Heimilistíminn - 15.02.1981, Blaðsíða 4

Heimilistíminn - 15.02.1981, Blaðsíða 4
SKOTI LEITAR ÆTT- INGJA frá Halldórsstöðum í Laxárdal Heimilis-TImanum hefur borizt bréf frá Erik Hunter, 14 Glunhome Toe, Dyce Aberdeen Scotland, AB2 OEB, sem er að leita ætt- ingja sinna hér á landi. í bréfinu segir Erik sig langa til þess að komast i samband við ættingja sina á íslandi, ef einhverjir séu. Hann segir, að frændfólk ömmu sinnar hafi verið Elizabeth (Lizzie) og Paul Thorarinsson. Þau eiga að hafa búið á Halldórsstöðum i Laxárdal við Húsavik, að hans sögn, og konan mun hafa dáið i kringum 1960. Hjónin áttu tvo syni, Thor og William. Hver getur veitt Erik upp- lýsingar um ættmenni hans? Skrifið honum sem allra fyrst, ef þið þekkið til þessa fólks. Hann biður spenntur eftir svari. TVEIR KERTA- STJAKAR ÚR ÞVOTTA- KLEMMUM Hér er kertastjaki, sem búinn er til úr 22 þvottaklemmum og nokkr- um trékúlum. Gormurinn er tekinn úr hverri klemmu og síðan eru þær límdar saman eins og sést á mynd I. Athuga þarf þó, að ekki má> nota kertastjakann undir kerti, nema setja fyrst kertahaldara úr málmi efst í gatið, til þess að draga úr eldhættunni. Stjakinn á mynd II er öllu einfaldari að gerð og engar trékúlur eru í honum. I hann þarf líka að setja kertahaldara úr járni. Föndurhornið eftir Gauta Hannesson

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.