Heimilistíminn - 07.06.1979, Blaðsíða 28

Heimilistíminn - 07.06.1979, Blaðsíða 28
Hún hjálpar Framhald af 14. siðu. Nú myndu litlubörnin ekki þurfa lengur aöfara langan veg, kvölds og morguns, út aö ánni til þess aö baöa sig, og þau þyrftu ekki aö óttast skordýrin og slöngurnar, sem leyndust i grasinu.... Samhliöa fjársöfnuninni til brunnsins fór Ewa aö skipuleggja nýja starfsemit — Ég fór aö skipuleggja fósturbarjia- kérfi fyrir börn og fátækar ekkjur á te- ekrunum uppi i fjöllum, segir hún. En- þetta starf átti lika sinar ástæöur. Löngunin eftir að taka fóstur- barn Þegar Ewa kom i fyrsta sinn til Ceylon haföi hún fundiö hjá sér löngun tikþess aö taka aö sér ceylonskt barn, — Viö Bengt-Erik vissum þá, aö ekki var kominn. rétti timinn til þess. Drengirnir okkar voru mjög fjörmiklir og þurftu mikils meö. I október 1976 kom svo bréf frá systur Mary. „Nú höfum viö hér litla stúlku handa ykkur.” 1 nóvember, á 38, afmælisdaginn sinn fór Ewa til Ceylon á nýja leik. í þetta skipti til þess aö sækja litlu systurina handa Jónasi og Anders. — Hún hét Tanoja, segir Ewa, og var dóttir 16 ára skólastúlku, sem haföi eignastbarniöutan hjónabands á mæöra- heimili klaustursins. Þegar Ewa hitti Tanoju geröist dalitiö, sem hún haföi ekki reiknaö meö. — Þegar systir Mary rétti mér þennan litla aumingja fann ég ekki til nokkurrar hlýju eöa tilfinninga i hennar garö. Mér fannst hún svo mögur og ljót alls ekki litla sæta, brúna barniö, sem ég haföi imyndaö mér aö ég myndi sjá. Mér leiö voöalega illa. Hvaö var ég aö þvæla mér út i? Um leiö skammaöist hún sin hræöilega. Hvernig gathún veriösvona haröbrjósta, og hvernig komst hún hjá þvi aö finna til kærleika? — Svo varö mér rórra. Þaö var ekki aftur snúiö. Maöur tekur viö sínu eigin barni, sem maöur hefur fætt af sér, hvernig svo sem þaö litur út, þá er heldur ekkihægtaö velja. Innst inni vissi ég lika, aö þetta var þaö, sem ég a lltaf haföi óskaö mér. — Daginn, sem máliö var tekiö fyrir af dómstólunum, og hún varö okkar barn haföi kærleikurinn allt i einu náö yfir- höndinni meö mér, segir Ewa. — Þetta hljómar ekki gáfulega en svona var þaö nú samt. — Þaö aöeignastbarner i rauninni ekk- ert nema eigingirni. Þaö er vist eins gott aö viöurkenna þaö bara hreinskilnislega. Þaö var ég, sem alltaf haföi viljaö fá barniö, en geti maöur um leiö gert framtiö þess bjartari og betri þá er þaö gott. — Barn sem býr á stofnun, sama i hvaöa landi þaö er, fær nær alltaf betri umönnun ef þaö kemst á heimili. Þau börn sem eiga sér fjölskyldu — og á Ceylon er f jölskyldan mjög þýöingarmik- ið — á ekki aö gefa i burtu. Erfiðleikar einstæðra mæðra — Samt er hægt að hjálpa til, og þaö meöþviaðtaka aösér börnin úr fjarlægö. Og svo fer Ewa aö segja frá börnunum og fátæku ekkjunum á teekrunum uppi I fjöllum. — Einstæöar mæöur á Ceylon eiga i miklum erfiðleikum. Á teekrunum eru margar slikar konum. Kannski hefur fjöl- skyldan öll unniö á teekrunni i byrjun, og þrátt fyrir þaö aö launin séu á okkar mælikvaröa óskiljanlega lág, tekst fólk- inu aö sjá sér farboröa. Svo deyr kannski maöurinn, eöa hann yfirgefur konu sina og börn, og þá stendur hún uppi meö nær enga peninga . — Ef til vill eru ekki önnur börn I meiri þörf fyrir fóöur sinn en einmitt þessi, vegna þess aö börnin, sem eru á barna- heimilinu fá þó aö minnsta kosti mat og föt. Börnin úti á plantekrunum búa i léleg- um húsakynnum og þau fá ekki mat né föt. Viö sjálft liggur aö þáu svelti. Um siöustu jól fór Ewa i þriöja skiptið til Ceylon og sá, hve bágborið ástandiö þar var. Hún hefur siöan hún kom heim tekiö aö skipuleggja starfsemi, þar sem fólk getur tekiö að sér börn, sem halda þó áfram að vera heima hjá sér. Hún sýnir okkur myndaalbúm, þar sem i eru myndir af mörgum börnum og ýmsar upplýsingar um þau. Þessi börn þarfnast föður, og nú er markmiðið aö fósturforeldrar I Sviþjóö taki þau aö sér ogsendi þeim ákveöna peningaupphæö á hverjum mánuöi. Ewa segir, aö fólk geti lika sameinast um aö sjá einu barni far- boröa, þá nægi aö hver og einn sendi t.d. fimm eöa tiu krónur sænskar, en reiknaö er meöaö hvertbarnþurfi á ca 30 kronum sænskum aö halda á mánuði. Ewa hefur lagt á sig nfiikla vinnu, en hún segir, aö hún njóti þe^s I rikum mæli að geta látiö þannig eitthvaö gott af sér leiða. Fólk segir oft viö Ewu, aö heims- vandamálin séu svo stór, aö það geti ekki veriö aö hugsa um þau Þessi ummæli falla henni illa. Hún svarar þvi til, aö fólk þurfi ekki aö reyna aö leysa þau sjálft, en meö þvf aö leggja smáfjárupphæöir af mörkum geti þaö glatt marga, hvaö sem ööi u liður. 1 blaöinu, sem þessi grein birtist, var gefiö upp heimilisfang Ewu Liw, en það er Lillmyravagen 49, 802 38 Gavle, Sviþjóö, ef einhverkann aö hafa áhuga á aö skrifa henni og fá frekari upplýsingar um starf- semi hennar. ÞFB Hér er uppástunga frá konu minni. Hún segir aö þú veröir aö hætta. — 28

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.