Heimilistíminn - 27.04.1980, Page 8

Heimilistíminn - 27.04.1980, Page 8
r — Konan er til jafnmikils gagns og heyrnarlaust eyra og karlinn er meira virði en konan, eða konur hafa sitt hár, en stuttar hugsanir. Allt eru þetta aldagömul kinversk orðatiltæki. í dag er aftur á móti vinsælt að segja í Kína, að konan haldi uppi hálfri himinhvelfing- unni. Konan var einskis metin i Kína fyrr á öldum. HUn átti aö þjóna fööur sfn- um, manni og sonum. Hún var bundin viö þrjá steina, myllusteininn, ofninn og rúmiö. 1 noröanveröu Kina er rúmiö búiö til úr steinum og leir. Eftir aö keisaraveldiö leiö undir lok í Kina viö byltinguna áriö 1911 breyttist staöa kwiunnar i Klna. Eftir þaö var bannaö meö lögum aö vefja fætur kvenna, en ekki fóru menn aö fylgja þeim lögum þegar i staö. 1 margar aldir höföu menn reyrt fætur mey- bama i Kina meö þeim afleiöingum, i Kíi aö allar tærnar, aö stóru tánni undan- skilinni, beygöust undir ilina. betta var ekki einungis siöur hjá yfirstétt- inni, heldur var þetta algengt meöal allra stétta þjóöfélagsins. Fætur kvennanna voru bundnir i þeim tilgangi aö göngulag þeirra yröi meira æsandi en ella. Sagt var, aö meira aö segja lyktin af fótunum, eftir aö tekiö var utan af þeim heföi æsandi áhrif á karlmenn. 1 Peking má enn sjá fjöldamargar gamlar konur, sem eru meö reyröa fætur. 1 Suöur-Kina er þaö' óvenjuleg sjón, enda var þaö ekki eins algengt þar og noröur frá. Vesturlandabúarhalda þvi oft fram, aökommúnistabyltingin áriö 1949 hafi gjörbylt fjölskylduskipulaginu I Kina. A siöari árum, eftir aö útlendingar fóru aö fá aö feröast um Kina, hefur mönnum oröiö ljóst, aö úti i sveitunum eru m jög náin tengsl innan fjölskyldn- anna og fastar siövenjur rikja enn. 8

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.