagöi mamma lika — og fleygöi þeim f arininn. — Hvernig I ósköpunum á ég aö út- skýra þetta fyrir manninum mfnum? 38

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.