Heimilistíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 14

Heimilistíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 14
 mx fannst um hann fékk ég aldrei að vita. Allt sem hiin sagði, var að hún hefði gefið hon- um heimilisföng fólks, sem gæti ef til vill hjálpað honum. Ég sá Stephen Jordan ekki framar.... Ég sór þess dýran eið að skipta mér aldrei framar af leikara. Viku eftir að éghitti Paul á Hampstead Heath, hringdi Tony Wimple. Hann spjallaði svolítið við mömmu, en bað svo um mig i simann. Ekkert var óvenjulegt við það. Tony var gamall vinur pabba og mömmu og eins og frændi i minum aug- um. Hann stjórnaði leiklistarskóla, sem talinn var sá bezti i London og "hann var besti maöur sem ég þekkti. — Hvernig hefur eftirlætisvinkonan min þaö? spurði hann eins og venjulega. — Agætt, takk. Ég hef bara mikið að gera um þessar mundir, svaraði ég eins ogsatt var. Þaðvar nefnilega mesti anna- timinn hjá litlu auglýsingastofunni, þar sem ég var teiknari. Þar vissi enginn hverrar dóttir ég var og ég naut þess. — Mér finnst þú eiginlega alltaf hafa mikið að gera, sagði hann. — Þú gerir ekkert nema að vinna og skemmtir þér aldrei. Hvenær fórstu til dæmis siðast i veizlu? Ég hugsaði mig um. — Ég hef vist ekk- ert farið slðan ég var hjá þér siðast, viðurkenndi ég. — Þarna sérðu, sagði hann ásakandi. — Annars getégsagt þér, að þú vannst sigur það kvöldið. Paul Denham varð yfir sig hrifinn. Manstu eftir honum? Hávaxinn, ljóshærður með blá augu. Hann sagðist hafa hitt þig á Hampstead Heath um dag- inn. — Já, ég man eftir honum, svaraði ég og reyndi að láta röddina hljóma eðlilega. — Hann var að hringja til min og biðja um simanúmerið þitt og ég lét hann fá það, hélt Toný áfram. — Var það rangt af mér? Varla gat ég sagt, að ég vildi óska, að hann hefði ekki gert það, svo ég svaraði: — Nei, auðvitað ekki. Tony hló. — Sattaðsegja, Jo, þá er Paul verulega ágætur náungi. Hann hefur lika hæfileika. Ef ég væri þú, gæfi ég honum að minnsta kosti tækifæri. — Hann er leikari, er það ekki? sagði ég snöggt. — Jaaaa, það má kalla hann það á viss- an hátt...Tony dró orðin dálitið. 14

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.