NT - 08.05.1984, Blaðsíða 18
Þriðjudagur 8. maí 1984 18
Sjónvarp
■ Ólafur Ragnar Grímsson
Sjónvarp kl. 21.05:
Norður-Suður -
Veröld í vanda?
■ í þættinum Norður-Suður
er fjallað um samskipti ríkra
iðnríkja Norðursins og þróun-
arlanda í suðri, en bilið á milli
þeirra hefur verið að breikka í
seinni tíð.
í þættinum er rætt við ýmsa
menn, sem hafa látið að sér
kveða í umræðu um þetta efni
á alþjóðavettvangi, svo sem
Willy Brandt, fyrrum kanslara
Vestur-Þýskalands og formann
svokallaðrar Brandt-nefndar,
Bradford Morse, yfirmann
þróunaraðstoðar Sameinuðu
þjóðanna og Munir P.
Benjenk, varaforseta Alþjóða-
bankans. Allir þessir menn
sóttu ráðstefnu, sem haldin
var á vegum Evrópuráðsins í
Lissabon í síðasta mánuði, þar
sem fjallað var um hlutvcrk
Evrópuríkja í samskiptum
Norðurs og Suðurs, en hvata-
maður þeirrar ráðstefnu var
íslendingurinn Ólafur Ragnar
Grímsson.
í síðari hluta þáttarins
Norður-Suður fer fram um-
ræða í sjónvarpssal.
Útvarp kl. 16.20:
islensk
tónlist
- Guðrún
Tómasdóttir
syngurlög
eftir Þorstein
Valdimarsson
■ íslensk tónlist er á dagskrá
útvarpsins kl. I6.20 í dag. Þá
leikur Sinfóníuhljómsveit ís-
lands „Concerto breve“ eftir
Herbert H. Ágústsson - Páll
P. Pálsson stjórnar hljómsveit-
inni.
Guðrún Tómasdóttir syngur
lög eftir Porstein1. Valdimars-
son og Ólafur Vignir Alberts-
son leikur með á píanó. Þá
leikur Sinfóníuhljómsveit ís-
lands „Fáein haustlauf" eftir
Pál P. Pálsson og hann stjórnar
sjálfur hljómsveitinni.
■ Claudio Cassinclli í hlutverki sínu í „Snákinum'
Sjónvarp kl. 22.15:
Snákurinn - í næstsíðasta sinn
■ Nú er komið að næstsíð-
asta þættinum af ítölsku sjón-
varpsmyndinni „Snákurinn“.
Líklega fara málin nú eitthvað
að skýrast, en þeir sem best
■ „Það má segja að þetta sé
hinn eini eiginlegi unglinga-
þáttur á Rás 2“, sagði Eðvarð
Ingólfsson, er hann var beðinn
að segja frá hinum vikulega
þætti sínum FRÍSTUND.
Eðvarð sagðist hafa verið
vikulega með þennan þátt frá
því Rás 2 byrjaði, og alltaf á
sama tíma.
„Þátturinn cr byggður upp á
samvinnu við unglingana
sjálfa. Þeir skrifa til þáttarins
og ég bcndi þeim á að þarna sé
kjörinn vettvangur til að koma
skoðunum og hugmyndum á
framfæri og eins því sem þau
kannski að skrifa og semja.
Svo er ég með vinsældalista á
popplögum.
Eg býð einum skóla hverju
sinni að velja og kynna 3
hafa fylgst með söguþræðinum
halda að nú sé búið að myrða
„Snákinn“ sjálfan, - en þaö
var þó ekki alveg víst að sá
frómi maður væri sjálfur Snák-
vinsælustu lög vikunnar, sem
kosin eru af 8. og 9. bekk.
Þátturinn er svona helst mið-
aður við 12-16 ára unglinga.
Mér finnst þetta góður út-
varpstími, en þá eru krakkamir
yfirleitt komnir úr skóla.
í dag byrjar framhaldsleikrit
sem heitir: Fimmtán ára eða
um það bil. Fyrsti þátturinn
verður fluttur nú í dag. Leikar-
ar eru Páll Grímsson og Elsa
Björk Harðardóttir úr 9. bekk
Álftamýrarskóla.
Krakkar í 8. og 9. bekk
grunnskólans á Hellissandi
velja vinsælustu lög þessarar
viku.
Einnig mun Eðvarð slá á
þráðinn til Kristjönu Kristins-
dóttur á Hellissandi til að fá
hjá henni fréttir af félagslífi
urinn.
Þetta er sem sagt mjög flókin
saga og margar dularfullar per-
sónur koma við sögu. Nokkuð
hefur persónunum fækkað,
■ Eðvarð Ingólfsson hefui
verið vikulega með þáttinn
FRÍSTUND síðan Rás 2 byrj-
aði.
unglinga á staðnum.
Svo verður starfskynning í
þættinum, og verður starf
hjúkrunarfræðinga kynnt nú.
Einnig verður lestur úr bréfum
hlustenda."
Eðvarð lngólfsson hefur
unnið sem blaðamaður (við
Æskuna) og sem rithöfundur
og starfar á Rás 2.
því að þeir grunuðu hverfa af
sjónarsviðinu einn á fætur
öðrum, en næsta þriðjudag,
15. maí fáum við að vita lausn
leyndardómsins.
Útvarp kl. 10.45:
„Man ég
það sem
löngu leið“
Vorkoman og fuglar
eru aðalefni
Ragnheiðar Viggósdóttur
að þessu sinni
■ Ragnheiður Viggósdóttir
hefur á fimmta ár verið með
þátt í útvarpinu, sem á sér
trygga áheyrendur. Það er
þátturinn „Man ég það sem
löngu leið“.
Blaðamaður NT náði aðeins
tali af Ragnheiði til þess að
komast eftir hvað væri helst á
dagskrá hjá henni í þessum
þættiídag. Ragnheiðursagði:
„í tilefni af árstíðinni, þá
fjalla ég um fugla. Þetta eru
tvær frásagnir um fugla og
móðurást þeirra, og eru báðar
eftir íslenska höfunda.“
Ráskl. 17.
FRÍSTUND
Krakkar á Hellissandi velja
vinsælustu lög vikunnar
Þriðjudagur
8. maí
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á
virkum degi. 7.25 leikfimi. 7.55
Daglegt mál. Endurt. þáttur Marðar
Árnasonar frá kvöldinu áður.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð - Bjarnfriður Leósdóttir
talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnahna:
„Hnífaparadansinn" eftir Jón
frá Pálmholti. Höfundur lýkur
lestrinum (9).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. 9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For-
ustugr. dagbl. (útdr.).
10.45 „Man ég það sem löngu leið“
Ragnheiður Viggósdóttir sér um
þáttinn.
11.15 Við Pollinn Ingimar Eydal
velur og kynnir létta tónlist
(RÚVAK).
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.30 Tim Hardin, Arlo Guthrie,
Bob Dylan o.fl. syngja og leika.
14.00 Ferðaminningar Sveinbjarn-
ar Egilssonar; seinni hluti Þor-
steinn Hannesson les (19).
14.30 Upptaktur - Guðmundur
Benediktsson.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 fslensk tónlist Sinfóníuhljóm-
sveit Islands leikur „Concerto
breve" eftir Herbert H. Ágústsson;
Páll P. Pálsson stj. / Guðrún Tóm-
asdóttir syngur lög eftir Þðrstein
Valdimarsson. Ólafur Vignir Al-
bertsson leikur með á píanó /
Sinfóníuhljómsveit Islands leikur
„Fáein haustlaut" eftir Pál P.
Pálsson; höfundurinn stj.
17.10 Síðdegisvakan
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Við stokkinn Stjórnendur:
Margrét Ólafsdóttir og Jórunn Sig-
urðardóttir.
20.00 Sagan: Flambardssetrið II.
hluti „Flugið heillar" eftir K.M.
Peyton Silja Aðalsteinsdóttir byrjar
léstur þýðingar sinnar.
20.30 Ensk þjóðlög
20.40 Kvöldvaka a. „Siðasta fullið“
Aldis Baldvinsdóttir les sögu eftir
Sigurð Nordal; fyrri hluti. (Siðari
hluti verður fluttur á sama tima á
morgun). b. Stefán íslandi syng-
ur
21.10 Vornóttin Umsjón: Ágústa
Björnsdóttir.
21.45 Útvarpssagan: „Þúsund og
ein nótt" Steinunn Jóhannesdóttir
les valdar sögur úr safninu i
þýðingu Steingríms Thorsteins-
sonar (8).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins
22.35 Kvöldtónleikar: Johan
Svendsen og verk hans Knútur
R. Magnússon kynnir.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok
Þriðjudagur
8. maí
10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórn-
endur: Páll Þorsteinsson, Ásgeir
Tómasson, og Jón Ólafsson.
14.00-15.00 Vagg og velta Stjórn- *
andi: Gisli Sveinn Lottsson.
16.00-17.00 Þjóðlagaþáttur Stjórn-
andi: Kristján Sigurjónsson.
17.00-18.00 Frístund Stjórnandi: Eð-
varð Ingólfsson.
Þriðjudagur
8. maí
19.35 Hnáturnar 9. þáttur. Breskur
teiknimyndaflokkur. Þýðandi
Þrándur Thoroddsen. Sögumaður
Edda Björgvinsdóttir.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Veiðikló Bresk náttúrulifsmynd
um ránbjöllur, ein skæðustu rándýr
í hópi skorkvikinda. Þýðandi og
þulur Jón O. Edwald.
21.05 Norður og Suður - Veröld i
vanda I þættinum er fjallað um
samskipti rikra iðnrikja norðursins
og þróunarlanda i suðri en bilið
milli þeirra hefur verið að breikka í
seinni tið. Rætt verður við ýmsa
menn sem hafa látið þetta málefni
til sín taka á alþjóðavettvangi og
sóttu ráðstefnu á vegum Evrópu-
ráðsins i Lissabon i síðasta mán-
uði, þar sem fjallað var um hlutverk
Evrópurikja i samskiptum Norðurs
og Suðurs. Þættinum lýkur með
umræðum í sjónvarpssal. Umsjón-
armaður Ögmundur Jónasspn.
22.15 Snákurinn Þriðji þáttur. ítalsk-
ur framhaldsmyndaflokkur í fjórum
þáttum. Þýðandi Þuríður Magnús-
dóttir.
23.15 Fréttir í dagskrárlok.