NT - 08.05.1984, Blaðsíða 10

NT - 08.05.1984, Blaðsíða 10
Þriðjudagur 8. maí 1984 10 Helgi Olafsson skrifar um skák ■ Þegar leið á fimmta tímann í níundu og síðustu umferð stórmótsins í New York á dögunum og flestum skákum lokið nema þá helst þeim er ekki vörðuðu neinu baráttuna um efstu sætin og þarmeð dá- gott verðlaunafé var þó ein skák eftir sem átti óskipta athygli nær allra viðstaddra. Þar sátu að tafli Ljubomir Ljubojevic, sterkasti skák- maður Júgóslava um margra ára skeið og Rússinn með langa nafnið Roman Dzind- zihasvili. Á þessari stundu þeg- ar baráttan stóð sem hæst hafði Gennadi Sosonko þegar borið sigurorð af Dimitry Gurevic, Kavalek hafði sigrað Banda- ríkjamanninn Dlugy og þeir Portisch og Adorjan höfðu sæst á skiptan hlut. Portisch, Sosonko, Adorjan, Kavalek og Kogan höfðu allir náð 6'A vinningi úr 9 skákum og bæði Ljubojevic og Dzindzihasvili gátu náð sömu vinningatölu - og það sem verra var - Dzindzi, en undir því nafni gengur hann venjulega í Bandaríkjunum átti mögu- leika á hálfum vinningi betur og þar með óskiptu 1. sæti sem gaf af sér 18 þús. bandaríkja- dali sem er heldur hærri pen- ingaupphæð en menn eiga að venjast á skákmótum á vorum dögum. Fimmmenningarnir Ííklegustu úrslitin. En Lju- bojevic var í engum friðarhug- leiðingum. Með því að sigra gat hann náð efsta sæti ásamt öðrum og þar með u.þ.b. 8 þús. dölum í verðlaun. Sæti þar fyrir neðan gaf af sér um eitt þúsund dali. Rétt eins og Ljubojevic var Dzindzi orðinn naumur á tíma átti vart meira en 10 mínútur eftir til að ná 45 leikja markinu. Tímaskortur- inn setti gríðarlegan svip á lokabaráttuna og því var spennan þegar orðin umtals- verð. 24. .. Bh2t 25. Khl Bxc4 26. Bxc4 Bf4! (Nákvæm taflmennska. Eftir 26. - Hed7 27. Hedl Bf4 heldur hvítur biskupaparinu með 28. Bel!) 27. Bxf4 Dxf4 28. g3 Db8 (En ekki 28. - Dd2 29. Hadl! Dxe2 30. Hxd8tog31.Hxe2). 29. Bd3 (Þessi leikur kostaði drjúgan tíma. Ljubojevic átti tæplega fimm mínútur eftir og Pzindzi eilítið betri tíma.) 29. ... Hed7 30. Bxf5 (Eftir skákina var Ljubojevic óánægður með þennan leik og taldi 30. Hadl betra. En svart- ur á 30. - c4! sem heldur vel í horfinu t.d. 31. Bxc4 Hxdl 32. ■ Igor Ivanov fyrrum Sovétmaður („stökk af‘ á flugleiðinni Havana - Montreal - Moskva) og Roman Dzindzihasvili sigurvegari mótsins stinga saman nefjum í einni af lokaumferðunum. Sovétmenn búsettir í Bandaríkjunum setja æ meiri svip á skáklíf þar vestra. í 2.-6. sæti voru t.d. tveir fyrrum Sovétmenn Kogan og Sosonko sem nú býr í Hollandi. Hann situr þarna við hliðina á Samuel Reshevsky sem stóð vel fyrir sínu. Skákstjórinn sem meðhöndlaði hið viðkvæma deilumál Jóhanns Hjartarsonar og Walter Browne er uppi á sviði. Ljósm.: - Nigel Eddis. abcdefgh Ljubojevic - Dzindzihasvili Á þessu stigi málsins lætur staðan ekki mikið yfir sér. Svartur hefur fyllilega náð að jafna taflið og jafntefli eru (Það er ekki nóg með að sama staðan hafi komið upp þrisvar, sem vill þýða að annar kepp- enda eða báðir geta krafist jafnteflis, heldur hafa tvær stöður komið upp í þrígang! Einhvern veginn var það svo að hvorki Ljubojevic né Dzindzi virtust hafa verulegan áhuga á'þeim úrslitum. Ofan á bættist að báðir voru alveg að falla. En þegar Dzindzi lék sínum 38. leik var eins og hann gæfist upp á frekari vinningstil- raunum og bauð Ljubojevic jafntefli. Þó staða hans væri engu betri og ef eitthvað er ■ Jóhann Hjartarson tefldi af mikilli grímmd í lokaumferðunum í New York. Þá sigraði hann Shirazi, DeFirmian, Ree og Zuckerman og náði verðlaunasæti. Hér teflir hann við argentíska stórmeistarann Miguel Quinteros. Skák þeirra lauk með jafntefli. 1 A 2 Rússinn með langa nafnið sigraði í New York gátu litið björtum augum til þessarar skákar. í fyrsta lagi er það ekki á hverjum degi sem Ljubojevic, þriðji stigahæsti skákmaður heims, tapar skák. í öðru lagi var hann með hvítt og auk þess með allvænlega stöðu og í þriðja lagi virtist Dzindzi hæstánægður með jafntefli. Eina vandamálið fyr- ir þá fimmmenninga var að Ljubojevic varð að vinna þessa skák og undir slíkum kringum- stæðum lætur hann einskis ó- freistað. Kom það á daginn. Niðurlag skákarinnar, „þyngslin" og sviptingarnar héldu áhorfendum íhreintlog- andi spennu. í upphafi tók Dzindzi það ráð að beita byrj- un fátæka mannsins. Langt fram í miðtafl tefldi hann ofur varlega, gaf Júgóslavanum ekki hinn minnsta höggstað á sér. Þegar Ljubojevic hafði leikið sínum 24. leik átti hann u.þ.b. 10 mínútur eftir til að ná tilskildum leikjafjölda, en tímamörkin voru 45 leikir á 2 xh klst. Þá var þessi staða komin upp: Hxdl Hxdlf 33. Dxdl Dxb2 34. Bxe5 Dxf2! o.s.frv.) 30. ... Hd2 31. Df3 exf5 32. DxfS Dxb2 33. Kgl Dxc3 (Nú fer einhver einkennileg- asti hluti þessarar skákar í hönd þar sem viðureignin á skákborðinú er látin lönd og leið en peningagræðgin fær- algerlega að stjórna ferðinni. í fyrstu voru skákmennirnir trúir stöðunni og þráléku...) 34. Hacl Da3 35. Hal Dc3 36. Hacl Da3 37. Hal Dc3 38. Hacl Da3 heldur verri, þá tók Ljubojevic skjótaákvörðun: „Nei,“þrum- aði hann og fleygði hróknum á c5-peðið og studdi á klukkuna með smell...) 39. Hxc5?! Dxa6 40. Hc7 Hf8?? (Þessi grófi afleikur færði Dzindzi sigurinn í mótinu! Miklu sterkara var 40. - Da2 en þó eru engar líkur á því að svartur nái að sigra eftir 41. Hee7!) 41. Hxf7! (Ljubojevic var fljótur að leika honum þessum. Hugmyndin er einföld. Ef nú 41. - Hxf7 þá 42. He8t og mátar í næsta leik. Dzindzi var mjög brugðið, en

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.