NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 08.05.1984, Qupperneq 12

NT - 08.05.1984, Qupperneq 12
Þriðjudagur 8. maí 1984 1 2 Þung ádeila á einkarekstur og íhaldssama st jórnarhætti Eftirminnileg ádeila ■ Fyrirtæpumsjöárumbarst þáverandi borgarstjóra í Reykjavík, Birgi lsleifi Gunn- arssyni, skýrsla um atvinnumál í Reykjavík, sem samin hafði verið af hagfræðideild Reykja- víkurborgar. Höfundarhennar voru Eggert Jónsson, Hannes J. Valdimarsson, Haukur Pálmason, Hilmar Olafsson og Pórður t>. Þorbjarnarson. Skýrsla þessi vakti á sínum tíma mikla athygli, þótt blað eins og Morgunblaðið, Vísir og Dagblaðið vildu lítið um hana ræða. Hún gleymdist því fljótt, eins og eru örlög margra athyglisverðra skýrslna. Það mun hafa verið ætlun þáverandi borgartjórnarmeiri- hluta, að skýrsla þessi leiddi í Ijós, að byggðastefnan svo- nefnda hefði reynzt óhagstæð Reykjavík. Skýrslan, sem var á flestan hátt samvizkusamlega unnin, leiddi hins vegar margt annað í Ijós. í henni fólst í raun þannig ádeila á einka- reksturinn og stjórnarhætti borgaryfirvalda. Það þykir því ekki úr vegi að rifja hér upp nokkur aðalatriði hennar, því að þau eru í fullu gildi. stöðnun, eða hnignun gróinna fyrirtækja í borginni. Þau eru flest í einkaeign og sú skoðun er ríkjandi, að eignarinnar verði ekki notið nema í starfi við hana. Eigendur og erfingj- ar þykja því oft standa í vegi fyrir ráðningu hæfra starfs- manna og viðhald fasteigna situr fyrir áhættusömum rekstri og nauðsynlegri endur- nýjun búnaðar. 2. Ný iðnaðartækifæri eru flest því marki brennd, að nauðsynlegar athuganir eru yfirleitt kostnaðarsamar og tímafrekar, árangur tíðum óviss og af þeim sökum veitist einstaklingum erfiðara að afla fjár til slíkra verkefna en ef stofnað væri til framleiðslu á einhverju, sem reynsla er þeg- ar fengin af hérlendis. 3. Fjáröflun til eflingar eða nýbreytni reynist oft torveld þrátt fyrir örvandi niðurstöður athugana vegna tíðra sveiflna í íslenzku atvinnu- og efna- hagslífi. Svo virðist sem áhættu- fjármagn sé ekki til ráðstöfun- ar í þessu skyni. 4. Ofteru bornarfram kvart- anir um kvaðir hins opinbera, ósveigjanleika og seinagang í allri afgreiðslu." Fjárfesting í húseignum Á bls. 10 í skýrslunni segir svo: „Leitað var munnlegs álits kunnugra á ástandi í nokkrum helztu greinum sjávarútvegs og iðnaðar í Reykjavík og á höfuð- borgarsvæði og skulu hér til- greind nokkur atriði úrsvörun- um: Þórarinn Þórarinsson ritstjóri skrifar 1. Innan sjávarútvegs eru útgerðar- og vinnsluhættir lak- ari en víða annars staðar. Fer þar saman gæðarýrari afli, lak- ari aflameðhöndlun og lakari nýting í vinnslu. 2. Þjónustufyrirtæki sjávar- útvegs, einkum innan málm- iðnaðarins, hafa litlum sem engum framförum tekið á sama tíma og stórstígar fram- farir hafa orðið hjá hliðstæðum fyrirtækjum annars staðar. 3. Fjárfesting í húseignum situr tíðum fyrir eðlilegum rekstrarmarkmiðum í smáiðn- aði. Þetta á fremur við á höfuðborgarsvæði en utan svæðis þar sem húseignir reyn- ast ekki jafn trygg fjárfesting. Almenn lánaskilyrði gera þennan mun minni en ella. 4. Mannaflanotkun bygging- ariðnaðarins er meiri en þörf væri á með bættu skipulagi og er búizt við fækkun starfs- manna í þeirri grein að óbreyttum umsvifum.“ Gallar einka- rekstrarins Þeir tveir kaflar úr skýrsl- unni, sem eru birtir hér að framan, fela vissulega í sér þungar ádeilur á einkarekstur- inn, þegar hann er ekki háður neinni félagslegri forustu, sem leitast við að beina honum að þeim verkefnum, sem mestu skipta. Þar hafa kynslóðaskipt- in vissulega mikið að segja, en þeirra gætir miklu meira í einkarekstri en félagslegum. Mörg blómleg einkafyrirtæki hafa sundrazt eða hreinlega lagzt niður við kynslóðaskipt- in. Sérgróðasjónarmiðiðer svo annar annmarki einkareksturs- ins. Vegna sérgróðasjónar- miðsins snýr einkareksturinn sér einkum að þeim verkefn- um, sem eru auðveldust og gróðavænlegust í svipinn. Þess vegna verða nýjar atvinnu- greinar, sem kunna að verða erfiðar í byrjun, oft útundan, en ofþensla skapast í eldri atvinnugreinum, sem voru arð- vænlegar um stund. í höfuð- borginni eru svo húsbygging- arnar sérstakur kapítuli út af fyrir sig, eins og bent er á í skýrslunni. Fjárfesting í hvers konar skrifstofuhúsnæði hefur verið gífurleg og raunar einnig í ýmsu iðnaðarhúsnæði, þótt oft hafi skort atvinnurekstur til að nýta það. Þannig hefur gífurlegt fjármagn sogazt úr atvinnurekstrinum í fasteignir, þar sem verið var að koma Kynslóða- skiptin Á bls. 9 segir svo í skýrslunni um vandamál atvinnureksturs í borginni: „Vandinn gagnvart atvinnu- rekstrinum í borginni er í höfuðatriðum tvíþættur, þar sem annars vegar er um að ræða fyrirtæki í rekstri, en hins vegar stofnun nýrra. Þessum vanda verða ekki gerð skil í einstökum atriðum, en nefnd skulu af handahófi fjögur atr- iði, sem skipta máli í þessu sambandi. 1. Kynslóðaskipti eiga mik- inn þátt í hægari vexti, ■ Atvinnurekstur í Reykjavík. Horfur eru nú þannig í atvinnumálum Reykvíkinga, að full þörf er á að borarstjóri og borgarstjórn sýni þeim meiri áherslu. Hvemig væri nú, að þessir aðilar drægju atvinnumálaskýrsluna frá 1977 úr möppunni og athuguðu hvort ekki mætti sitthvað af henni læra? ■ Davíð Oddsson núverandi borgarstjórí og Birgir ísleifur Gunnarsson, þáverandi borgarstjóri. Þegar vísdómstönnina vantar ■ Sú var tíðin að Tími gamli lak inn um bréfalúguna á mínu æskuheimili. Óþreyjufullar litlar hendur flettu blaðinu, prentsvertan litaði fram á fingurgóma og augun geisluðu þegar hetjur hvunndagsins, þeir Hvell- Geiri, Kiddi Kaldi, Valdi Víðförii og Kubbur birtust loksins innan um alH fréttaruslið. Ávallt voru aðalhetj- umar þeir Skuggi og Denni dæmalausi, geymdir þar til síðast. Þeir voru lang-langbestir, Skuggi hinn leyndar- dómsfulli bjargvættur og géðmenni og Denni dugandi athafnardrengur með glaðbeittu ívafi. En nú er önnur tíð og betri, með blóm í haga. Denni horfinn til stjórnsýslustarfa, Kiddi í kaupsýsluna, Hvell-Geiri sjálf- sagt sprunginn á limminu í flokknum og góði gamli Skuggi genginn á vit vitsmuna og visku á N.T. Steinhættur að bjarga ungfrú Palmer og skjóta skúrkum skelk í bringu. Nei takk, svoleiðis smáafrek henta ekki Skugga nútímans. Skuggi nútímans flettir ofan af skíthæl- um þjóðfélagsins, segir sauð- svörtum almúganum hvar vondu karlarnir séu, lýsir upp öll skúmaskot hinna svörtu sálna. Já, Skuggi er sannleikur- inn. „Munnurinn er sá hluti mannsins sem slitnar örast... af öllum deildum líkamans“, þetta hrífandi gullkorn er að finna í afurð Skugga frá 30. apríl s.l. Efni greinarinnar er annars vís- indaleg úttekt á gullaldarmáli um laun tannlækna í okkar ágæta landi. Ber Skuggi sig að vonum illa undan því að vera bara Skuggi en ekki tannlæknir með heilar 250 þúsund krónur í laun á mánuði. Skuggi greyið fær þessa tölu á leyndardóms- fullan hátt, sem Skugga er ein- um lagið, enda er ungfrú Palmer nú úr allri hættu og hvílir í örmum hans, svo Skuggi getur einbeitt sér að útreikningum á launum tannlæknasvínanna. Skuggi er bara svo vitlaus að halda að tannlæknar vinni að- eins 40 stundir á viku. Enginn tannlæknir sem ég þekki vinnur svo stutta vinnuviku. Launin hljóta því að vera miklu hærri. Verst að tannlæknaaularnir hafa ekki haft vit á því að taka eftir- og næturvinnuálag, hvað þá helgidagaálag. Vonandi stendur það nú til bóta og þá gleðst Skuggi pínulítið, því þá getur hann aftur skrifað góðan greinarstubb um tannlækna- skíthælana og allan gróðann þeirra, og svo fær Skuggi pínu- litla þóknun frá sambandsherr- unum fyrir viðvikið. Líklega er það svo ekki gefið upp til skatts og Skuggi getur fjárfest í hjóna- rúmi til nota í Hauskúpuhelli þar sem hann og ungfrú Palmer ætla að búa. Vart þarf að taka fram að það er á eyjunni Eden, þar sem allir eru voða góðir við alla og engir vondir tannlæknar. „Mikið óskaplega má öfunda tannlækna af þeirri dásamlegu valdaaðstöðu sem þeir hafa komið sér upp“. Grunaði ekki Gvend? Var einhver að segja að næsti bær við Illgirni væri Öfund? Nei, hér er það bara Skuggi, sem geysist fram á ritvöllinn. Síðumúli 35 í Reykjavík er líka syndum prýddur staður þar sem „tann- læknar semja verðskrá" og telja illa fengið silfur meðan þeir hlusta á kennslu í skattsvikum og meðferð þumalskrúfna á sjúklinga sem borga ekki. Þegar Skuggi hefur flett ofan af þeirri svívirðu að tannlæknar telji fjórar vikur í hverjum mán- uði (samkv. jöfnunni: fleiri vikur = meiri gróði) þá klykkir hann út með því að tannlæknar borgi aðstoðarfólki sínu kr. 20.000 í laun á mán. Ha, Ha, Ha, við borgum bara eins og afgreiðslufólkið í Miklagarði fær, þetta 12-13.000 kr. Svo stelum við öllum lífeyrissjóðs- greiðslum og orlofi og öllu því dótaríi. Við erum gráðugir, skilurðu. Aðstoðarfólk Skugga, Sumir, Almannarómur og Sagt Er hafa einnig sitt til málanna að leggja og finnst það „mikið svínarí að almenningur sé látinn greiða fyrir menntun þeirra“. Heyr. Heyr. Ássgoti er það líka gott hjá yfirboðurum Skugga að ætla að kippa Tryggingastofnun ríkisins út úr endurgreiðslum tann- lækninga. Þá fyrst verður nú gott loft á íslandi. Gott á Skuggi að eiga þá nógan aur (sem hann hefur fengið fyrir góðu grein- arnar sínar) því þá hefur hann efni á að láta lækna sína tennur og sinná barna. Ho, Ho, það verða grislingar tannlæknanna sem ekkert fá endurgreitt, eða þannig, eða hvað? Æjá, hvað allt verður dásam- legt og „næs“ þegar engir tann- læknar verða til. En hvað á aumingja Skuggi þá að skrifa um? Og hver á að lækna allt tannleysið? Skuggi reddar því nú. Hann innréttar bara tann- læknastofu í Hauskúpuhelli og

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.