NT - 17.05.1984, Qupperneq 14
Fimmtudagur 17. máí1Ö84 14
■ Þegar Beatles kómu fram á sjónarsviðið seint árið 1962
má með sanni segja að það hafi orðið tónlistarbylting á
einni nóttu í heimi dægurlagatónlistarinnar. Árið 1962
hafði verið eitt lakasta tónlistarlega séð og tónlistarhransinn
var í sjálfu sér að leita dauðaleit að nýjum stjörnum. 1962
var ár söngvaranna, Elvis Presley átti 4 af 12 fyrsta-sætis
lögunum í Bretlandi 1962, og var samtals 17 vikur ífyrsta
sæti. Frank Ifield átti tvö fyrsta-sætis lög, Cliff Richard eitt,
Ray Charles eitt, Mike Sarne eitt, hin þrjú áttu þrjár
„instrumental"grúppur, Shadows, TornadosogB. Bumble
& The Stingers.
Breskar hljómsveitir komust ekki á plast nema þær væru
ístíl við Shadows, eða hefðu íforsvari söngvara, sem mætti
gera að sólostjörnu.
En hljómsveitir voru í full-
um gangi úti um allt í Liver-
pool, London, Manchester og
Birmingham voru hljómsveitir
aö spila í unglingaklúbbum og
léku lögin af vinsældalistunum
auk laga meö amerískum
svertingjaböndum og söngvur-
um sem voru vinsæl meðal
diskótekaranna í klúbbunum.
I Liverpool var mýgrútur af
efnilegum böndum sem engin
útgáfufyrirtæki vildu sjá,
þ.á.m. Beatles, Cass & The
Casanovas, Gerry & The Pack-
makers, Big Three, Fourmost,
Billy J Kramer & The Dakot-
as, Merseybeats, Swinging
Blue Jeans og fleiri.
Beatles voru með fyrstu
böndunum til aö komast á
samning, en þrátt fyrir það
vissu vitrir menn í hljómplötu-
fyrirtækjunum að þessar rokk
grúppur ættu eftir að gera
eitthvað því krakkarnir voru
hættir að kaupa plöturnar sem
þau voru mötuð á og farnir að
flykkjast í klúbbana til að
hlusta á tónlist sem höfðaði til
þeirra. Eitt af fyrstu fyrirtækj-
unum sem höfnuðu Beatles
var Decca, en náunginn sem
hafnaði þeim gerði það vegna
þess að hann var með tvær
hljómsveitir í sigtinu og mátti
aðeins velja aðra, og hann
valdi Brian Pool &TheTreme-
loes, því þeir virtust viðráðan-
legri og snyrtilegri og höfðu
einn söngvara.
Beatles aftur á móti voru
með þrjá söngvara, og vissu
ekki hvað þeir áttu helst að
spila, eigin lög, vinsældalist-
ana, uppáhaldssoul og Rhythm
& Blues lögin sín, eða upp-
áhaldslögin hans Brian Ep-
stein, umboðsmanns síns.
Hvað um það, eftir að HMV,
Pye, EMI og Columbia (EMI
merki ekki CBS), sem voru
helstu merkin í Bretlandi 1962,
höfðu hafnað þeim enduðu
þeir á Parlophone, sem var
EMI merki.
Beatles
Fyrsta plata Beatles, „Love
Me Do“ náði 17. sæti á breska
listanum, sem var alls ekki
lélegt innan um Cliff Richard,
Frank Ifield, Helen Shaphiro,
Mark Wynter, Fabian og
Shadows.
Næsta lag þeirra „Please
Please Me“ fór í fyrsta sætið,
og svo gerðu næstum því öll
lög þeirra, 27 sem fóru á lista.
Um mitt ár 1963 var Beat
Músík föst í sessi. >ó Cíiff
(The Next Time) og Shadows
(Dance On), Jet Harris &
Tony Meehan (Diamonds)
hafi átt þrjú fyrstu no. 1 lögin
1963, þá voru „beat-lög“ að
einu undanskildu, sem áttu öll
fyrsta sætis lögin eftir 11.
apríl.
Fyrstir á eftir Beatles komu
Gerry & The Pacemakérs, síð-
an Searchers, Billy J. Kramer
& The Dakotas, Brian Poole
& The Tremeloes.
Beatles áttu 4 fyrsta sætis-
lög 1963, Please Please Me,
From Me To You, She Loves
You og I Want To Hold Your
Hand.
í dag virkar ferill og tímabil
Beatles eins og draumur. Þau
áhrif sem þeir höfðu á þær
kynslóðir sem voru á aldrinum
3 til 30 ára 1963 eru eflaust
miklu meiri heldur. en nokkurn
grunar. Þeir sem lifðu ekki
þessa tíma geta seint skilið
hversu kraftur þeirra var mikill
á árunum 1963 til 1969, á
tímum gífurlegra þjóðfélags-
breytinga um heim gervallan.
Þó ferill Beatles hafi oft verið
rakinn í blöðum, bókum og
tímaritum, skulum við rekja
hann hér í stuttu máli.
Jóhn Lennon og Paul
McCartney hófu fyrst að leika
saman 1956 í skiffle-bandi
Lennons, Quarrvmen, sern
hafði flöktandi liðsskipan. Ge-
orge Harrison gerðist einn af
mörgum gítarleikurum Quar-
rymen 1958, en hann hafði
áður leikið í hljómsveit bróður
síns Peter, The Rebels. 1959
breyttu þeir nafninu og gerðust
rokkband með nýja bassa-
leikara, Stuart Sutcliffe, undir
heitinu Johnny & The Moon-
dogs, Johnny & The Moondogs
urðu síðan Silver Beatles, síð-
an Rainbows og loks Beatles.
1960 gerðist Pete Best
trommuleikari þeirra eftir
nokkrar misheppnaðar tilraun-
ir með aðra trommara. Þeir
léku í klúbbum Liverpool, sér
í lagi í Jacaranda og Cavern
klúbbnum en þá báða átti
náungi að nafni Alan Williams,
en hann gerðist fyrsti umboðs-
maður þeirra. Alan hafði sent
aðra af hljómsveitum sínum,
Howie Casey (síðar í Wings)
& The Seniors til Hamborg
með slíkum árangri að hann
ákvað að senda Beatles þangað
einnig. Á eftir Beatles fóru
tugir Liverpool hljómsveita
einnig til Hamborgar. Þýsku
áheyrendurmr vildu háværa
tónlist, mikið að gerast á svið-
inu og fjör! Bresku hljómsveit-
irnar sem þurftu oft að leika í
6-8 tíma törnum einangruðust
fljótt frá breskum áhrifum,
Shadows og Cliff, en einbeittu
sér að Rock Yi Roll og R&B
músík. í apríl fóru þeir fyrst í
stúdíó, með Tony Sheridan,
enskum söngvara sem var vin-
sæll á meginlandinu. Þeir tóku
upp nokkur lög með Sheridan
og sjálfir allavega þrjú lög.
í júní'61 ákvað Sutcliffe að
vera eftir í Þýskalandi ásamt
vinstúlku sinni og auka við
menntun sína í myndlistinni.
Þar með varð Paul bassaleikari •
hljómsveitarinnar.
I desember sama ár gerðist
Brian Epstein umboðsmaður
þeirra. Strax hófst hann handa
við að koma prufuupptökum á
framfæri við hljómplötufyrir-
tæki í London. I fjóra mánuði
gekk hann á milli Decca, Pye,
Columbia, HMV og EMI og
fékk oftast þvert nei. Loksins
var einn tilbúinn að gefa þeim
áheyrn (þeir höfðu reyndar
tekið upp prufuupptökur fyrir
Ðecca, sem nú eru til á plötu),
en það var George Martin,
upptökustjóri og A&R maður
hjá Parlophone.
í júní komu þeir í stúdíó,
John, Paul, George og Pete.
George Martin sá að þeir voru
efnilegir en líkaði ekki við
trommarann og sagði að annað
hvort skiptu þeir um trommu-
leikara eða hann þyrfti að nota
stúdíó mann í upptökunum.
John, Paul og George höfðu
þegar augastað á öðrum
trymbil, sem þeir höfðu leikið
með í jam sessionum og í
upptökum í Hamborg, Ric-
hard nokkur Starkey, sem
trommaði með Rory Storme &
The Hurricanes, sem var vin-
sæl hljómsveit í Liverpool.
Richard sem gekk reyndar þá
þegar undir nafninu Ringo
Starr, var ekki beinlínis í stíl
við hina Bítlana því hann gekk
með alskegg, gráar strípur í
hárinu og greiddi hárið upp og
í píku að hætti rokkara. Þessu
öllu varð hann að fórna líkt og
Pétur Östlund þurfti að safna
hári og gott ef ekki raka sig
þegar hann gekk í Hljóma
nokkrum árum síðar.
George Martin var ánægð-
ari, en hafði þó vara trymbil á
svæðinu og tók reyndar aðra
upptökuna á „Love Me Do"
með Ringó á tambórínu en
Andy White lék á trommurn-
ar.
Skömmu eftir upptökurnar
drifu þeir sig í enn eina ferðina
til Hamborgar, sem reyndist
verða þeirra síðasta til að spila
í næturklúbbum. Um áramótin
var gerð upptaka á balli í
næturklúbbnum Star Club sem
síðar kom út á hljómplötu
löngu eftir að Beatles höfðu
hætt störfum.
Þegar þeir sneru aftur í
janúar 1963 gáfu þeir út
„Please Please Me“ sem fór í
fyrsta sætið á þrem vikum og
dreifðust vinsældir þeirra og
forvitni fólks um þessa furðu-
fugla eins og eldur um sinu yfir
gervalla Evrópu og víðar.
En það var ekki bara músík-
in sem vakti athygli, útlit þeirra
félaga, sítt hár (þ.e. greitt
niður á einni í stíl „bóhema“
Parísar, í rúllukragapeysum
kragalausum jökkum, támjó-
um „Bítlaskóm", strákslegir
piltar sem voru saman í hljóm-
sveit, ekki sjálfstæðir söngvar-
ar, nokkurs konar gengi. Þetta
hreif. Stúlkurnar urðu: allar
ástfangnar af sínum Bítli, og
gátu verið vinkonur áfram,
strákarnir sáu gengisljómann
og það var ekki lengur bara
einn töffari í hópnum í stíl
James Dean eða Elvis Presley
sem stjórnaði genginu.
Beatles gáfu út þrjár litlar
plötur til viðbótar 1963 „From
Me To You“, She Loves You“
og „I Want To Hold Your
Hand“. 1964 kom „Can’t Buy
Me Love“, „A Hard Day’s
Night“ og „1 Feel Fine“ .
I febrúar 1964 komust Beat-
les fyrst á lista í Bandaríkjun-
um með lagið „I Want To
Hold Your Hand“, en meira
um bresku innreiðina í Amer-
íku síðar.
. Beatles héldu vinsældum
sínum allan þann tíma sem
þeir störfuðu eða til 1970, flest
laga þeirra náðu fyrsta sætinu
í Bretlandi og víðar, og stóru
plöturnar þeirra náðu jafn
miklum vinsældum og eru enn
máttarstólpar í öllum góðum
plötusöfnum.
Breiðskífur þeirra voru, á
meðan þeir störfuðu, þessar:
1963 Please Please Me
1963 With The Beatles
1964 A Hard Days Night
1964 Beatles For Sale
1965 Help
1965 Rubber Soul
1966 Revolver
1966 A Collection Of Bea-
tles Oldies (But Goldies)
1967 SGT Pepper Lonely
Heart Club Band
1968 The Beatles (White
Album
1969 Yellow Submarine
1969 Abbey Road
1970 LetltBe
Þessar plötur eru grund-
völlurinn í Beatles safninu, en
síðan má nefna fjöldann allan
í viðbót, en til frekari lestrar
um plötur Beatles má benda á
tvær mjög góðar bækur, „The
Long Ánd Winding Road“ og
„Working Class Heroes" báð-
'ar gefnar út af Virgin.
Gerry &
The Pacemakers
Gerry & The Pacemakers
komu næstir á eftir Beatles
með lag upp vinsældalistann.
Gerry Marsden hafði leikið í
ýmsum skiffle og rock 'n roll
böndum í Liverpool þegar
hann stofnaði eigin hljómsveit
ásamt bróður sínum Freddie,
The Mars Bars. Þeir hafa lík-
lega verið hrifnir af Mars
súkkulaði. 1959 stofnuðu þeir
ásamt Les Chadwick The Pace-
makers og héldu til Top Ten