NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 08.05.1984, Qupperneq 9

NT - 08.05.1984, Qupperneq 9
IU' Þriðjudagur 8. maf 1884 Norræn rokkhátíð í Höllinni 3. iúní ■ Þann 3. júní verður haldin mikil norræn rokkhátíð í Laugardalshöllinni. Yerður þetta hluti af listahátíð, en áætlað er að þetta verði upphafíð af árlegri norrænni rokkhátíð, sem haldin verði til skiptis á Norðurlöndunum. Sex hljómsveitir munu koma fram á tónleikunum, þar af tvær frá íslandi, Vonbrigöi og Þursaflokkurinn. Frá Noregi kemur hljóm- sveitin Circus Modern, sem stofnuð var í nóvember sl. og hefur á skömmum tíma skotist á toppinn í norskri rokktónlist. Ýmsir þekktir einstaklingar úr norsku rokklífi eru í hljóm- sveitinni. Þeir Jörn Christen- sen gítarleikari og Ola Snort- heim trommuleikari voru áður í hljómsveitinni De Press, sem stofnuð var af Pólverja nokkrum. Sá fór síðar út í að stofna hljómsveitina Holy Toy, sem náð hefur nokkrum vinsældum í Bretlandi. De Press var á sínum tíma ein helsta nýbylgjusveit Norð- manna. Önnur þekkt ný- bylgjuhljómsveit í Noregi var Kjött, og í henni var Helge Gaarder, söngvari Circus Modern. Fjórði meðlimurinn er svo Mari Wendelbo hljóm- borðsleikari, sem starfað hefur með fjölmörgum rokk- og jass- hljómsveitum. Fyrsta plata hljómsveitar- innar kom út í mars og heitir sama nafni og hljómsveitin. Allt efnið er eftir meðlimina sjálfa. Ég heyrði nokkur lög af þessari plötu og get ekki sagt annað en að þetta sé mjög frambærilegt nýbylgjurokk. Svíar senda hingað hljóm- sveitina Imperiet. Sú hljóm- sveit var stofnuð á síðasta ári upp úr hinni þekktu hljómsveit Ebba Grön, sem hafði geysileg áhrif á sænskt rokklíf upp úr 1980, og hafði svipaða stöðu í Svíþjóð og Utangarðsmenn hér heima. Tónlist Ebba Grön einkenndist af því að vera kraftmikil rokkmúsík, þar sem textarnir voru bundnir sterkri þjóðfélagslegri ádeilu. í Ebba Grön mátti finna sterk áhrif frá pönkinu. Imperiet tók síð- an upp þráðinn þar sem Ebba Grön hættu og eru textar Im- periet myndrænir og bein- Norska Circus Modern Imperiet frá Svíþjóð Clinic Q fra Danmörku skeyttir, fullir ádeilu á óviðun- andi ástand og spennu í heim- inum í dag. Fyrir tæpu ári kom út fyrsta LP-plata Imperiet, sem heitir Raseraog tölduflestirsænskir og norrænir gagnrýnendur þetta eina athyglisverðustu plötu síðasta árs og var hún m.a. kosin plata ársins í Svíþjóð. Hljómsveitin er mjög dugleg við tónleikahald, og þegar hún kemur til íslands hefur hún verið á tveggja mán- aða ferðalagi um öll Norður- lönd. Prátt fyrir velgengnina og að allt bendi til þess að þeir verði stærsta nafnið í norrænni rokktónlist leitast þeir við að standa utan við kommersíal- ismann. í síðasta mánuði kom út önnur LP-plata hljómsveit- arinnar, sem reyndar er mini- LP, sjö laga. Clinic Q heitir danska fram- lagið. Þetta er nýbylgjusveit sem spilar blöndu af rokki, fönki og pönki. Hljómsveitin er skipuð fimm stelpum. Hún er komin úr Kaupmannahafn- arundergrándinu, og hefur spilað bæði í Danmörku og Énglandi. Nokkrir helstu áhrifavaldar í tónlist hljóm- sveitarinnar eru Bob Dylan, Lou Reed og Roxy Music. Pær hafa gefið út stóra plötu sem nefdnist Aye. Þar eru frum- samin lög, og síðan eitt lag eftir þann fræga tónsmið lrving Berlin. Það er lagið Down below, sem ætlað var í Chap- lin-mynd á sínum tíma, en textinn var ritskoðaður, vegna þess að hann þótti innihalda vafasama hluti. Hefty Load er svo finnska hljómsveitin sem kemur. Eins og tvær hinar fyrstnefndu er hún tiltölulega ný, hefur starf- að í innan við eitt ár, og eins og hinar er hún skipuð hljóm- listarmönnum sem hafa starfað um tiltölulega langan tíma í rokktónlist. En að öðru leyti er hún ólík, hún spilar ekki standard nýbylgjurokk eins og Imperiet og Circus Modern, heldur tónlist sem er undir áhrifum frá svartri fönk tónlist, og minnir á blöndu af Purrk Pillnikk og Frökkunum. Einn meðlimanna er negri, sem hlýtur að teljast óvenjulegt í hánorrænum og arískum rokk- heimi Norðurlanda. Hefty Load gaf út sína fyrstu LP-plötu fyrir nokkrum mán- uðum og komst lag af henni á vinsældarlista í Bretlandi, t.d. í 5. sæti óháða listans í Sounds. Upptökum á plötunni stjórn- aði Jimi Sumen, sem var um skeið gítarleikari í Classix No- veaux, og kom hann sem slíkur til Islands í fyrra. Annars hafa Finnar náð töluverðum vin- sældum utan heimalandsins að undanförnu, sérstaklega glam- or-heavy-rokksveitin Hanoi Rocks. Tónleikar Hefty Load hér á landi eru hluti af tónleikaferð þeirra um Norðurlöndin. Pessir tónleikar hljóta að teljast mjög merkilegir fyrir ýmissa hluta sakir. íslendingar hafa haft fátt að segja af nor- rænu rokki, satt að segja varla vitað að það væri tii. Þó kom ein norsk hljómsveit í heim- sókn fyrir nokkrum árum, hljómsveitin The Cut. Margar norskar sveitir hafa verið að gera merkilega hluti, nefna má sem dæmi Fra Lippo Lippi sem er á Joy Division línunni, DePress sem áður var minnst á og fleiri. í Danmörku má nefna Sods, sem nýlega gáfu út plötu undir nafninu Sort Sol. Nefna má að söngvari Sods er giftur íslenskri stúlku og hefur hljómsveitin áhuga á að koma hingað. Sænskar hljómsveitir veit ég minna um, en ég efast ekki um að þar séu áhugaverð- arhljómsveitir. Hins vegarveit ég ekki til þess að enn háfi verið stofnuð rokkhljómsveit í Færeyjum, hvað þá nýbylgju- hljómsveit. Eins og áður segir munu hljómleikarnir verða sunnu- dagskvöldið 3. júní. Miðinn kostar 350 kr. og hljómleikun- um verður útvarpað beint á Rás 2. 9 ■ Út er komin hljómplata með hljómsveitinni Ikarus. Nefnist hún Rás 5-20 og ætti þar með að verða tekið fyrir að fleiri plötur kölluðust Rás nr. þetta og hitt, nema að það verði Rás 21 o.s.frv. Hljómsveitin er skipuð þeim sama Ikarusi og varð til í kring um upptökurnar á sólóplötu Tolla Morthens, The Boys From Chicago. Pað eru þeir Kommi (trommur/söngur), Beggi (gítar/söngur), Bragi (bassi/söngur), Megas (söngur), og Tolli (söngur). Upptökur að þessari nýju plötu hófust skömmu eftir hina eftirminnilegu tónleika „Við krefjumst framtíðar“ í fyrra- haust. A plötunni er að finna töluvert af því efni sem hljóm- sveitin flutti á þeim hljóm- leikum, t.d. lag sem sungið er til Alberts með vindilinn, og einnig er þarna lag Megasar, „Svo skal böl bæta“, sem hent- ar þjóðinni mjög vel að syngja á þessum þrengingartímum. Á plötunni eru lög og textar eftir alla meðlimi Ikarusar, og þeir syngja sín eigin lög. ■ Ikarus. Komma vantar á myndina, því hann er úti í Danmörku á lýðháskóla.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.