NT - 28.05.1984, Blaðsíða 14

NT - 28.05.1984, Blaðsíða 14
Mánudagur 28. mai 1 wm i t Gjafir eru yður gefnar ■ Afmælisgjafir eru mikill og góður siður á íslandi svo sem með öðrum hámenningarþjóð- um. Oftast eru þær gleðigjafir og yndisauki bæði gefendum og þiggjendum, jafnvel svo að lítt hallast á, þótt máltæki segi, að það sé jafnvel enn sælla að gefa en þiggja. Þetta verður þó líklega varla sagt um þá afmælisgjafamildi sem frægust er þessa dagana með þjóöinni. Hitt mun líklega sanni nær, að svo horfi í því máli, að varla megi á milli sjá hvorir verði í meiri háska og vanda staddir áður en lýkur, - gefendurnir við að réttlæta þetta sérkenni- lega örlæti sitt og þiggjandinn við að veita viðtöku skammrifi, sem slíkur böggull fylgir. Sómi eða siðleysi? Saga þessara afmælisgjafa er þó líklega síður en svo nokkurt einsdæmi - kannski jafnvel fremur reglan en frá- vik . En ýmsar aðstæður virð- ast valda því að þetta hefur orðið duglegt olnbogaskot í síðuna á siðgæðisvitund þjóð- arinnar. Og af því að hugur manna virðist óvenjulega op- inn og reiðubúinn til þess að brjóta þetta mál til mergjar, er auðvitað sjálfsagt að nýta tæki- færið til þess að þjóðin reyni að átta sig á eðli málsins ef það mætti verða til nokkurra heilla eftir Andrés Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóra t framtíð. Með það í huga mætti byrja á því að spyrja sjálfan sig og aðra: Er þetta eðlileg, siðgóð og æskileg að- ferð við að heiðra góða menn á merkisafmælum, jafnvel svo að ástæða væri til að herða fremur á en draga úr? Eða eru á þessú siðmannlegir vankant- ar, er það jafnvel vafasöm meðferð almannafjár. Rifjum upp megindrætti málsins eins og þeir hafa birst okkur í fjölmiðlum. Seðlabankastjóri þjóðarinn- ar, mikilvirtur ágætismaður með obbann af þjóðarráðun- um undir rifjum, leiðtogi í i ntörgum stjórnum og ráðum mikilvægustu stofnana landsins, átti sextugsafmæli um daginn. Að sjálfsögðu hlaut liann góðar gjafir og vinahót af þessu tilefni svo sem vel hæfði og loflegt var. Vinir hans í stjórn orku- stofnunar þjóðarinnar vildu engir eftirbátar vera og ákváðu að gefa honum málverk fyrir tvö eða þrjú stór hundruð a.m.k. En þeir sóttu ekki and- virðið í budduna sína, heldur færðu það á sameiginlegan skuldareikning orkukaupend- anna í landinu. Stjórn Seðla- bankans, og jafnvel fleiri opin- berra stofnana, vildi ekki láta sinn hlut eftir liggja og fóru alveg eins að við kaup veglegs gjat'amálverks. Viðskipta- bankar og sparisjóðir töídu einnig vert að sýna seðla- bankastjóranum gjafmildi á afmælinu og efndu sameigin- lega í persneskan veggteppis- „bleðil" og skutu saman í hann eins og títt er við stórafmæli vildarvina, en þeir sóttu ekki heldur tillagið í budduna sína, heldur sniðu smásneið af því pundi, sem þeim hafði verið falið til að ávaxta og auka. Fjölmiðlar segja, að þessar þrjár afmælisgjafir hafi kostað svo sem þrenn árslaun verka- manns. En það er þó ekki mergur þessa máls, að engum vafa skal heldur um það hreyft, að afmælisbarnið hafi átt þetta fyllilega skilið. En það kemur eðli þessa máls heldur ekki við. Hvað er gjöf? voru þetta í eðli sínu gjafir og hvað er gjöf? Gjöf er aðeins það, sem menn gefa sjálfir, taka af réttmætum eign- um sínum eða úr eigin hug- skoti. Hitt sem menn taka af eignum annarra, án fullgildrar og vafalausrar heimildar, og færa öðrum mönnum og kalla gjöf, heitir ekki því veglega nafni, heldur hafa verið höfð um það önnur orð, engan veg- inn eins fögur, og þiggjandinn í því tilviki hlotið nafn sem fáum þykir gott að skarta. Seðlabankastjórinn á slíkt allra síst skilið af vinum sínum í afmælisgjöf. Þess vegna er vandi hans kannski enn meiri en „gefendanna": Með hvaða heimildum? Þá er á það að líta með hvaða heimildum andvirði af- mælisgjafanna var sótt í sjóði þessara almannastofnana. Að því er best er vitað eru engin ákvæði í lögum eða reglum um starfrækslu þessara stofnana sem gera ráð fyrir afmælis- gjöfum til stjórnarmanna eða starfsmanna í nafni þeirra. Þvert á móti er venja sú sem ríkir hjá ríkisbókhaldi um þetta á þá lund að alls ekki er gert ráð fyrir slíku, og endur- skoðendur af hálfu Alþingis eða ríkis telja óheimilt að verja fé þeirra með þessum hætti og gera athugasemdir við, ef þess finnast dæmi. Sjálfgefið virðist að sama regla gildi um opin- berarstofnanir sem eru greinar af ríkisrekstrinum, og raunar allar almannastofnanir, nema lög og reglur gera ráð fyrir öðru. Hins vegar má það ef til vill teljast til einhverrar afsökunar „gefendunum" að þetta mun hafa viðgengist í einhverjum mæli, en engin heimild getur slíkt talist. Og fullkomin ástæða er til að gæta þarna samræmis. Þetta ættu stjórnir opinberra stofnana að skilja og sjá sóma sinn í því að fara ekki ófrjálsri hendi um al- mannafé sem þeim er trúað fyrir, og beinlínis kjörnir til þess trúnaðar, og allra síst er það vinarbragð á merkisafmæl- um heiðursmanna. Það er auðvitað góður siður að gefa afmælisgjafir, en það Bílastæðin í Reykjavík: Ekki eiga allir jafnan rétt - eftir Gísla Jónsson. prófessor ■ Vegna ummæla formanns umferðarnefndar Reykjavíkur í NT þann 22. þ.m. óska ég að koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum. I svari sínu segir formaður- inn: „Réttur til bifreiðastæða er jafn fyrir alla vegfarendur. í þeim efnum njóta engir sér- réttinda fyrir framan heimili sín, nema erlend sendiráð.“ Þetta er rangt. Því til sönnunar skal bent á einka-' stæði borgarskrifstofunnar í Pósthússtræti og rammlega af- girt stæði Seðlabankans í Hafnarstræti. Hafa verður nokkra samúð með fólki, sem byggir sér hús við fáfarna íbúðargötu og er svo áratugum síðar meinað að leggja bílum sínum á móts við lóð sína eins og langflestir aðrir íbúar borgarinnar geta gert. Spurningin er, hvort ekki hefði verið réttlátari lausn á stöðuvandamálum viðskipta- aðila nálægra gatna að kaupa ■ Gísli Jónssun. upp lóðir og koma upp á þeim bílastæðum. Umrædd svæði eru óneitanlega íbúðarhverfi en ekki viðskiptahverfi. ■ Greinarhöfundur segir að það sé rangt að allir vegfarendur: njóti sama réttar til bifreiðastæða, og bendir því til sönnunar á einkastæði borgarskrifstofunnar í Pósthússtræti og hið rammlega afgirta stæði Seðlabankans í Hafnarstræti. NT-mynd: GE. Geta borgaryfirvöld Reykja- víkur unað því að öll gatan utan við þeirra „heimili" borg- arskrifstofunnar séu þakin stöðumælum? Nei. Það virðast þau ekki geta og meira að segja nægir þeim ekki minna en að láta merkja sér einka- stæði á götu, sem er til al- rnennra nota borgaranna. Reyndar mun ekki vera hægt að sekta ökumann, sem leggur bíl sínum á merktu einkastæði á almennri götu og meira að segja leikur nokkur vafi á réttmæti merktra stæða sendi- ráða. Um það mun hafa fallið dómur erlendis. Víggirðing sú, sem Seðla- bankinn hefur sett utan um „einkabílastæði" sitt í Hafnar- stræti, veitir engin forréttindi að því er ég best veit. Stæðið er hins vegar hið ákjósanleg- asta fyrir alla þá, sem óska að leggja bíl sínum í góðu skjóli fyrir hinni miklu umferð, sem þar er. Sjálfsagt hefur Seðlabank- inn reynt að réttlæta þörf sfna fyrir einkastæði með því að benda á nauðsyn þess að gera peningaflutninga sem auðveld- asta og tryggasta. Það hefði hins vegar mátt leysa með því að banna bílastöður utan við bankann. Þá hefði bankinn greiðan aðgang að húsinu með peninga sína án þess að taka sér einkabílastæði á almanna* færi til að geyma bíla sína á. Ennfremur hefði þá „enginn notið sérréttinda" eins og formaður umferðarnefndar Reykjavíkur orðaði það og þá hefðu aðrir ökumenn getað stöðvað utan við Seðlabankann til að hleypa út farþegum sínum, sem þangað eiga erindi. Það væri ánægjulegt, ef formaðurinn vildi beita sérfyr- ir því, að réttur til bifreiða- stæða verði gerður jafn fyrir alla borgara svo fyrrgreind urn- mæli hans fáist staðist. Gísli Jónsson.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.