Heimilistíminn - 27.04.1980, Blaðsíða 9

Heimilistíminn - 27.04.1980, Blaðsíða 9
Samkvæmt gamalli heföflutti konan alltaf inn á heimili foreldra mannsins sins. Þetta er enn venja. Menn hafa reynt aö berjast fyrir breytingum á þessum siöum sem og mörgum öörum, en drangurslaust. Kanton-útvarpiö flutti einu sinni fréttir um þaö, aö f Kwantung-héraöi hafi ungt par, Lo Ming og Li Chung, ákveöiö aö breyta út fráhinni gömlu reglu og viljaö flytja heim til foreldra brúöarinnar, enda þótt foreldrar mannsins væru þvi and- vigir. Foreldrar stúlkunnar þurftu á aöstoö aö halda vegna þess aö þeir voru orönir gamlir og lúnir. Var sagt frá þessu I útvarpinu, til þess aö aörir mættu fara eftir þvi. Jafnrétti karla og kvenna er lög- bundiö i Kina nú á dögum. Mao for- maöur sagöi: — Tímarnir hafa breytzt ognúerukarl og kona jafnrétthá. Þaö sem karlmaöur getur gert, getur kon- an lika gert. Bæöi konur og karlar eru send á endurmenntunarnámskeiö I Kina. Þar fær fólkiö tækifæri til þess aö mynda sér nýjar skoöanir um ástina, hjóna- bandiö og fjölskylduna, um barnaupp- eldi og hvernig á aö samræma barátt- una fyrir byltingunni heimilishaldinu. Jafnvel á fimmta áratugnúm þótti ekki viö hæfi, aö eiginkona opinbers starfsmanns eöa foringja i hernum ynniutanheimilis. Nú oröiö vinna90% allra kvenna f Kina utan heimilis. Konur fá 56 daga fri þegar þær ala barn. Fyrsta áriö eftir aö bamiö fæöist fá kon ur leyfi til þess aö vera frá vinnu tvo tima á degi hverjum til þess aö þær geti gefiö börnunum brjóst og gefiö þeim aö boröa. Annaö leyfi frá störfum fá reyndar hvorki konur né karlar I Klna, nema á kinverska nýár- inu, sem er um mánaöamótin janú- ar febrúar og svo er 1. mai frídagur. Hjdn, sem veröa aö búa sitt i hvoru lagi vegna starfa sinna, fá tvær vikur á ári til þess aö heimsækja hvort annaö. Alþjóöadagur kvenna, sem haldinn er hátiölegur i Kina 8. marz er aö hálfu leyti fridagur kvennanna. Reglan er sú, aö konur og karlar skuli hafa sömu laun, en spyrji menn um meöaltekjur karla og kvenna í verksmiöjunum kemur yfirleitt i ljós, aökarlar eru meö hærri laun en konur. Þaöervegna þess aö likamsburöir eru mikils metnir. 1 landbúnaöi þurfa karlar aövinna erfiöari störf en kon - ur og fá þess vegna hærri laun. I verksmiöjunum eru barnaheimili, en þó er venjulegra aö unga fólkiö búi meö foreldrum slnum, sem þá annast börnin, þegar þeir yngri eru I vinn- unni. A sumum heimilum veröur föö- uramman, sem kannski er oröin ekkja, aö annast allt heimilishaldiö. Sums staöar gengur þetta svo langt, aö fulloröna konan tekur viö öllum laun- um sona sinna, og skiptir þeim á milli fólksins eftir þvi sem þaö þarf á þeim aö halda. Annars staöar eru þaö feö- urnir, sem taka peningana, meira aö segja af fullorönum dætrum sinum, sem þá eru ekki giftar, en búa enn heima hjá foreldrum sinum. Oft á tiö- um boröar fólkiö hádegismatinn á vinnustaö, og kvöldmatinn kaupir þaö þá jafnvel á einhverjum veitingastaö A myndunum sjáiö þiö kfnversk- ar konur viö vinnu og aörar, sem sitja og hvíla sig um stund. Kerr- an, sem konan ekur barninu f, og sést á einni myndinni er dæmi- gerö fyrir barnakerrur i Kfna. Hún er töluvert frábrugöin þvf, sem viö eigurn aö venjast. nærriheimili sinu, eöa vinnustaö. Ekki mun óvenjulegt aö sjá karlmenn kaupa I matinn, og margir kinverskir karlmenn eru afbragösgóöir mat- reiöslumenn. Þeir geta setiö langtím- um saman og rætt um þaö, hvernig sjóöa eigi grænmeti og kjöt á fjöl- marga ólika vegu. Oft á tiöum eru börn höfö á barna- heimilum alla vikuna, og koma aöeins heim til sín um helgar. Aöspuröir’ segja foreldrar þeirra og þeir sem stjórna barnaheimilum, aö þetta geri þeim ekki nema gott. Þau læri aö um- gangast fólk og lifa I sambýli viö aöra. þfb 9

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.