NT - 28.05.1984, Blaðsíða 23
Mánudagur 28. maí 1984 23
Flokksþing finnskra kommúnista:
Harðlínumönnum vikið
úr öllum valdastöðum
VÍKbílaleigahf.
Grensásvegi 11, Reykjavík S[mi 91 -37688
Nesvegi 5, Suðavik Simi 94-6972.
Afgreiðsla á Isafjarðarflugvelli,
tilkynningar
Pípulagnir
Alhliöa viðgerða og viðhaldsþjónusta á vatns-,
hitalögnum og hreinlætistækjum. Setjum upp
Danfoss-kerfi. Gerum bindandi verðtilboð.
Upplýsingar eftir kl. 18 í síma 35145.
tilboð - útboð
Útboð
Tilboð óskast í eftirtaldar bifr. sem skemmst hafa
í umferðaróhöppum.
Isuzu Trooper disel árg. 1983
Ford Bronco árg. 1979
Subaru 4x4 árg. 1981
Datsun árg. 1981
Toyota Corolla árg. 1981
Taunus árg. 1982
Simca 1100 árg. 1979
Lancer árg. 1975
Datsun 1200 árg. 1973
Toyota Carina árg. 1977
Saab99 árg. 1980
Mazda 929 árg. 1977
Renault 4 árg. 1977
Lada 1500 st. árg. 1982
Yamaha V-Max snjósleði árg. 1983
Ford Escort XR 3 árg. 1982
Austin Mini árg. 1979
Peugeot 404 árg. 1971
Bifreiðar verða til sýnis að Skemmuvegi 26,
Kópavogi, mánudaginn 28.05.1984, kl. 12-16.
Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga gt. fyrir
kl. 16 þriðjudaginn 29.05 1984.
SAMVINNU
TRYGGINGAR
ARMÚLA3 S1MI814U
til sölu
Tjaldvagnar -
Hjólhýsi
Höfum til sýnis og sölu nýja og notaða tjaldvagna
og hjólhýsi ásamt dráttarbeislum fyrir flestar
tegundir bifreiða.
Sýningarsalurinn Orlof
Bíldshöfða 8. Sími 81944
Þakjárnsútsala
Við köllum þetta útsölu því að nú seljum við
eldri birgðir á kr. 125.- pr. lengdarmetra,
fyrirliggjandi í 2, 2.5 og 3 m frá 8, 9 og 10 fet
frá Belgíu.
Verzlanasambandið hf.,
Sími 45544 og 42740
Loftfleygar til söiu
Loftfleygar í stærðunum: 32 kg, 16 kg, og 7,5 kg
til sölu. Upplýsingar í síma 91-687522 og 91-
35684 (kvöld og helgarsími)
Túnþökur
Til sölu mjög góðar vélskornar túnþökur úr
Rangárþingi. Landvinnslan s/f. Uppl. í síma
78155 á daginn og 99-5127 og 45868 á kvöldin.
Tískufatnaður
Höfum til sölu mikið úrval af tískufatnaði. Saum-
um eftir máli. Tökum upp snið.
Sendum í próstkröfu um land allt.
Kambasel 17 Reykjavík
símar 91-76159 og 91-76196
Svefnsófar
Höfum til sölu takmarkað magn af vönduðum
tvíbreiðum svefnsófum á mjög hagstæðu
verði.
Húsgagnaiðja K.R.
Sími 99-8121 og 99-8285.
Húsgögn
í sumarbústaði
Höfum til sölu nokkur sett af Ijósum furusófasett-'
um ásamt borðum, á hagstæðu verði, hentugt í
sumarbústaði.
Húsgagnaiðja K.R.
Sími 99-8121 og 99-8285
Heliinki4)euter.
■ Öllum harðlínumönnum
sem fylgja Moskvuvaldinu í
blindni, var vikið úr miðnefnd
finnska kommúnistaflokksins í
gær, en þá lauk þriggja daga
þingi flokksins. Sendinefnd
háttsettra kommúnista frá
Moskvu sat þingið, en ekki
hefur heyrst orð úr þeim her-
búðum um þessi málalok.
Eftir úrslitin heimta harðlínu-
menn að nýtt flokksþing verði
kallað saman þegar í stað, en
þeir sætta sig ekki við þau úrslit
að enginn þeirra náði kjöri í
miðnefndina, en atkvæði féllu
þannig að 183 kusu ein-
göngu þá sem aðhyllast Evrópu-
kommúnisma en 163 harðlínu-
menn.
Miðnefndin var áður skipuð
þannig að harðlínumenn höfðu
þar öll tögl og hagldir. Nefndin
kýs stjórnmálanefndina úr hópi
miðnefndarmanna. Stjórnmála-
nefndin er æðsta valdastofnun
flokksins.
Meðal þeirra sem vikið er úr
valdastóli er formaður
flokksins, Kajanoja, sem opin-
skátt hefur stefnt að endurkjöri
og hefur bréf upp á vasann frá
Konstantin Tshernenko, æðsta
manni Sovétríkjanna, um að
hann njóti stuðnings hans.
Hin nýkjörna miðnefnd kaus
hins vegar Arvo Aalto formann
flokksins, en hann var áður
aðalritari hans. Moskvuvaldið
hefur opinskátt unnið gegn hon-
um og sagt hann hafa brugðist
sósíaliskri hugmyndafræði.
Harðlínumenn í finnska komm-
únistaflokknum hafa einnig ráð-
ist harðlega gegn hinum nýja
formanni og átelja hann fyrir að
hafa ekki byltingarkennt sjón-
armið og vilja starfa með öðrum
stjórnmálaflokkum.
Háttsettir Rússar fara ekki
leynt með að Aalto sé hand-
bendi þeirra afla í Finnlandi
sem vinna á móti marx-lenín -
iskri hugmyndafræði sósíalisku
landanna.
Aalto sagði á flokksþinginu,
að allir finnskir kommúnistar
væru trúir Sovétríkjunum allt til
dauðans, en svoleiðis yfirlýsing-
ar nægðu ekki til að afla honum
atkvæða harðlínumanna.
Finnski kommúnistaflokkur-
inn, sem nú er fjórði stærsti
þingflokkurinn þar í landi, hef-
ur verið klofinn síðan um miðj-
an sjöunda áratuginn, og skipt-
ist í harðlínumenn og svokall-
aða Evrópukommúnista, sem
mjög hafa sótt í sig veðrið hin
síðari ár og hafa nú náð al-
gjörum meirihluta í flokknum.
Peir „frjálslyndari" leggja
áherslu á að kommúnistaflokk-
ur hvers lands fái að móta eigin
stefnu og starfa með hverjum
þeim stjórnmálaöflum sem
þeim lystir hverju sinni og taka
ekki við fyrirskipunum frá
Moskvu.
Harðlínumenn eru aftur á
móti hallir undir Sovétríkin og
beygja sig fúslega fyrir því valdi
sem þar ræður ríkjum.
| ■ Illa fór er sprengja átti verksmiðjureykháf í borginni Holder-
bank í Sviss. Reykháfurinn féll í aðra átt en honum var ætlað og
féll á verksmiðjubygginguna. Þar varð mikið bomsaraboms og er
tjónið af þessari handvömm sprengjumanna metið á um 30 millj. kr.
Símamynd Polfoto
Tass getur í hvor-
uga löppina stigið
Moskva-Reuter
■ Í gærkvöldi komu fyrstu við-
brögð frá Moskvu um úrslit
flokksþings finnska kommún-
istaflokksins. Tass skýrði frá
því að „nokkrir erfiðleikar" hafi
komið upp á flokksþinginu.
Ekki var sagt frá því að
harðlínumenn, sem studdir
voru af Sovétríkjunum, hafi
verið felldir úr öllum valda-
stöðum flokksins og að for-
mannsefni þeirra hafi verið fellt.
Enn síður að nýi formaðurinn
hafi verið kosinn í óþökk
Moskvuvaldsins. Aðeins var
sagt að vandamálin sem verið
hafa innan finnska kommúnista-
flokksins hafi verið staðfest á
flokksþinginu, bæði hvað varð-
ar ályktanir og í kosningum til
nefnda og stofnana flokksins.
Alúöarþakkir fyrir þann vinarhug sem mér
var sýndur á sjötugsafmæli mínu 18. apríl
s.l.
Guðný Baldvinsdóttir
Leirulæk