Heimilistíminn - 30.11.1980, Blaðsíða 12

Heimilistíminn - 30.11.1980, Blaðsíða 12
Innan skamms var tekið til við að afferma skipið og haldið áfram allan daginn. Og þegar þvi var lokið, voru lestarnar hreinsaðar vand- lega og þurrkaðar. Nú var aðeins spurningin, hvenær vörur þær, sem Trinita átti að fara með, mundu koma. Hún átti bæði að flytja bila og vélar til Noregs. En þvi miður voru bilarnir enn ekki tilbúnir. Afgreiðslan hafði eitthvað tafizt i verksmiðjunni. Pabbi klóraði sér önuglega i kollinn. Fyrir vikið mundi hann koma nokkrum dögum seinna til mömmu og barnanna. „Viltu ekki koma með okkur á bió i kvöld?” spurði 1. stýrimaður. „Nei, þökk fyrir,” sagði pabbi, ég fer ekki fet upp i þessa borg, nema brýn nauðsyn beri til. Þetta er eins og argasti bakarofn.” Siðan gekk pabbi upp til sin og háttaði fljótt. Og aldrei þessu vant var hann dálitið leiður og þreyttur. 4. kafli Pabbi hittir broshýran blökkudreng Daginn eftir fór nú pabbi engu að siður upp i borgina stóru. 12 Hann hafði mikinn hug á að kaupa ákveðinn hlut og gefa börnunum. Hann vissi, að það mundi koma þeim á óvart og gleðja þau mikið Þetta var stórt gúmmibaðker, sem hann hugsaði sér að lofa þeim að busla i á þilfarinu. Ef til vill var það þessi mikli hiti, sem kom pabba til að hugsa um þetta einmitt nú. En hvað sem þvi leið var ágætt að eiga það, meðan þau dvöldu á þessum suðlægu slóðum. Og svo lagði þá pabbi af stað til að leita að verzlun, sem hafði slikar vörur á boðstólum. Að lokum fann hann feykistóra verzlun, þar sem hægt var að kaupa flest, sem nöfnum tjáir að nefna, allt frá saumnálum til fila. Hann flýtti sér þangað inn og fann fljótlega gripinn, sem hann var að leita að. Þegar hann hafði fest kaup á honum, fór hann upp á aðra hæð verzlunarinnar og keypti töluvert af fatnaði handa börnunum og kjólaefni handa mömmu. Og með þetta allt sameinað i einum stórum böggli gekk hann svo út á götuna á ný. Það var miklu hlýrra nú en þegar hann fór inn i búðina. Þetta heita, raka loft var hálfu verra en loft i gufubaði. Malbikið rann i sundur i hitanum, göturnar voru fullar af sveittu fólki og suðandi bilum — og pabba langaði mest til að fara aftur inn i verzlunina stóru, þar sem loftið var þó miklu svalara. En svo herti hann sig upp. Hann sá við nánari athugun að það var bezt að ljúka þessu af eins fljóttogunnt væri. Klukkan var ekki nema rétt ellefu og hitinn yrði vafalaust enn þá meiri, þegar liði á daginn. Hann beit á jaxlinn herti takið um böggulinn stóra og lagði af stað út i umferðina i áttina til Trinitu. Hann var ákveðinn i að láta ekkert hefta för sina. Þá heyrði hann allt i einu að einhver sagði fyrir aftan hann: „Heyrðu gamli skröggur, á ég ekki að bera böggulinn þinn?” Pabbi sneri sér við og leit niður. Þá sá hann að fast við hlið hans, vinstra megin, var litill tötralegur blökkudrengur-og hann var verr til fara en nokkur annar snáði sem hann hafði séð lengi. Hann var óvenju dökkur á hörund, næst- um kolsvartur og hafði stóran barðmikinn stráhatt á höfði — þann stærsta sem pabbi hafði nokkru sinni séð á svo litlum dreng. „Já, sæll, drengurminn”, sagði pabbi, þegar mesta undrun hans var liðin hjá. „Ertu kannski að ávarpa mig með þessum hætti?” spurði hann á máli drengsins. „Já, auðvitað — heldurðu kannski, að ég

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.