NT - 28.05.1984, Blaðsíða 26

NT - 28.05.1984, Blaðsíða 26
Mánudagur 28. maí 1984 26 Utlönd ímyndunarveiki er þjódfélaginu dýr og þeim þjáðu hættuleg ■ Sjúklingar sem ekkert amar að nema ímyndaðir sjúkdómar og þörf fyrir umhyggju og sam- úð eru heilbrigðiskerfinu dýrir. Nýverið var fjallað um þessi mál í danska læknablaðinu og er niðurstaðan sú að lítið sé í málinu að gera, því að þeir heilbrigðu sjúklingar sem ástunda heimsóknir til lækna og heimta sjúkrahúsvist, eru mjög slungnir að gera sér upp sjúk- dóma og eru lýsingar þeirra á einkennum oft mjög sannfær- andi og láta læknarnir oft blekkjast. Dæmi er tekið af 48 ára gamalli konu, sem síðast liðin 30 ár hefur verið lögð inn á sjúkrahús 114 sinnum. Alls tókst henni að verða lögð inn á 38 spítala hér og þar í Dan- mörku. Nánast fyrir tilviljun þekktist hún á einu því sjúkra- húsa, sem hún hafði dvalið á áður og verið útskrifuð sem alheilbrigð, enda fundust engin einkenni unr líkamlegan sjúk- dóm við nákvæma rannsókn. Sjúkdómafýsn þessarar konu ■ HINN nýkjörni forseti El Salvador, Jose Napoleon Du- arte, hefur verið í heimsókn í Washington og hlotið þar fyrir- heit um stuðning Reagans og meirihluta þingmanna. Honum mun ekki veita af þessum stuðningi, því að hans bíður heima fyrir enn harðari mótspyrna en áður. Nú verða það ekki lengur skæruliðar vinstri manna, sem stjórnin þarf að glíma við, heldur miklu frekar skæruliðar 'hægri manna og dauðasveitirnar al- ræmdu. Duarte hefur lofað því að uppræta dauðasveitirnar og Bandaríkjastjórn heitið hon- um fyllsta stuðningi. Það verð- ur hins vegar ekki auðvelt verk, þvt' að kjarni dauðasveit- anna eru hinar svonefndu ör- yggissveitir, senr eru í óbeinum tengslum við herinn og hafa Duarte og d’Aubuisson fyrir kosningarnar 1982. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar son hrópaði: Niður með alla þessa rauðu glæpamenn! Leggj- um kommúnismann endan- lega að velli í lokaorustunni;!- Iðulega breytti d’Aubuisson frá þessum texta og sagði t.d.: D’Aubuisson er líklegur til að verða Duarte þungur í skauti Tekst honum að láta Duarte rotna eins og melónu? starfað honum til aðstoðar við að halda uppi röð og reglu. Þær hafa unnið fjölda óhæfu- verka og telur Alþjóðlega fangahjálpin, að þaér beri ábyrgð á drápi ckki færri en 10 þúsund manns. Oft hafi þær beitt hinum hryllilegustu pynt- ingum. Roberto d’Aubuisson, aðal- keppinautur Duartes í forseta- kosningunum, hefur verið meira og minna bendlaður við dauðasveitirnar. Hann mun á- reiðanlega vinna gegn því, að þeim verði útrýmt og hann er síður en svo fylgislaus. Hann fékk rúm 43% atkvæða í for- setakosningunum 6. maí, þótt CIA leggi fram tvær milljónir dollara til að koma í veg fyrir kosningu hans. FERILL d’Aubuissons gefur til kynna, að hann sé ekkert lamb að leika við. D’Aubuisson kom fyrst verulega fram á sjónarsviðið fyrir þingkosningarnar, sem tóru fram í El Salvador vorið 1982. Hann var þá 38 ára og tiltölulega lítt þekktur fyrrver- andi liðsforingi. Hann hafði gengið úr hernum til að gerast leiðtogi hægri sinnaðra skæru- liða. D’Aubuisson vildi komastp' framboð fyrir íhaldsflokkinn, semhafðifariðmeðvöld 1961- 1979, en flokkurinn hafnaði honum. Þá stofnaði hann sinn eigin flokk. Flokki hans var ekki spáð miklu fylgi, en það breyttist þegar leið að kosningum. Hinn óvægni og harði málflutningur d’Aubuissons virtist falla Roberto d’Abuisson á kosningafundi 1984 mörgum vel í geð. Hann hótaði andstæðingunum og lofaði að friða landið á þremur mánuð- um. Þá myndi allt færast í betra horf. Óbreyttur almenn- ingur, sem var orðinn þreyttur á styrjöldinni, fannst þetta geta verið líklegasti maðurinn til að koma á friði. Hörðustu íhalds- öflin veittu honum traust fylgi. Kristilegir demókratar vöknuðu eiginlega ekki fyrr en d’Aubuisson var að rífa frá þeim fylgið. Dúarte taldi flokk sinn sigurvissan og leyniþjón- usta Bandaríkjanna var á sama máli'. Þessir samherjar reikn-. uðu lengi vel ekki með d'Au- buisson. En áð lokum var brugðizt hart við. Krislilegi flokkurinn lét gera kvikmynd, sem hét: D’Aubuisson afhjúpaður. Þar voru rifjaðar upp hótanir d’Aubuissons í garð ýmissa þekktra manna, Meðal þessara manna var Oscar Arnulfo Romero erkibiskup, sem var myrtur við guðsþjónustu 24. marz 1980. Kvikmyndin var sýnd víðs vegar um landið og birt var auglýsing í blöðum á þessa leið: D’Aubuisson er maður- .inn sem stóð bak við morðið á Romero erkibiskupi. Þetta dróþó ekki úr vinsæld- unv d’Aubuissons. Sennilega hefur þetta jafnvel aukið þær. Þetta þótti sýna að hann væri maðurinn, sem stæði við orð sín. Hann væri ekki einn þess- ara venjulegu stjórnmála- manna. . Það stóð ekki heldur á d’Au- buisson að svara fyrir sig. José Napoleon Duarte, hrópaði d’Aubuisson á kosn- ingafundum, er hinn raunveru- legi fjandmaður þjóðarinnar, sem er að selja hana í hendur hinna kommúnísku stigá- manna í fjöllunum. En ég skal lofa ykkur því, ef ég næ völdum, að allir hryðjuverka- menn verða strádrepnir. Eng- inn af vinum glæpamannsins Juans Napoleons Duarte mun sleppa lifandi. D’Aubuisson vék síðan að öðru, en kom innan stundar aftur að Duarte, sem var þá forseti landsins: Eruð þið ánægð með þennan vitfirring á toppnum, Juan Napoleon Duarte? Ætlið þið að fela honum völdin? Síðan kom stutt þögn og d’Aubuis- Duarte skal verða sá sem fyrst verður hengdur! Mikið var klappað fyrir þessu. Beztar undirtektir fékk d’Aubuisson þó, þegar hann greip vatnsmelónu og brá henni hátt á loft: Duarte er eins og þessi melóna, grænn að utan en rauðurað innan. Síðan kreisti hann melónuna, fleygði henni og hrópaði: Látum Juan Napoleon Duarte rotna eins og þessa melónu. ÚRSLIT þingkosninganna vorið 1982 urðu þau, að flokk- ur Duartes fékk um 40% greiddra atkvæða, en flokkur d’Aubuissons um 30% og varð annar stærsti flokkur landsins. Þegar á þing kom náði d’Aubu- isson samvinnu við ýmsa hægri flokka og var kosinn forseti þingsins. . En d’Aubuisson ætlaði sér meira. Þingið átti að kjósa forseta ríkisins til tveggja ára. Vafalítið hefði d’Aubuisson verið kosinn, ef Bandaríkja- menn hefðu ekki skorizt í leikinn. í kosningabaráttunni nú var d’Aubuisson ekki eins stórorð- ur Og 1982, en flutti mál sitt annars á svipaðan hátt. Ekki skorti á að hann fengi góðar undirtektir. Sennilega hefði hann náð kosningu, ef Banda- ríkin hefðu ekki komið í veg íyrir það í annað sinn með stuðniiígi CIA við Duarte. D’Aubuisson mun ekki gleyma því. Hann getur því átt eftir að reynast bæði þeim og Duarte þungur í skauti. hefur kostað heilbrigðisþjónust- una milljónir króna. Kona þessi var lögð inn á geðdeild þess sjúkrahúss sem hún Iá síðast á og þar var reynt að lækna hana af spítalaáráttunni, en án árang- urs. Hún var staðföst í þeirri fullvissu að hún væri haldin tilteknum sjúkdómum og þarfn- aðist lækningar. Það eru mun fleiri konur en karlar sem leggja það fyrir sig að fá innlögn á sjúkrahús án þess að neitt ami að þeim. Á Ríkisspítalan'um í Kaupmanna- höfn hefur verið skráð tilfelli þar sem 38 ára gömul kona hefur verið lögð inn 48 sinnum og níu sinnum hefur hún verið skorin upp. Þessi kona er útsmogin að gefa. rangar sjúkdómslýsingar og dæmi er um að hún lék á heimilislækni sinn er hún kvart- aði yfir að hafa blóð í þvagi. Við athugun kom í ljós að hún hafði sett kjúklingablóð í sýnishorn. Einnig tókst henni að ná fram hærri hita á mælum en hún hafði raunverulega og einnig laug hún til um sjúkdómasögu sína. Einnig var upplýst að henni höfðu verið gefin kvalastillandi lyf í þeim mæli að læknar voru hræddir um að hún yrði háð eiturlyfjum. Kona þessi var ásamt fleirum lögð inn á geðdeild Ríkisspítal- ans og reynt var að grafast fyrir um hvað olli þessari miklu þörf yfir að hafa sjúkdóma. í því tilfelli sern hér er nefnt kom í ljós að konan bjó í mjög van- sælu hjónabandi, en maður hennar er áfengissjúklingur. Einnig myndaðist mikið tóma- rúm í lífi hennar eftir að foreldr- ar hennar létust, en konan hafði náðið samband við þau og var þeim háð á margan hátt. I breskri könnun sem gerð var á sjúklingum sem gera sér upp sjúkdóma voru 42 konur rannsakaðar. Þær áttu það nær allar sammerkt að vera mjög einmana, fráskildar, tilfinninga- lega vanhæfar. Þrír fjórðu sjúkl- inganna áttu við kynferðis- vandamál að stríða sem þeir vildu ekki viðurkenna. Allur sá fjöldi sem gengur með ímyndaða sjúkdóma er samfélaginu dýr og fólk getur verið eigin heilsu hættulegt með því að telja læknum trú um að það þjáist af einhverjum líkam- legum kvillum sem ekki eru fyrir hendi. Með því að gefa rangar sjúkdómalýsingar gengur þetta fólk iðulega undir uppskurði, sem síst bæta heilsu- far þeirra, sem ekki þurfa á slíkum aðgerðum að halda. Einnig eru þessu fólki stundum gefnir stórir lyfjaskammtar sern geta haft slæm áhrif á heilsufar þeirra sem ekki þurfa á meðul- um að halda. Ráðlegasta meðferðin á ímyndunarveiki er að læknar komi nægilega snemma auga á hvers kyns er. Þá hefur gefið , besta raun að geðlæknar fái fólk þetta til meðferðar og reyna þeir að útrýma ímyndunarveik- inni án þess að sjúklingurinn fái að vita hvað að honum gengur í raun og veru.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.