Heimilistíminn - 07.06.1979, Blaðsíða 33

Heimilistíminn - 07.06.1979, Blaðsíða 33
hann virti fyrir sér fjarlægðina. En Halli gerði sér ljóst, að þessum hraða gat hann ekki haldið alla leiðina yfir fjörðinn, þó að þeim hinum mundi takast það, þar sem þeir voru tveir. Halli fylgdist mjög vel með bátnum, sem á eftir þeim kom, og dáðist að þvi, hve öruggir og samtaka þeir voru við róðurinn. Þvi miður ruglaði þessi athugun hann litið eitt um stund og dró úr orku hans. En hann náði sér fljótt á strik nú, ákvað að róa i takt við leitarmenn- ina og gekk honum þá miklu betur... Bara að þollarnir brystu nú ekki við átök hans. Það var liklega ekki hyggilegt af honum að rykkja i þá af öllum kröftum. Þegar Villi leit næst til mannanna, sagði hann ekkert. Hann leit aðeins alvarlegur til Halla. Það leyndi sér nefnilega ekki, að leitar- menn höfðu töluvert dregið á þá. Báturinn valt ofurlitið, þegar Villi sneri sér aftur. — Liggðu alveg kyrr, sagði Halli skipandi röddu. Velta á bátnum varð til þess að draga úr ferð hans, en nú var hver metri mikils virði. Ætla mátti, að nú væru þeir hálfnaðir yfir fjörðinn, eða þvi sem næst. Eyjan lá að baki, sveipuð mistri næturinnar, en meginlandið kom allvel i ljós fyrir stafni. Báturinn fyrir aftan þá færðist óðum nær, og mennirnir komu greinilegar i ljós. Halli varð miður sin, þegar hann sá, að hann gat ekki haldið i við þá. Hann mundi fljótlega verða að gefast upp. Og þegar hann sá alvörusvipinn á Villa, varð honum ljóst, að hann hafði lika misst alla von. Þá urðu þeir allt i einu báðir mjög undrandi og ætluðu tæpast að trúa sinum eigin augum. Mennirnir, sem eltu þá, voru hættir að róa. Ár- arnar hreyfðust ekki lengur, og báturinn var alveg að stöðvast. Þeir heyrðu óljóst rólegar samræður og sáu, að annar maðurinn kveikti i pipu sinni. Höfðu þeir gefizt upp? Voru kraftar þeirra kannski á þrotum? En þeir höfðu þó si fellt dregið á þá? — Ráðningin á þessari gátu fékkst fyrr en varði. Það var sem Halli stirðnaði upp og horfði einnig i sömu átt. Ljós depill var á ferð þarna langt inn frá. Mennirnir i árabátnum höfðu veitt þvi athygli, að hrað- báturinn var lagður af stað, og þess vegna ástæðulaust fyrir þá að halda eftirförinni áfram. Eftir fáeinar minútur mundi hraðbát- urinn vera kominn, og starfsmenn hans hafa fest hendur i hári strokudrengjanna, löngu áð- ur en þeir kæmust að ströndinni, sem var fram undan, og þar sem frelsið blasti við þeim. — Ó, það er enn svo langt eftir, stundi Halli. — Já, en þú kemst það áreiðanlega, Halli, — sagði Villi hughreystandi.. Báðum var þeim þó ljóst, að þetta var vonlaust mál, og þá ekki sizt Halla, sem var i einu svitabaði og að þrotum kominn.... Hviti bletturinn stækkaði brátt og varð að bátsstefni, sem skar vatnið i tvær hvit- ar lengjur, sem þeyttust til beggja hliða.Véla- skellir bárust nú einnig greinilega til þeirra. Halli var þungt hugsi. Hverjir skyldu vera i hraðbátnum? Liklega væri réttast, að hann fleygði sér i sjóinn og drekkti sér? ... Villi tók þessu öllu með meiri ró. — Ef þeir ná okkur núna, þá getum við bara . strokið aftur seinna, sagði hann borginmann- lega. — En þú kemst áreiðanlega að landi, áður en þeir ná okkur. Það er ekki að verða svo langt eftir.... Er annars nokkur ástæða til, að ég sé lengur i felum, þegar þeir vita, að þetta erum við? ...Villi stóð upp. Vatnið rann af bak- hluta hans. Halli var lafmóður og skrælþurr i munni og hálsi af þorsta og áreynslu. Hann eyddi ekki orku sinni i að svara, en lagði sig enn fram af fremsta megni, þótt aðstaðan virtist vonlaus og kraftar hans að þrotum komnir. — Skv... skve... skvettu sjó á... á... hendur minar, stamaði hann, — þær ... þær eru að renna af árunum. Villi greip strax austurstrogið, en gat ekki varizt brosi, þegar hann minntist þess, hvernig hann hafði notað það siðast, fyllti það af vatni, sem hér var mjög litið salt, vegna ánna, sem runnu i fjörðinn, og hellti þvi yfir hendur og andlit Halla, svo að skyrtan hans blotnaði mikið, en það þótti honum bara gott. Nú sáu þeir kolla, sem teygðu sig út fyrir borðstokkana, báðum megin, og kliður háværra samræðna barst til þeirra. Það mundi þvi vissulega ekki liða á löngu, þangað til þeir yrðu teknir höndum, og farið með þá til uppeldisheimilisins á ný. Þetta var i rauninni mjög gremjulegt fyrir þá, þar sem svo litlu munaði, að þeir næðu landi og kæmust undan. Þeir höfðu verið mjög heppnir að komast frá heimilinu án þess að nokkur yrði var við þá. Og eiginlega höfðu þeir alls ekki gert ráð fyrir þvi, að bátsferðin yfir fjörðinn mundi eyðileggja áætlanir þeirra. Þeir höfðu alltaf búizt við, að erfiðast yrði að komast burt úr svefnskálunum. 33

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.