Heimilistíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 16

Heimilistíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 16
Einkastjörnuspáin 6. april Þúhefur marga af sömu eiginleikum og þeir sem fæddir eru 5. april, en þig skortir framkvæmdaaflið. bú munt skipta samtfð þfna miklu máli, en þó ekki verða mjög kunnur opinberlega. Þú kýst að lifa rólegu lifi, og þú ert það visindalega sinnaður að vilja hafa öll þin verk fullkomlega af hendi leyst. Þú ert sjálfur bezti gagnrýn- andi verka þinna. í augnabliks örvænt- ingu hættir þér við að tortima öllu, sem þú hefur gert, i stað þess að fara milliveginn milli heiðarleika þins sem listamaður eða vísindamaður. Áriðandi er, að þú einbeitir þér að hæfi- leikum þinum á einhverju einu sviði. Þér hættir til að byrja á mörgum verkefnum og ljúka engu þeirra. Til lengdar er það þrúgandi fyrir þig, og þess vegna er mikilvægt að stefna heils hugar að ákveðnu marki og láta hið tvöfalda eðli þitt starfa sem heild. Þú vinnur yfirleitt i skorpum og getur gert mikið á skömmum tima, en siðan getur liðið langur timi, án þess að þú gerir nokkuð. Tilfinningar þinar eru sterkar, og þú veröur ánægðastur, ef þú giftist á unga aldri. Veldu þér maka, sem býr yfir þeirri ró og staðfestu, sem þig skortir, en þarfn- ast. 7. april Persónuleiki þinn verkar yfirþyrmandi á annað fólk. Stjörnurnar hafa úthlutað þér framúrskarandi hæfileikum, en þig skortir kraft til að nýta þá. Settu þér tak- mark varöandi eitt verkefni, og stefndu aö þvi. Þegar árangur næst, geturðu byrj- að á þvi næsta. Aðeins á þennan hátt get- uröu náð takmörkum þinum. big langar i auð og völd. Karlmenn fæddir þennan dag velja sér oft stjórn- málastörf, þar sem þau geta orðið til þess að forframast gegnum. Þú er uppfinn- ingasamur, og stundum vottar fyrir snilli- gáfu, en þú getur ekki alltaf valið þér rétta fólkið til að starfa með, og þig skort- ir sjálfan leiðtogahæfileika. En ef þú gerir heiðarlega tilraun til að læra, tekst þér þaö. Þú ert sterklega með eða á móti hlutun- um og kýst heldur að fylgja en eiga for- dæmið. Þú ert eigingjarn, og ef þú færð ekki að ráða einhverju, viltu ekki vera meö. Hugboð þitt er skarpt og tilfinningar þfnar sterkar. Gagnstæða kynið laðast að þér, en veldu þér maka, sem kærir sig kollóttan um, hversu oft þú skiptir skapi, þá verðurðu ánægðastur. 8. april Þú hefur til að bera sjaldgæfa samsetn- ingu af góðri dómgreind og skörpu hug- boöi. Þú ert einn af þeim, sem alltaf hafa á réttu að standa. Það getur farið veru- lega i taugarnar á keppinautum þinum, en skiptir miklu máli fyrir sjálfan þig og samstarfsfólk þitt, einkum á sviði við- skiptamála. Með timanum er hætta á að þú verðir of öruggur með sjálfan þig, og gættu að þvi. Þá er hætta á að óvinir þinir verði fleiri en vinirnir, þar sem þú virðist fram úr hófi merkilegur með þig. Konur fæddar þennan dag eru liflegar og skemmtilegar og eru alltaf I selskaps- lifinu. Þær verða áreiðanlega miðdeplar i þeim hópi, sem kringum þær er, og framúrskarandi gestgjafar. f rauninni ertu mjög hagsýnn, en hefur ef til vill ekki þroskað þann eiginleika nægilega. Skap- lyndi þitt er fremur reikult, og þú lætur vel i ljós andúð þina eða samúð. Ef þú hef- ur einu sinni ákveðið eitthvað, er óliklegt að þú skiptir um skoðun. bér finnst gam- an að rökræða, en bindur þig hvergi, þar sem þú ert hvort eð er alltaf á sömu skoð- un. Metnaðargirni þin er mikil, þú ert ákaf- ur, og það er skammt öfganna á milli I þvi sem þú gerir. Aðeins mjög greint fólk skilur þig og hefur samúð með þér. Reyndu að foröast dómhörku og geymdu gullvægar setning- ar þar til þú skrifar meistaraverkið. 16

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.