NT - 05.06.1984, Blaðsíða 3

NT - 05.06.1984, Blaðsíða 3
w Þriðjudagur 5. júní 1984 Tólf barna móðir þrítug! - NT ræðir við Sigrúnu Guðmundsdóttur húsmóður á Skagaströnd sem á börn í f lestum bekkjum grunnskólans ■ NT hefur birt fréttir af yngstu langömmu og yngsta langafa á landinu og jafnvel á heimsmælikvarða. í framhaldi af því bárust blaðinu þær upplýsingar að á Skagaströnd byggi 12 barna móðir, 35 ára að aldri. Van- trúaður blaðamaður hafði upp á konunni, fékk fregnina staðfesta og komst jafnframt að raun um það að konan, Sigrún Guðmundsdóttir á barn í nánast hverjum bekk grunnskólans að undan- skildum fyrsta og níunda bekk. Börnin eru fædd á fimmtán árum yngsta barnið er fimm ára sem þýðir að Sigrún hefur verið orðin tólf barna móðir þrítug. Sigrún er gift Asgeiri Ax- elssyni, bónda og verka- manni. Þau búa að Litla-Felli á Skagaströnd. NT tók Sigrúnu tali, og fyrsta spurningin brann á vörurn blaðamanns. Er þetta ekki erfitt? Jú, jú, víst hefur þetta verið erfitt. En börnin hafa verið ákaflega hraust, og það er fyrir öllu. Eg veit t.d. ekki livað eyrnabólga er í krökkum, ég hef aldrei kynnst þvf. Þaðerafskaplega mikils virði að hafa krakkana hrausta. Nú börnin fara að aðstoða við búskapinn þegar þau geta, eldri börnin að- stoða við að hugsa um þau yngri. Eins og er, eru sjö börn heima. Vinnurðu úti? Ég fór nú ekki að vinna úti fyrr en síðastliðið haust, þá fór ég að vinna á saumastofu, fjóra tíma á dag. Við hjónin erurn með smá búskap, ekki stóran að vísu, sextiu ær og tvær kýr, nú svo eitthvað um tuttugu hross. Maðurinn minn vinnur verkamanna- vinnu með búskapnum. Hefur þú fengið ein- hverja aðstoð heimavið? Nei, ég hef aldrei fengið aðstoð, nema náttúrlega á meðan ég lá á sæng, þá kom ég hinum börnunum fyrir. Þau eru öll fædd í Héraðs- hælinu á Blönduósi nema eitt. Hefur þú gaman af bömum? Já, ég hef gaman af krökkum, en þetta hefur náttúrlega verið erfitt stundum. Það er ágætt að komast út að vinna núorðið, hálfan daginn. Ertu kvenréttindakona? Nei, eiginlega er ég það ekki. Ég er dálítið mikið á móti því að konur séu strax komnar út á vinnumarkaðinn þremur mánuðum eftir að þær hafa átt börnin. Þessi ár sent að börnin eru lítil, þau koma ekki aftur. Og maður veit það að þegar konur vinna úti, þá kemur það alltaf niður á einhverju inni á heimilinu. Ætlarðu að eignast fleiri börn Nei, ætli það. Ég reikna með að vera hætt núna. Að þeint orðum sögðum kvaddi NT Sigrúnu, en bætir við velfarnaðaróskum til handa henni og fjölskyldunni. Gífurleg spjöll unnin við baðhús Bláa lónsins ■ Óaldarlýður hefur hvað eft- ir annað ruðst óboðinn að næt- urlagi inn í baðhús psoriasis- sjúklinga við Bláa lónið í Svarts- engi og unnið á því gífurleg spjöll. Umgengnin hefur verið hreint ótrúleg. Menn hafa geng- ið örna sinna úti á miðju gólfi, skemmt dýr tæki, útbíað gesta- bók með klámmyndum og klúr- yrðum, notað gluggatjöld sem handklæði og skilið þau svo eftir úti í hrauni. Svona mætti lengi telja. „Þetta hefur gengið svona um nokkurra mánaða hríð - þessi lýður hefur komið um hverja einustu helgi liggur við. Þó tók steininn úr núna um helgina hvað bein skemmdarverk varðar," sagði Valur Margeirs- son, formaðurSuðurnesjadeild- ar Samtaka psoriasis- og exem- sjúklinga, þegar NT hitti hann að máli við húsið í gærmorgun. Útihurðin var brotin upp, rör- bútar höfðu verið notaðir til að gera göt á þilveggi, glugga'var sparkað úr í heilu lagi, vatni var sprautað um öll gólf, stórar tyggjóklessur voru í sturtubotn- inum, krotað með tússi á hvíta veggina, snagar rifnir niður, rafleiðslur rifnar út úr veggjum, rafdósir brotnar þannig að vírar stóðu út úr veggjunum og fleira og fleira. „Það er ótrúlegt að þetta hús skuli hafa verið snyrtilegt og hlýlegt fyrir nokkrum mánuð- um,“ sagði Birna Sigurðardótt- ir, eiginkona Vals, við blaða- mann NT. Valur sagði að ásókn í lónið væri orðin svo mikil að psorias- issjúklingar, sem sannarlega gætu haldið sjúkdómi sínum niðri með reglulegum böðum, væru margir að gefast upp að sækja staðinn. Þar við bættist þessi óaldarlýður sem væri að eyðileggja það sem sjúklingarn- ir hefðu byggt upp í sjálfboða- vinnu. „Það má ganga út frá því sem vísu að þetta fólk er allt meira og minna undir áhrifum áfengis og því getur verið stór- hættulegt að baða sig í lóninu. Vatnið er svo heitt að fullir menn geta hreinlega liðið útaf og drukknað,“ dagði Valur. Hann sagði að enn hefðu ekki Löggæslan orðin mjög flókin uppi á Héraði ■ Umdæmi lögreglunnar á Egilsstöðum stækkaði talsvert þann fyrsta júní, samkvæmt á- kvörðum sýslumanna Norður og Suður-Múlasýslna og dóms- málaráðuneytisins. Hér eftir mun lögreglan á Egilsstöðum sinna löggæslu á öllu Héraði en áður náði löggæslusvæði Egils- staðarlögreglunnar aðeins yfir þá fjóra hreppi af tíu á Héraði sem eru í Suður-Múlasýslu. Jafn- framt var bætt við lögreglu- manni á Egilsstöðum þannig að nú eru þeir tveir. Í samtali við NT sagði Björn Halldórsson lögregluvarðstjóri á Egilsstöðum að þrátt fyrir að löggæslusvæðið stækkaði veru- lega eftir þessar breytingar væri þetta mun eðlilegri skipun land- fræðilega. Þrátt fyrir það gæti framkvæmdin orðið flókin vegna sýslumarkanna, m.a. vegna þess að hann, sem er undir stjórn sýslumanns Suður Múlasýlsu, myndi hér eftir skipa lögreglumanni í Norður- Múlasýslu fyrir, en sá er undir stjórn annars sýslumanns. Þá sagði Björn að nauðsyn- legt væri að bæta tækjakost Egilsstaðarlögreglunnar. Sam- kvæmt upplýsingum vegagerð- arinnar eru vegir á Héraði alls um 1100 kílómetrar á lengd. Lögreglan á Egilsstöðum hefur nú aðeins yfir einum bíl að ráða, stórum yfirbyggðum bíl með fangabúri sem er mjög óhagkvæmur til lengri ferða. Ellert og Jern- betong - fá Blöndu ■ Landsvirkjun hefur ákveðið að ganga til samn- inga við Ellert Skúlason og norska fyrirtækið Jern- betong um framkvæmdir við Blönduvirkjun. Það voru sem kunnugt er þess- ir aðilar sem buðu lægst í verkið. Samningum verður að vera lokið fyrir 1. júlí því tilboðin gilda aðeins til þess tíma. Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar að kjarasamningar hafa enn ekki tekist og ekki er hægt að ganga endanlega frá samningi við verktaka fyrr en kjarasamningur er fyrir hendi. ■ Slökkviliðið var kvatt inn að Sundahöfn síðdegis í gær, þar sem leki hafði komið að 6 tonna þvnnistanki, sem verið var að færa til. NT-mynd Ámi Bjarnason. ■ Birna Sigurðardóttir og Valur Margeirsson. Baðhúsið í baksýn. komið fram neinar vísbendingar um hverjir hefðu verið þarna á ferð og alls ekki væri víst að það hefði verið sama fólkið í öll skiptin. „En það er kannski ágætt að það komi fram, að þeir sem voru hérna núna aðfaranótt sunnudagsins eða snemma á sunnudagsmorgun komu með bíl sem síðan skildi þá eftir. Þannig að þeir hafa annað hvort þurft að fara héðan fótgangandi eða á puttanum ef að líkum lætur,“ sagði Valur. Hann sagði loks að Samtök psoriasis- og exemsjúklinga hefðu fullan hug á að halda úti aðstöðu fyrir meðlimi sína við Bláa lónið og jafnvel bæta hana með það fyrir augum að laða að útlendinga sem þjást af sömu sjúkdómum. „En til þess þurf- um við greinilega að halda uppi stöðugri gæslu við baðhúsið og það kostar skildinginn. En okk- ur hefur dottið í hug að leita eftir stuðningi hjá sveitarfélög- unum hérna í nágrenninu því að vissulega eiga þau hagsmuna að gæta vegna tekna af ferða- mönnum,“ sagði Valur. ■ Hér fékk einhver útrás fyrir skemmdarfýsn sína með því að reka jámrör í einn spegilinn í húsinu og krafturinn hefur verið svo mikill að rörið fór í gegnum vegginn.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.