Heimilistíminn - 27.04.1980, Blaðsíða 12
stórt, rautt egg, stærra en nokkurt annað, sem
þau höfðu séð.
Þetta var gljáandi og fjarska fallegt egg,
sem hægt var að opna. Og þegar það hafði ver-
ið opnað, kom i ljós blátt egg, litið eitt minna.
Væri bláa eggið opnað, kom i ljós gult egg, sem
var inni i þvi. Inni i gula egginu var svo grænt
egg, inni i þvi græna hvitt og þannig sifellt
minni og minni egg koll af kolli. Tamar og Tóta
gátu alls ekki talið, hve mörg eggin voru.
En allra innst var lítið egg úr skiragulli og
það var ekki hægt að opna.
Tamar hélt lengi á þvi I hendi sér og horfði
hugfanginn á það.
— Hvað heldurðu að sé inni I gullegginu?
spurði hann og leit til afa.
— Það veit enginn, vinur minn, svaraði afi.
— En þegar ég eignaðist það, var ég einnig
staddur I Kina. Og þá kom til min Kinverji með
þykka fléttu langt niður á bak, og hann hvislaði
til min á kinversku, hvað væri inni i gullegginu.
Það var leyndarmál.
— Og hvað sagði hann? spurði Tóta.
— Já, hvað sagði hann? spurði Tamar.
— Já, það er nú einmitt það sorglega við
þessa sögu, sagði afi, — ég skil nefnilega ekki
kinversku!
— Ó, afi, þú ert nú meiri háðfuglinn! kallaði
Tóta og þreif i hárið á honum. Þau fáu, sem
hann átti enn eftir ofan við eyrun.
Afi skellihló og flutti pipuna yfir I hitt munn-
vikið.
— Já, ég er vist ósköp vondur, sagði hann. —
En mér finnst svo gaman að geta um það, sem
er inni i gullegginu. Ef til vill er það litið hjarta
úr gulli.
— Já, eða kannski pinulitið brúða I fallegum
fötum, sagði Tóta.
— Eða agnarlitið seglskip, hvislaði Tamar.
Og svo horfðu þau stundarkorn á eggið öll
saman.
En amma átti lika ýmislegt skritið og
skemmtilegt. Og furðulegust af öllu þvi, sem
hún átti var ofurlitil spiladós.
Hún var úr hreinu silfri, og það var hægt að
vinda hana upp og þá lék hún ljómandi fallegt
lag.
Það var þó ekki aðeins þetta, sem einkenndi
hina furðulegu dós. Efst á henni stóðu karl og
kona, sem héldu fast hvort I annað, og þegar
spiladósin var i gangi, dönsuðu þau saman af
frábærri leikni og háttvisi, svo að unun var á að
horfa.
Amma var eina persónan I öllum heiminum,
sem fékk að vinda upp dósina. Nú gerði hún
það þrisvar fyrir þau Tamar og Tótu og
mömmu, pabba og afa, þvi að þeim fannst það
öllum skemmtilegra, en nokkuð annað.
Já, hér var sannarlega margt skritið, sem
Tamar hafði aldrei kynnzt áður.
Hann hafði aldrei átt nein leikföng, þegar
hann var i Afriku, aðeins einn litinn fil úr tré,
en honum hafði hann týnt, þegar hann varð
einn og yfirgefinn.
Nú átti Tamar bila, báta og spil og ýmislegt
annað fallegt. Pabbi og mamma, afi og amma
ásökuðu hvert annað, þegar eitthvert þeirra
gaf honum nýtt leikfang.
Það'var ekki hægt að gera sér neina grein
fyrir þvi, að Tamar spilltist af dekri, eða of
miklu eftirrlæti, þvi að hann gladdist alltaf
jafnmikið við hverja gjöf, sem hann hlaut. Já,
þó að það væri jafnvel ekki nema venjuleg nær-
skyrta, sem mamma gaf honum, varð hann
himinlifandi glaður, eins og hann hefði fengið
flugvél.
— Þú er kynlegur náungi, karlinn minn litli
sagði mamma.
l