Heimilistíminn - 15.02.1981, Blaðsíða 9

Heimilistíminn - 15.02.1981, Blaðsíða 9
ogUtspennt er hUn um 115 cm I þvermál. 1 henni eru 10 teinar. Rannstíkn Cutlers á Zapruder-kvik- myndinni synir, að regnhlif Regnhlifar- mannsins var 7.5 cm styttri og ca 18 cm minni í þvermál, en meö tiu teina. — Augljtíslega er um tvær regnhlífar aö ræða. SU, sem sýnd var I Washington árið 1978 er ekki sú, sem notuð var, segir Cutl- er. — Skipt hefur veriö á regnhllfum, en lft- ið bara á myndirnar. Þær segja sannleik- ann. Regnhlifarmaðurinn á myndunum er örfhentur, og rUmlega tvltugur. Witt er hins vegar rétthentur, og var 38 ára, þeg- ar Kennedy var myrtur. Orinni var skotið Ur elektróniskri byssu, og Ur henni kom hvorki reykur né hljóð. HUn hæfði forsetann i tæpra 27 metra fjar- lægð og af miklum krafti. Cutler segir, að læknar, sem sáu bana- sár forsetans, og rannsökuðu hann hafi tekið eftir li'tilli kringlóttri stungu á hálsi hans. Stungan var um það bil 5 mm í þvermál — heldur minni um sig en strá, sem ftílk drekkur með kóka kóla — og ná- kvæmlega jafnstórt um sig og Örvarnar, sem CIA hefur látið framleiða. Þegar læknar krufðu Hk forsetans að kvöldi 22. ndvember drdgu þeir Ur hálsi forsetans „flaug", og afhentu FBI-mönn- unum Francis O'Neill og James Sibert. Cutler heldur þvl fram, að þá hafi yfir- menn i Washington gefið skipun um, að ekki skyldi frá þessu skýrt. Upphaflegu minnisblöðin, sem skrifuð voru, vegna krufningar JFK voru brennd og gefin var ný skyring á gatinu á hálsi forsetans og ' sagt, að þar hefði kUlan, sem hæfði forset- ann komið Ut aftur. Höldum nU áfram að heyra skýringu Cutlers á þvf, hvernig forsetinn var skot- inn og lamaður með áðurnefndri ör, áður en Oswald hóf að skjóta með riffli sinum: — Vitni, sem voru með forsetanum í bilnum bera, að hann hafi ekki gefið frá sér minnsta hljóð, þegar kUlurnar hæfðu hann, en hins vegar veinaði Connally fylkisstjdri eins og stunginn gris. Um leið og skothriðin hafði dunið á JFK hlupu skelfingu lostnir lögregluþjónar og' fjöldi áhorfenda I skjól, af ótta við, aö ö'nnur hrfð fylgdi á eftir. Regnhlffar- maðurinn einn sat hreyfingarlaus á gang- stéttarbrUninni. Við hlið hlið Regnhlifarmannsins sat allan timann þeldökkur maður, sem mannfræðingar telja, að geti hafa verið KUbubUi. CIA-menn hafa viöurkennt, aö þeir hafi látið finna upp og framleiöa örvabyssur, en hafa aftur á móti harðneitað allri aðild að morðinu á forsetanum. Golz blaðamaður I Dallas segist ekki vera sammála Cutler um, að samsæri hafi veriö gert til þess aö ráöa forsetann af dögum, en hann segir þó, aö Cutler hafi unnið vel og lengi að rannsókn málsins. Hann er einnig mjög áreiðanlegur á sinu sviði, að sögn Golz. Þfb Bill forsetans «r fram hjá Regnhlffar- manninum á Dealey Plaza og þaðan er efsta myndin. A næstumynd má sjá bæði lögregluþjóna og skelfingu lostna áhorfendur hlaupa f skjól. A neðstu myndinni sést Regnhlffar- maðurinn og félagi hans sitja I rólegheit- um á gangstéttarbriininni þrátt fyrir ringulreiðina sem rlkti I kringum þá, eftir að skotið hafði verið á John Kennedy for- seta.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.