Heimilistíminn - 30.11.1980, Blaðsíða 10

Heimilistíminn - 30.11.1980, Blaðsíða 10
r — Hvað gat ég annað gert? Hann hlaut hvort eð er að komast að þvi fyrr eða siðar. — Borðaðu matinn þinn sagði Brad. Eftir svolitla stund kinkaði hann kolli sambvkki- andi. — Það var vist bezt að segja honum þetta. Ég geri ráð fyrir að það hafi fengið á hann, eða hvað? —Er það nokkur furða? Þegar öllu er á botn- inn hvolft, þá er hann þó læknir. — Kominn beint úr klóm dr. McCullers og án efa sannfærður um, að dr. McCullers sé bezti læknir i heimi. — Svona hér um bil. — Sú staðreynd að sjúklingurinn lifði þetta af, hefur ekki breytt á nokkurn hátt skoðun hans. — Hvernig gat hún gert það? Hvernig get ég sannað að hún hefði ekki lika lifað þótt ég hefði farið eftir fyrirmælum dr. McCullers? Ég er einasta manneskjan sem veit, að svo hefði ekki verið. Já og ég veit það með vissu, Brad. Ég veit bað. — Auðvitað veiztu það elskan. Ég er ekkert að mótmæla þvi sagði Brad og gretti sig. — Þvi er bara þannig háttað að ég þoli ekki að sjá þig eyðileggja alla framtíð þina sem hjúkrunar- konu með þvi að mótmæla einni af þessum dýrðarverum drottins lækninum! Flestir þeirra eru ekki jafnvel gefnir og þú ert, og þeir hafa heldur ekki til að bera þær tilfinningar, sem gera það að verkum að þú litur á sjúkling- ana þina sem manneskjur mannlegar verur ekki bara kort eða skýrslu sem hangir við fóta- gaflinn á rúminu. Andrea brosti dularfullu brosi. — Mikið ertu góður, Brad. Þakka þér fyrir, sagði hún af litillæti. — Ég býst við, að væri ég eins góð hjúkrunarkona og þú segir að ég sé, myndi ég verja læknana og segja þér, að þú 10 hefðir á röngu að standa. Þú hefur það lika, þegar á heildina er litið en svo eru alltaf nokkr- ir eins og doktor McCullers! — Sem betur fer aðeins örfáir, bæði vegna sjúklinganna og hjúkrunarkvennanna. — Já, mjög fáir, samsinnti Andrea. — Allan þann tima, sem ég vann á sjúkrahúsinu, bæði á meðan ég var að læra og eftir að ég útskrifaðist hitti ég ekki nema þennan eina — dr. McCullers sjálfan. —Það nægir að bara sé einn á borð við hann! Nú sneri Andrea sér snöggt að honum og það var bænarsvipur á andliti hennar. — Brad, fór ég rétt að? —Að fara ekki eftir skipunum hans? Þú viss- ir aðþær voru rangar? Auðvitað gerðir þú það. Konan lifði, eða gerði hún það ekki? Svo hélt Brad áfram: — En ég hef verið að velta þvi fyrir mér, úr þvi þú varst svona viss um, að fyrirskipuð hafði verið röng meðferð, hvers vegna þú fórst ekki til eins af sjúkrahússlækn- unum og sagðir honum hvernir þér leið og spurðir hann ráða. Andrea brosti en það var engin gleði i bros- inu. —Ég gerði það Brad, játaði hún. — Ég fór til tveggja yfirmannanna, og þeir voru alveg mið- ur sin út af þvi, að ég skyldi leyfa mér að efast um réttmæti fyrirskipunar eins af læknunum, sér i lagi þar sem um var að ræða dr. McCull- ers, sem allir mátu svo mikils. Þeir töluðu meira að segja gegn mér, þegar dr. McCullers lét reka mig. Brad horfði á hana svolitla stund, og hann langaði mest til þess að mega hugga hana, en gat semt ekki látið sér detta neitt það i hug, sem hann gæti sagt við hana. Andrea hætti að láta sem hún væri að borða og brosti nú til hans.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.