Heimilistíminn - 08.03.1979, Blaðsíða 37
Rikustu konur
Framhald af 21. siðu.
A árunum milli 1930 og 1940 erföi hún
um 35 milljaröa króna eftir vöruhúsa-
kónginn Woolworth. Stórum hluta þessa
auös hefur hún eytt á sjö eiginmenn sina.
Það byrjaöi meö georgiska „furstanum”
Alexis Miovani. Hann skildifljótt viö hana
enhafðiáður fengiö tvær milljónir dollara
i brúöargjöf. Brúöargjöf hans til hennar
var: — Barbara þú ert að veröa allt of
feit. Þú veröur aö horast.
Hún tók þetta mjög alvarlega og fór I
megrunarkúr: Eftir nokkra mánuði var
hún orðin svo horuö og vesöl aö hún fékk
taugaáfall. Hjónabandiö entist aöeins i
níu mánuöi.
Næsti eiginmaöur var danski greifinn
Kurt von Haugwitz-Reventiov. Þá kom
kvikmyndastjarnan Cary Grant,litháiski
prinsinn Igor Trpubetskoy, dóminikanski
diplómatinn og „atvinnuelskhuginn” Por-
firio Rubirosa og þýzki baróninn og
tennisstjarnan Gottfrid von Cramm. Aö
lokum var þaö svo láóski prinsinn Ray-
mond Doan Vinh Na Champasack.
Sá eini af þessum sjö eiginmönnum,
sem ekki þáði peninga aö skilnaði var
Cary Grant. Hann hafnaöi milljón dollara
kveöjugjöf.
Barbara Hutton náöi sér aldrei eftir
þennan skelfilega megrunarkúr og i dag
er hún sjúklingur.
Tóbaksmilljónir
Doris Duke er 65 ára gömul og banda-
risk. Hún getur talizt I hópi tiu rlkustu
kvenna heims. Eitt á hún sameiginlegt
meö Barböru Hutton. hún hefur lika veriö
gift Porfirio Rubirosa. Doris erföi miklar
fjárhæðir eftir fööur sinn, tóbakskónginn
james B. Duke. Er taliö aö hún hafi
fengið til umráöa um 35 milljaröa króna
þegar hún var 21 árs gömul. Mun hún nú
vera búin aö eyöa aö minnsta kosti helm-
ingi þeirrar upphæöar. Þó hefur höfuö-
stóllinn ekki minnkaö enda féö vel
ávaxtaö og eru eignir hennar nú um 100
milljarðar króna aö þvi er taliö er en
mestur hluti auöæfanna er I formi alls
konar hlutabréfa.
A meöan hún var ung og skemmti sér
eyddi hún dögunum I veiðiferöir, dans-
leiki, kampavinsdrykkju og I félagsskap
alls konar glaumgosa. Satt bezt aö segja
varö hún fljótlega drykkjusjúklingur.
Fyrsta hjónaband hennar fór út um þúfur
eftir átta ár. Skilnaöurinn áriö 1943
kostaöi hana um tvo milljarða króna.
Ariö 1947gitisthún Porfirio Rubirosa og
honum tókst aö eyöa fyrir hana nokkrum
milljónum svo ekki sé meira sagt á þvi
eina ári sem þau voru gift.
Nú heldur Doris sig fjarri glaumi lifsins
og lætur sér nægja aö hugsa um trjá-
garöinn sinn.
— Ég verö stundum óhrein og fæ bak-
verksegir hún. — En ég hef aldrei fundiö
til þess fyrr aö ég sé til gagns.
Hertogafrúin af Alba á
meðal annars 53 hall-
ir.
Illmálgar manneskjur segja aö Jacque-
line Kennedy-Onassis hafi alltaf dreymt
um aö teljast meöal tiu rlkustu kvenna
heims. Þvi miöur hefur henni ekki oröiö
aö ósk sinni. Hins vegar er stjúpdóttir
hennar, Christina Onassis i þessum hópi.
Arfur hennar eftir skipakónginn fööur
hennar er talinn vera um 140 milljaröar
króna.
óþekktar rikisfrúr
Fáirhafa liklega heyrt um spixisku her-
togafrúna af Alba, en hún ber aö minnsta
kosti 45 aöalstitla á 53 hallir og um 100
milijaröa króna eignir.
Ekkja AgaKhans erföi um 50 milljaröa
króna eftir mann sinn. Begum er á átt-
ræöis aldri og hefur ekki eytt um efni
fram. Hún lifir rólegu lifi skammt fyrir
utan Cannesþar sem hún á glæsihýsi mik-
iö.
Aö lokum er þaö svo franska frúin
Madeleine Dassault, sem telja má i hópi
tiu rikustu kvennaheims. Hún er gift flug-
vélaframleiöandanum Marcel Dassault,
sem lagöi heimanmund konu sinnar I
flugvélaverksmiöju meö góöum árangri
og hefur meö þvi aflaö henni milljaröa
króna. Dassault er maöurinn á bak viö
hinar frægu frönsku herflugvélar Mystére
og Mirage. Madeleine Dassault er sögö
eiga mikla peninga þó ekki séu þeir jaf-
miklir og peningar sumra þeirra sem hér
hafa áöur veriö taldar upp.
Dassault-hjóninbúa i Paris og eru bæöi
flughrædd, þótt undarlegt megi teljast.
Þfb
SD0
sbe
Að færast undan hrósi er
það sama og að biðja um
að sér sé hrósað á ný.
Ef eiginmaðurinn færir
konu sinni bióm að ástæðu-
lausu... þá er einhver
ástæða fyrir því.
Þeir eru allt of margir,
sem alltaf eru að horfa
„fram" til hinna góðu
gömlu daga.
Segðu ekki að þú þekkir
einhvern, fyrr en þú hefur
þurft að deila með honum
arfi.
Ef það er kaffi, sem ég fæ
á kaffistofunni, þá vildi ég
mega biðja um te, en sé
það te, þá held ég ég vilji
heldur kaffi.
Það er heilbrigt að vera
óánægður, svo fremi þú
missir ekki allan kjark.
Fegurð á yngri árum er
hending, en fegurð á gam-
alsaldri er list.
37