NT - 08.05.1984, Page 1
Alþýðusamhand íslands:
Verslar við
samningsrofa
- héit hóf í Glæsibæ, sem ekki virðir kjarasamninga
■ Á laugardagínn hélt ASÍ
hóf í Giæsibæ vegna ráðstefnu
sinnar um skipulagsmál, sem
haldin var um helgina. Glæsi-
bær er einn af þeim stöðum
sem ekki hafa haldið samn-
inga, hvorki borgað starfsfóki
rétt né borgað félagsgjöld.
Félag starfsfólks í veitinga-
húsum hefur lýst óánægju sinni
með þetta, og sagði Sigurður
Guðmundsson, formaður fé-
lagsins, að það ætti að vera
prinsipp hjá verkalýðs-
hreyfingunni að skipta ekki
við aðila, sem ekki stæðu við
gerða samninga.
Aðspurður, hvort mikið
væri um að veitingahús stæðu
ekki við samninga, sagði Sig-
urður að nokkur veitingahús
gerðu það ekki, misjöfn skil
væru á öðrum og svo væru hús,
sem stæðu alveg við alla samn-
inga.
Hólmgeir Jónsson hjá ASl
sagði að kvartaöhefði verið út
af þessu rétt áður en hófið átti
að hefjast, maturinn hefði beð-
ið og ekki hefði verið hægt að
snúa aftur með þetta. „Við
reynum jú að beina aðilum á
rétta braut með þetta", sagði
hann þegar spurt var hvort
ASÍ skipti yfirleitt við fyrir-
tæki, sem ekki héldu gerða
samninga.
Flugmanna-
verkfall aðeins
byrjunin?
- enn ósamið við allmargar stéttir
■ Flugmannadeilan er að sjálfsögðu í brennidepli hjá sáttasemjara
þessa dagana. Að sögn Guðlaugs Þorvaldssonar ríkissáttasemjara
er deilan í sjálfheldu og virðist fátt geta komið í veg fyrir að flug á
vegum Flugleiða leggist niður á föstudag og laugardag, en eins og
kunnugt er þá hafa flugmenn boðað vinnustöðvun þessa daga til
þess að leggja áherslu á kröfur sínar.
Auk þessarar deilu er á borði
sáttasemjara deila Félags ís-
lenskra leikara við útvarp og
sjónvarp, en fleiri deilumál gætu
siglt inn á hans borð. Ósamið er
við flugvirkja, flugfreyjur og
flugvélsjtóra hjá Flugleiðum.
Sjúkraþjálfarar eiga í deilu við
endurhæfingarstöð Styrktarfé-
lags lamaðra og fatlaðra. Þá eru
vinnuveitendur með Lands-
virkjun í broddi fylkingar að
vinna að heildarsamningi við
fjöldamörg verkalýðsfélög um
störf er lúta að uppbyggingu
virkjana. Samning sem gildi um
allar stórvirkjanir hvar sem er á
landinu. Þar eru álitamálin fleiri
en vötnin á Arnarvatnsheiði,
t.d. hver á forgangsréttur
heimamanna að vera til vinnu?
Hve oft eiga menn að geta
skotist heim til sín?, fæðismál,
starfsfyrirkomulag í
jarðgangnavinnu o.fl. o.fl.
Miklar líkur eru á því að öll
þessi mál komi til kasta ríkis
sáttasemjara fyrr eða síðar, og
því hæpið að hægt verði að
leggja það embætti niður á
næstunni.
Sjá einnig bls. 2.
Sólin er
uppseld
NT úttekt
íopnu
■ Gífurleg eftispurn
virðist vera eftir sólar-
landaferðum í ár, því
nær allar ferðaskrif-
stofur landsins full-
yrða, að einungis örfá
sæti séu nú laus. Þetta
ástand er gjörólíkt því,
sem ríkti s.l. sumar, en
þá voru undirtektir
íandsmanna dræmar.
NT úttektin fjallar að
þessu sinni um sóiar-
landaferðir lands-
manna.
■ i gær kom páfinn til Nýju Guineu. Þar tóku íbúarnir á móti honum með mikilli
viðhöfn og dönsum. Nýja Guinea er annað landið sem páfinn heimsækir í Asíuferð
SÍnnÍ nÚna. Simunynd-POLFOTO.
Enemy Mine verður tekin í Ungverjalandi:
Ringulreið og menn
æstir og undrandi
■ „Það verður staðið við
alla samninga sem gerðir hafa
veríð við ísienskt starfsfólk
kvikmyndafélagsins. Þessi
stóru félög fara ekki um
heiminn og brjóta samninga.
Þau kæra sig ekki um það
óorð sem af því myndi leiða,“
sagði Gísli Gestsson kvik-
myndagerðarmaður í samtali
við NT í gær, en hann hefur
verið aðalmilligöngumaður
20th Century Fox hér á landi.
Félagið hefur nú hætt við
frekari kvikmyndagerð hér á
landi, rekið leikstjórann og
ráðið annan í staðinn, Wolf-
gang Peterson, sem þekktur
er fyrir Óskarsverðlauna-
myndina Das Boot. Fram-
hald myndarinnar verður tek-
ið í Ungverjalandi.
Þeir sem gengið höfðu úr
húsum sínum á Hvolsvelli og
leigt þau starfsmönnum kvik-
myndafélagsins voru ekki
jafn bjartsýnir. „Við vitum
ekkert hvar við stöndum“,
sagði einn þeirra í samtali við
NT. „Fólk hefur tekið á sig
mikil óþægindi og með að
leigja hús sín í 10 daga til 3
vikur en nú er fólk búið að
yfirgefa sum húsin eftir að-
eins þriggja daga dvöl. Það
hefur verið ringulreið hér í
dag, allir æstir og undrandi
yfir því sem gerst hefur og
það hefur verið ómögulegt
að fá nokkurn botn í málin.“
í gær var þó enn starfsfólk
kvikmyndafélagsins í mörg-
um ieiguíbúðanna en ekki
var ljóst hvenær það myndi
yfirgefa þær.
Flutningar á tækjum til
Reykjavíkur voru byrjaðir í
gær, en þeir munu taka nokk-
urn tíma. Áætlað er að taka
nokkrar landslagssenur ef
veður leyfir fram að næstu
helgi.
menn
rel
úr
Frama?
■ Lögfræðileg athug-
un stendur nú yfir á
lögmæti samningsins
milli Bæjarleiða og
Ríkisspítalanna. Stétt-
arsamtök leigubílstjóra
hafa lýst samninginn
ólögmætan, en hann
gekk í gildi í gær og þá
tóku Bæjarleiðir við
öllum akstri fyrir Ríkis-
spítalana, þrátt fyrir
mótmæli Frama, félags
leiguílstjóra í Reykja-
vík.
NT hafði í gær sam-
band við Úlfar Markús-
son, formann Frama og
sagði hann málið vera í
biðstöðu en reynt yrði
að ná sáttum. Hann
kvaðst þóekki viljaúti-
loka málshöfðun, en
nú stæði yfir lögfræðileg
athugun á lögmæti
samningsins og allavega
yrði reynt að fara samn-
ingaleiðina áður en
gripið yrði til slíkra að-
gerða.
Úlfar var spurður að
því hvort þeir leigubíl-
stjórar sem gerðust
brotlegir við lög Frama
með því að aka sam-
kvæmt samningnum,
ættu á hættu að verða
reknir úr félaginu.
Hann kvaðst ekki vilja
byrja á því að reka
neinn og bætti því við
að menn hefðu áður
gerst brotlegir og verið
teknir til bæna.
Samkomulag náðist
um það til bráðabirgða
að Ármann Mangús-
son, leigubílsstjóri á
Hreyfli, héldi því starfi
sem hann hefur haft.