NT - 08.05.1984, Blaðsíða 17

NT - 08.05.1984, Blaðsíða 17
 Þriðjudagur 8. maí 1984 til þess að jaf nast á við stórslys klæðnað þeirra og látum við þær til gamans fljóta hérna með. 17 DYAN CANNON Hún kaus að vera í klæðilegum og kynæsandi kjól í stfl við þá, sem villtar stúlkur voru í á þriðja áratugnum, þegar Charleston átti upptök sín. Kjóllinn hennar er einfaldur, en ákaflega flott. MORGAN FAIRCHILD Hún var stórglæsileg. „Túh'pana“ pilsið á kjóln- um var hvfld fyrir augað frá öllum þessum venjulegu. JOAN COLLINS Hún var virkilega sönn ímynd hinnar ómótstæðilegu stór- stjörnu í kjólnum sínum, sem hefði eins getað verið frá 5. áratugnum. DARYL HANNAH Hún jafnaðist nú bara á við stórslys! Það mætti halda að hún hefði soflð í kjólnum, nú eða dottið í vatn í honum, hún var svo þvæld að sjá! Er bandaríska kvikmyndaaka- demían búin að ganga sér ■ Úrskurður bandarísku kvikmynda- akademíunnar um hverjir skuli hljóta hin eftirsóttu Óskarsverðlaun hverju sinni hefur oft þótt umdeilanlegur og vakið bæði reiði og deilur. Það er ekki að furða, ef vinnubrögðin eru í þeim dúr, sem einn meðlimur akademí- unnar, kona, hefur Ijóstrað upp við bandarískt vikublað nýlega, undir nafnleynd auðvitað. Hún lýsir því, hvernig marg- ir meðlimir eru komnir til ára sinna og hafi megnan ímugust á nýjustu kvikmyndunum, sem ekki eru í gamía hefðbundna Hollywood-stílnum. Þeir láta því ekki svo lítið að skoða myndir þær, sem tilnefndar eru, áður en ákveðið er hverjir $kuli hreppa hnossið. Það er því aðeins lítið brot þeirra atkvæðisbæru, sem standa að úrslitunum. Ein karlstjarnan af eldri kynslóðinni vill þó ekki láta atkvæðaseðilinn sinn ónot- aðan. Hann sendir einfaldlega þjónustustúlku sína í sinn stað og gerði hennar skoðun að sinni! Sumir, sem koma þó á sýn- ingarnar, nota tímann til að sofa, segir þessi kona, og eru því engu nær að sýningu lok- inni. Þá finnst henni tími kominn til að hrista upp í akademíunni og skipta um meðlimi þar. Hvaða vit er í því, spyr hún, að leikstjórinn Steven Spielberg er ekki meðlimur og fær því ekki að greiða atkvæði, en barnaleikararnir Justin Henry, sem er 12 ára, og Ricky Schroder, 14 ára sitja þar með fullan atkvæðisrétt. Þegar allt kemur til alls hefur Steven Spielberg leikstýrt mörgum vinsælustu kvikmyndunum, sem komið hafa fram síðustu árin, s.s. E.T., „Close Encon- uters of the Third Kind“, Ó- kindin og Leitin að týndu örk- inni. Samt sem áður hefur honum, a.m.k. til þessa, verið meinuð innganga í akademíu- ina. - Þetta er hneyksli, segir heimildarkona blaðsins. - Sennilega hefur enginn ann- ar leikstjóri selt eins marga bíómiða á undanförnum árum og Spielberg, og samt er hann hafður úti í kuldanum.! Og hún heldur áfram: - Málið er allt orðinn einn alls- herjar skrípaleikur. Flestir fé- laganna hafa ekki komið ná- lægt kvikmyndagerð árum saman og þeir eru eindregið mótfallnir nýjum straumum í kvikmyndum. Þeir eru á- kveðnir í því fyrirfram, að þeiin falli ekki slíkar kvik- til húðar? myndir í geð og fara þess vegna ekki einu sinni að sjá þær. Þeir segjast fá gæsahúð af tilhugsuninni um allt þetta of- beldi og kynlíf og vilji því ekki einu sinni leggjast svo lágt að greiða atkvæði um myndirnar. Afleiðingin er sú, að það eru ekki nema örfáir meðlimir, sem taka ákvörðun í því stór- máli hvaða kvikmyndir og leikarar hljóti þann heiður að vera álitnir bestu listamennirn- ir á því sviði það árið. Til nánari skýringar á máli sínu segir hún frá því, þegar allt var á suðupunkti fyrir síð- ustu úthlutun. Kvikmyndasýn- ingar fyrir akademíumeðlimi voru í fullum gangi. Þá gekk inn í sýningarhúsið ein gömul stjarna þöglu myndanna, sem sæti á í akademíunni, bjó um sig með kodda og teppi, sem hún hafði haft með sér að I heiman, í hægindastól í for- salnum og féll í djúpan svefn. Aðspurð um, hvermg hún treysti sér til að greiða atkvæði eftir svona „athugun“, svaraði hún því til, að hún hefði aldrei ætlað að greiða atkvæði, hún vissi það, hvort sem er, að myndin væri ekki sér að skapi! Eitt kvörtunarefni gagnrýn- endanna er það, að rétt til atkvæðagreiðslu um verðlaun- in hafi ýmsir, sem hafi vægast sagt lítil bein tengsl við kvik- myndaiðnaðinn, og kannski engin. Þarerut.d. nefndarþær Farrah Fawcett, Jaclyn Smith og Kate Jackson, sem fyrst og fremst eru frægar sem sjón- varpsstjörnur, svo og sjón- varpsstjörnur, sem áttu sína Háværar deilur um úthlutun Oskars. verðlauna frægðardaga á 6. áratugnum, en hefur lítið bólað á síðan. Auk þessara atriða, hefur líka verið gagnrýnt, hvaða skil- yrði fólk þarf að uppfylla til að geta fengið inngöngu í aka- demíuna, en þau þykja síður en svo ströng. Samt sem áður er langt í frá að innganga sé fulltryggð að skilyrðunum full- nægðum og því fer það gjarna svo, að þeir, sem ættu að eiga fullan rétt á setu í akademíunni og gætu kannski lífgað upp á þetta sofandi samfélag, er ekki hleypt einn í þetta musteri, þar sem sauðirnir eru skildir frá höfrunum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.