Heimilistíminn - 30.11.1980, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 30.11.1980, Blaðsíða 13
hlaupi hér um og tali við sjálfan mig?” spurði drengurinn litli og þurrkaði sér um nefið. „Ég er nú ekki alveg ruglaður enn þá”. „Hvað er það þá, sem þú vilt mér?” spurði pabbi. „Auðvitað bera böggulinn þinn”, svaraði drengurinn. „Já, leyfið mér að gera það, herra”. „Bera böggulinn minn?” spurði pabbi og virti nú þennan litla dreng betur fyrir sér. Böggullinn var næstum þvi alveg eins stór og hann. Það var með öllu óhugsandi að drengur- inn gæti valdið honum, hvað þá borið hann alla hina löngu leið niður að skipinu. „Nei, drengur minn,” sagði pabbi og hló. Þessi böggull er þér áreiðanlega ofvaxinn, — hann er alltof þungur fyrir þig. Annars þakka ég þér fyrir, að þú vildir hjálpa mér, en ég verð vist að bera hann sjálfur”. Hann stakk hærri hendinni niður i vasa sinn og ætlaði að taka upp pening til að gefa drengn- um, áður en hann legði af stað með böggulinn. En i sama bili bar annan dreng þarna að. Hann var töluvert stærri og ýtti þeim lit>la tafarlaust til hliðar. „Nei, ég skal bera böggulinn fyrir þig”, sagði sá stóri, — „láttu mig hafa hann”. „Ekki nema það þó!” kallaði drengurinn litli. „Þetta er þokkalegt eða hitt þó heldur. Þú veður hingað eins og vikingur og ætlar að taka af mér vinnuna! Snautaðu tafarlaust burt, langi frekjudallurinn þinn, — þetta er min vinna en ekki þin! „Nei, heyrið þið bara rausið i þessu af- styrmi”, sagði sá stóri storkandi. „Hafðu þig tafarlaust burt, annars skal ég berja þig, svo að þú blánar hátt og lágt”. Pabbi leit til litla drengsins. Nú fór ekki mik- ið fyrir honum lengur. Það var að visu aug- ljóst, að hann var afar reiður, en hann gerði sér fulla grein fyrir að það var tilgangslaust að ráðast á þann stóra. Og pabbi sá að hann var að þvi kominn að gráta vesalingurinn litli. „Nei, hægan nú, herrar minir”, sagði pabbi ákveðinn. „Þú komst fyrst, drengur minn”, sagði hann við þann litla, „og ef þig íangar mikiðitil að bera böggulinn minn,skal ég leyfa þér að gera það”. Ekki gerði pabbi þetta vegna þess, að hann þyrfti á hjálp að halda,. Hann gat sem bezt borið pakkann sjálfur. En hann gerði sér ljóst, að drengurinn þurfti að vinna sér inn fáeina aura, og pabba geðjaðist engan veginn að þvi að stóri drengurinn var ónærgætinn við hann. „Gjörðu svo vel”, sagði pabbi og rétti honum böggulinn. Blökkudrengurinn litli geislaði af gleði og tók fagnandi á móti honum. Auðsætt var, að þetta reyndist honum erfitt og pabbi gat ekki varizt brosi. Hann var ekki bjartsýnn á, að honum mundi takast þetta. En drengurinn beit á jaxl- inn og var hinn borginmannlegasti. „Jæja, herra minn”, sagði hann móður og másandi, —„segiðmérhú, hvert égá að fara”. Pabbi var að þvi kominn að reka upp skelli- hlátur. Þetta var vissulega snáði sem töggur voru i. En hann stillti sig og ákvað að sjá, hverju fram yndi. Agætt góði minn,” sagði hann. „Þú skalt koma á eftir mér, við höldum niður að höfn. Þegar pabbi kom niður að næsta götuhorni nam hann staðar um stund. Hitinn var litt bærilegur og hann var allur i einu svitabaði. Manngrúinn var furðulegur og þrengdi að þeim frá öllum hliðum og bilar brunuðu um veginn i samfelldum röðum. „Nei, hér varð hann að hjálpa blökkudrengnum litla ef hann þá kæmist alla leið hingað”, hugsaði pabbi og sneri sér snögglega við. Og hversu undrandi varð hann ekki, þegar hann sá, að drengurinn var alveg á hælum hans. Böggullinn stóra bar hann i fanginu og það var með naumindum að hann gat teygt sig til hliðar svo að hann sá fram á veginn. Hnén kiknuðu greinilega undan þúnganum. Engu að siður var snáðinn hinn brattasti og virtist alls ekki hafa hugsað sér að gefast upp i fyrstu lot- unni. „Nei, heyrðu”, stundi hann, „það er grænt ljós núna, — við verðum að ganga yfir götuna á grænu ljósi. „Vikið frá mér!” sagði hann ákveðinn og gekk rösklega fram milli margra fullorðinna manna karla og kvenna. En fólkið stjakaði við honum og veitti þvi vist enga athygli að þetta var litill drengur. Einn vegfarandinn steig ofan á beran fót hans, og annar rakst á stráhattinn hans stóra, svo að hann féll niður fyrir augun — og þá munaði minnstu, að hann missti böggulinn stóra á göt- una. En nú var pabbi fljótur til, tók böggulinn af drengnum, og gekk yfir götuna. í rauninni skammaðist hann sin fyrir það, að hafa látið þennan litla snáða bera hann, þó að það væri ekki nema stuttur spölur. Drengurinn var rennandi sveittur, og auðvitað var hann lika mjög móður. 13

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.