NT - 08.05.1984, Qupperneq 11
IU Þriðjudagur 8. maí 1984 11
1 IVI JJ
Halldór Gísli
Gunnlaugsson
Kiðjabergi
Fæddur 20. sept. 1892 - Dáinn 24. april 1984
hitti á einu vörnina...)
41. ... Dd6!
(Tryggir jafntefliö, en Lju-
bojevic vill meira.)
42. Hee7??
(Þessi leikur kórónar vit-
leysuna. Ljubojeviclék honum
með slíkum áhrifamætti að
maður var helst á því að svart-
ur væri kominn með tapað
tafl.)
42 ... Hdlt
(Dzindzi var greinilega ekki
búinn að sjá hversu stórkost-
lega gallaður síðasti leikur Lju-
bojevic var, því hann var hálf
vonlaus á svipinn þegar hann
skákaði á dl.)
43. Kh2
(Og nú byrjaði Dzindzi að
leita og á meðan tifaði klukkan
og hún sýndi að ekki lifðu
margar sekúndur eftir. Á með-
an þessu stóð var grafarþögn í
salnum. Ljubojevic var salla-
rólegur og vottaði fyrir sigur-
brosi á vör. 43. - Hxf7 leiðir til
máts í tveimur: 44.Dxf7 - og
45. Dxg7 mát, og 43. - Dd4
gefur kost á 44. Hxf8 mát.
Loks kviknaði ljós. Dzindzi
færðist allur í aukana, þreif í
hrókinn á e7 og kastaði eitt-
hvað langt út í sal. Eða...)
43. ... Dxe7!
- Ljubojevic tapar heilum hrók
og gafst því upp. Sigri Dzindzi-
hasvili var tekið með dynjandi
lófataki. Adorjan og Sosonko
hristu höfuðið en Portisch
brosti sínu breiðasta og kvaðst
hafa tapað meiri peningum en
þessu um dagana. Þeir fengu 5
þús. dali í sinn hlut, en
Dzindzihasvili 18 þúsund.
Roman Dzindzihasvili er
einn þeirra fjölmörgu Sovét-
manna sem nú tröllríða banda-
rísku skáklífi. Hann fór „yfir“
árið 1976 og settist að í ísrael en
fannst vistin þar heldur daufleg
og fluttist til Bandaríkjanna.
Fljótlega fór það orð af honum
að hann væri spilafífl hið mesta
og sú árátta varð til þess að
hann hóf að safna spila-
skuldum hér og hvar um
Bandaríkin. Vorið 1979 gekk
sú saga fjöllunum hærra að
hann væri í felum einhvers-
staðar í Evrópu undan lána-
drottnum sínum. Ári síðar
mætti hann til Lone Pine þar
sem hann krækti sér í 1. verð-
laun og hélt rakleiðis með
aurana í spilavítin í Las Vegas.
Um fjárkröggur hans hin síðari
ár hefur lítið heyrst en sigurinn
nú ætti að gera honum kleyft
að rétta úr kútnum ef með
þarf.
Dzindzihasvili virtist hafa
sterkari taugar en margir
keppinauta hans á lokasprett-
inum. Þannig kærði hann sig
lítið um stutt jafntefli, heldur
tefldi hverja skák í botn. Hann
getur þakkað frammistöðu
sína glæstum sigri yfir Walter
Browne í næstsíðustu umferð
þar sem óvenjuleg leikflétta
innsiglaði sigurinn:
abcdefgh
Dzindzihasvili - Browne
Browne var í geypilegu
tímahraki í öllum skákum sín-
um í mótinu og hann þrífst vel
í tímahraki, sigraði m.a. Jó-
hann Hjartarson og Spánverj-
ann Bellon nær eingöngu
vegna þess hversu naumur
hann var orðinn á tíma. í
þessari stöðu var hann auðvit-
að alveg að falla. Þá var hann
vitaskuld orðinn rennsveittur,
geiflaði sig hroðalega (ætti satt
að segja glæsilega sigurmögu-
leika í grettukeppnum sem eru
vinsælar í Bandaríkjunum) og
í hvert sinn sem Dzindzi lék
skalf hann eins og hrísla og
stundi ógnarþungt. Dzindziha-
svili lét tilburði andstæðingsins
engin áhrif á sig hafa og lék
hverjum snilldarleiknum á fæt-
ur öðrum:
38. Bd6!
(Eitraður leikur. Hvítur hrek-
ur hrókinn frá e-línunni.)
38. ... Hd7
39. Hael
(Hótar 40. f3)
39. ... De6
40. Bb8!
(Á góðu skákmáli kallast þetta
línurof. Biskupinn sker á völd
hróksins á a8 eftir áttundu
reitaröðinni. Hótunin er 40.
Hxe4 Dxe4 41. Dg8 - Kh6 42.
Dh8 - Hh7 43. Dxf6 - og
mátar.)
40. ... De8
(Hvað annað?)
41. Hxe4 Dxb8
8 1«
7 ii I
6 i i S
5 wM wsfy Wtfé 1
4 AS i m
3 | i g
2 m m é
1 wfc; JHC 'Jm s
a b c d e f g h
42 He5!!
(Annað línurof. Svartur er a
gerlega varnarlaus.)
42. ... fxe5
43. Dg6t Kh8
44. Dh6t
- og Browne gafst upp því
hann er mát eftir 44. - Hh7 45.
Df6t.
Hann var afar óhress þegar
skákinni lauk, hnakkreifst við
blásaklausan áhorfanda og
sagði að Lajos Portisch hefði
truflað sig verulega með því að
glápa sífellt á skákina með
„kaldranalegu glotti“, eins og
hann orðaði það. Browne hef-
ur löngum vakið athygli fyrir
fremur óvenjulega framkomu
við skákborðið og virðist lítt
ætla að lagast með árunum
hvað það atriði varðar. Þó má
margt gott um hann segja.
Skákir hans eru yfirleitt geysi-
lega spennandi og sárasjaldan
semur hann um stutt jafntefli
eins og svo margir stórmeistar-
ar í fremstu röð.
Af þeim skákmönnum sem
hlutu 6V5 vinning tefldi Lajos
Potisch einna best. Hann vann
fjórar skákir, allar á hvítt og
gerði fimm jafntefli.
Kavalek og Adorjan eiga
báðir við þá erfiðleika að rjá
að þurfa sífellt að vera bjóð-
andi jafntefli. Jafnteflisjarmur
Kavaleks er orðið heimsfrægt
og Andras Adorjan gerði jafn-
tefli í öllum skákum sínum í
Osló langflest í örfáum
leikjum.
Kogan, fyrrum Sovétmaður,
kom verulega á óvart. Hann
tefldi af miklu öryggi og tapaði
aðeins einni skák. Það fór
fram hjá mörgum að þessi
hægláti maður tók þátt í
Reykjavíkurskákmótinu 1982.
Jóhann Hjartarson náði
verðlaunasæti með frábærum
endaspretti. Hann var með 2
vinninga eftir fimm umferðir,
en gerði sér lítið fyrir og vann
fjórar síðustu skákir sínar og
voru þó andstæðingar hans
engir aukvisar. Undirritaður
fékk 4Vi vinning sem er heldur
lakari frammistaða en efni
stóðu til. Það er þó huggun
harmi gegn að með jafn marga
vinninga var sjálfur Bent Lar-
sen en hann var ekki nema
skugginn af sjálfum sér á mót-
unum tveimur í New York.
Þetta var fyrsta opna mótið
af þessu tagi sem José Cuchi,
Spánverji sem hefur átt vel-
gengni að fagna í viðskiptalíf-
inu í New York, heldur. Hann
stóð einnig fyrir fyrra mótinu.
Aðstæður á skákstað voru
langt frá því sem maður á að
venjast hér heima. Lýsing var
af skornum skammti, þröngt
um keppendur, hávaði í skák-
sal og teflt með taflmönnum úr
plasti! Mótsblað kom ekki út
fyrr en alveg undir það síðasta
og þá aðeins þrjár fyrstu um-
ferðirnar. Mótshaldararnir lof-
uðu því að bæta aðstæður fyrir
næsta mót. Þá var hverjum
þeim skákmanni sem hætti
keppni án gildrar ástæðu gert
íþað ljóst að ekki væri víst að
pláss fyndist á þátttakendalist-
anum í næsta sinn. Margir
þekktir skákmenn heltust úr
lestinni og má þar nefna skák-
menn á borð við Lombardy,
Byrne, Shirazi, Denker, Wein-
stein og fleiri.
■ Frá því er sagt í Landnáma-
bók, að Oddur Hallkelsson
frændi Ketilbjarnar hins gamla
á Mosfelli hafi fyrstur búið á
Kiðjabergi í Grímsnesi. Oddur
hefur verið fundvís á fagurt
bæjarstæði og sérkennilegt því
á Kiðjabergi er eitt hið svip-
mesta umhverfi, sem getur að
líta af bæjarhlaði hér í Árnes-
þingi og hið sama er þegar horft
er til bæjarins sunnan yfir Hvítá,
sem rennur vestur með Hest-
fjalli og undir brekkurótum
þeim er bærinn stendur á og
meðfra'm hinu sérkennilega
bergi sem gnæfir vestan bæjar-
ins tígulegt með margskonar
meistaramyndum gerðum af
skaparans höndum.
Morgunsólin varpar snemma
geislum sínum yfir þetta fríða
bændaból, en bergið sem bær-
inn dregur nafn af sendir þegar
hún lækkar á lofti langa kvöld-
skugga með kynjamyndum yfir
vatnsflöt hins breiða fljóts.
Hvítá dunar á eyrum dag og
nótt. Stundum rymja flúðirnar
við Langatanga eða Skotaberg
dimmum hljómi, en stundum
mildum og þýðum. Þessar radd-
ir frá straumstrengjum hins
mikla fljóts skilja þeir sem við
bakka þess búa og vita á hvaða
veðrum er von eftir því hvaða
lag hljómar í hvert sinn.
I eitt hundrað og sextán ár er
sama ætt búin að sitja á þessu
höfuðbóli. Prír ættliðir í
karllegg. Fyrstur var Þorsteinn
Jónsson frá Stóra-Ármóti kans-
eilíráð og sýslumaður. Hann
bjó á Kiðjabergi 1868 til 1879,
en Gunnlaugur sonur hans tók
við og bjó til 1924. Hann var
hreppstjóri í 40 ár og Dane-
brogsmaður. Halldór Gísli
sonur Gunnlaugs, sá sem hér er
minnst, tók við af föður sínum
og gerðist bóndi, þó búið hefði
hann sig með skólanámi til ann-
ars ævistarfs því vorið 1917 tók
hann guðfræðipróf frá Háskóla
íslands. Þá var Gunnlaugur
rúmlega hálfsjötugur að aldri
og börn hans flest farin að
heiman. Hvort sem um það
hefur verið rætt lengur eða
skemur þá réðist það svo, að
Halldór fór heim og sjö árum
síðar 1924 tók hann við jörð og
búi, og síðar við öðrum störfum
föður síns eins og hreppsstjóra-
embætti, var lengi í hrepps-
nefnd og skattanefnd og oftast
tilkvaddur ef vandamál báru að
höndum í hreppnum. Var hann
fundvís á úrræði til að leysa vel
úr vandamálum.
Móðir Halldórs og kona
Gunnlaugs í Kiðjabergi var
Soffía Skúladóttir, Gíslasonar
prests á Breiðabólsstað í
Fljótshlíð. Heimilið á Kiðja-
bergi var á búskapartíð þeirra
Gunnlaugs og Soffíu héraðs-
kunnugt og orðstír þess barst
víða. Þar var mannmargt og
risna mikil. Þangað komu marg-
ir nauðleitarmenn og var enginn
látinn synjandi þaðan fara.
Hjónin voru samtaka í öllum
athöfnum og líknarstörfin sem
þau unnu voru niikil og þeirra
nutu margir. Mátti segja. aðþar
væri bæði elliheimili og barna-
heimili því sjúk og umkomulaus
gamalmenni og fátæk eða for-
eldralaus börn fengu þar hæli.
Og hvar sem þurfti á hjálp að
halda vegna veikinda eða fá-
tæktar í sveitinni þá var óðara
brugðið við og Soffía í Kiðja-
bergi sendi vinnukonur sínar til
aðstoðar. Þótt Gunnlaugur væri
ekki lærður í læknisfræði þá var
honum líknarlund og læknislist
í blóð borin. Hafði hann alltaf
lyf undir hendi og leituðu margir
til hans sér til heilsubótar.
Gestakomur voru miklar í
Kiðjabergi þótt bærinn lægi
langt frá þjóðleiðum. Ekki var
lögferja yfir Hvítá þar, en marg-
ir fengu samt ferju og ekki tekið
gjald fyrir.
Það var stórt hlutverk, sem
Halldór tók sér fyrir hendur að
gerast bóndi í Kiðjabergi.
Fyrstu 30 árin bjó hann með
móður sinni því hann kvæntist
ekki. Stóð Soffía í húsmóður-
starfi sínu í 68 ár þar til ævi
hennar lauk 1954. í búskapnum
naut Halldór þeirrar miklu
heppni, að hafa hjá sér uppeld-
isbróður sinn Þorstein Stefáns-
son, sem var þekktur og frægur
af líkamsþreki sínu og mann-
kostum. Þorsteinn dó 78 ára
gamall 1969, en þá tók við
hlutverki hans Þorlákur
Jónsson, sem var eitt af munað-
arlausu börnunum er ólust upp
í Kiðjabergi. Hann hafði verið
lengi fjarvistum, en kom nú
aftur heim og hefur síðan stutt
sinn forna vin af mikilli trú-
mennsku.
Þegar Halldór nú er kvaddur
á fund skapara síns á nítugasta
og öðru aldursári eftir 60 ára
starf sem bóndi þá væri miklá
sögu að segja. Þessar línur eiga
þó ekki að vera nein saga um
Halldór enda er ég ekki fær til
þeirrar frásagnar. Ég vil hin-
svegar lýsa þakklæti mínu eftir
löng kynni og vináttu, sem Hall-
dór alltaf sýndi mér, mínu fólki
og heimili. Þau voru orðin 66
árin sem við höfðum verið ná-
grannar, og þó Hvítá renni milli
bæjanna og sé mikill farartálmi
þá sleit hún aldrei vináttubönd
okkar. Ég átti margar ógleym-
anlegar stundir með Halldóri
þegar ég kom að Kiðjabergi og
ef það kom fyrir sem allt of
sjaldan var að hann kæmi að
Brúnastöðum.
Það var gott að hlusta á hinn
gáfaða, ntargfróða og göfuga
mann segja frá minningum
sínum, lýsa mönnum og málefn-
urn, segja frá skólaárunum, fél-
ögunum, kennurunum og fólk-
inu sem þá var í miðri önn
lífsins, bændunum og húsmæðr-
unum í Grímsnesinu á æskuár-
um hans, förumönnum, ferða-
mönnum útlendum og inn-
lendum sem komu að Kiðj-
abergi. Hvílíkur skaði að þetta
skyldi ekki vera fest á bók.
Halldór hafði málfar og talaði
tungu feðra sinna með þeim
hætti, sem fáir þó lærðir séu
iðka nú. íslenskan hans rann
fram mjúk, myndrík og hlý.
Mér duttu stundum í hug þegar
hann var að segja mér frá
einhverju, orð Jónasar Hall-
grímssonar: „Móðurmálið mitt
góða hið mjúka og ríka.“ Fjöl-
skyldan á Kiðjabergi forcldrar
Halldórs og systkini töluðu fa-
gurt mál og öllu var því fólki
töm fáguð frásagnarlist. Mér
liggur við að segja, að heimilið
hafi verið einskonar alþýðuskóli
af sjálfu sér.
Halldór var sannmenntaður
maður í fyrsta lagi af góðri
skólagöngu, en einnig af upp-
eldi, hugsunarhætti og trú sinni
því eins og Fornólfur sagði um
Stefán biskup: „Vinur falslaus
var hann guðs, veraldarmaður
um leið.“ Hann vissi vel um
gildi auðsins fyrir veraldlega
velgengni, og að vinnan er móð-
ir auðsins. Hann sótti því fast
alla vinnu og vildi að aðrir
gerðu það líka. Halldór hafði í
æsku lært hinn forna boðskap
drottins til mannsins: í sveita
síns andlits skaltu þíns brauðs
neyta. Það var gott fyrir unga
menn að vinna undir stjórn
Halldórs og hlýða á hollar lífs-
reglur hans. Ég held líka, að um
hann megi segja það sama og
sagt var um annan góðan mann,
að flestum kom hann til nokkurs
þroska.
Hér mun ég láta staðar numið
í þessum fáu kveðjuorðum og
er þá flest eða jafnvel allt ósagt
sem ég hefði vilja segja.
Þegar Halldór er horfinn þá
finnst mér öðruvísi en áður, að
horfa yfir Hvítá héðan frá
Brúnastöðum upp að Kiðj-
abergi. Fegurð náttúrunnar þar
er að vísu sú sama og áður en
minn forni vinur fór í annan
heim, þar sem ég er viss um að
hann býr við enn meiri fegurð.
En fyrst um sinn að minnsta
kosti finnst mér niður árinnar
hafa þyngst og kvöldskuggarnir
frá berginu lengst. En eins og
bjart er um minningu hins aldr-
aða fallna sveitarhöfðingja
Grímsnesinga þá vil ég vona og
trúa því, að aftur birti yfir
fallegu brekkunum í Kiðjabergi
og, að nýtt fagurt mannlíf grói
þar í íótsporum Halldórs Gunn-
laugssonar.
Ágúst Þorvaldsson
Drögum vel úr ferð
við blindhæðir og brýr.
GÓÐAFERÐ!
yUMFEROAR
F ‘
RÁD
t
Innilegar þakkir færi ég öllum sem auðsýndu mér samúð og
vinarhug við andlát og jarðarför konunnar minnar.
Kristínar Magnúsdóttur
Skógskoti
Miðdalahreppi
Kristmundur Guðbrandsson